Hérastubbur bakari bauð upp á fimmtán sortir fyrsta daginn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2023 18:31 Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. „Við fréttum af því að stóru fyrirtækin ætluðu að opna í dag og þá ákváðum við að vera með. Við verðum bara að reyna að spila þetta eftir eyranu. Það er gaman að það sé að koma smá líf í bæinn. Það er búið að vera aðeins að gera í morgun en það hlýtur að lifna enn meira yfir þessu næstu dag,“ segir Sigurður Enoksson bakari og eigandi Hérastubbs bakarís sem opnaði á ný í dag eftir rýminguna í Grindavík fyrir rúmlega þremur vikum. Geggjað að geta byrjað aftur Sigurður og fjölskylda hans voru afar ánægð með að byrja að starfa aftur. „Það er geggjað að byrja aftur annars væri ég ekki að gera þetta. Maður vill sýna lit og bjóða öllum þeim sem eru byrjaðir að starfa í bænum að koma og kaupa veitingar hjá okkur. Það eru fimmtán sortir í boði í dag og það má búast við að það bætist enn fleiri við næstu daga,“ segir Sigurður sem var ásamt Hrafnhildi dóttur sinni að gera tilraun með að baka vegan Sörur enda bakaríið frægt fyrir vegan bakkelsi. Það var glatt á hjalla í Hérastubbi þegar bakaríið var opnað í morgun. Vísir/Dúi Börn Sigurðar og eiginkonu hans Ásgerðar Króknes Steinþórsdóttur starfa öll í bakaríinu. Það eru þau Hrafnhildur sem er bakari og kontidor, Enok og Steinþór. Sigurður segir að það hafi verið gott að sameinast á ný í bakaríinu en fjölskyldan býr hér og þar á höfuðborgarsvæðinu eftir rýminguna í Grindavík. Hann segir að bakaríið hafi sloppið nokkuð vel við skemmdir eftir jarðhræringarnar. „Frystirinn bilaði reyndar hjá okkur og það skemmdist allt í honum, ég held að við fáum það ekki bætt. Það virðist annað hafa sloppið hér. Ég er hins vegar ekki eins öruggur með heimilið okkar. En ég og eiginkona mín búumst ekki við að geta flutt aftur til Grindavíkur fyrr en eftir 3-4 mánuði. En við ætlum að standa vaktina í bakaríinu eins lengi og við getum,“ segir Sigurður að lokum. Bakarí Matur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Við fréttum af því að stóru fyrirtækin ætluðu að opna í dag og þá ákváðum við að vera með. Við verðum bara að reyna að spila þetta eftir eyranu. Það er gaman að það sé að koma smá líf í bæinn. Það er búið að vera aðeins að gera í morgun en það hlýtur að lifna enn meira yfir þessu næstu dag,“ segir Sigurður Enoksson bakari og eigandi Hérastubbs bakarís sem opnaði á ný í dag eftir rýminguna í Grindavík fyrir rúmlega þremur vikum. Geggjað að geta byrjað aftur Sigurður og fjölskylda hans voru afar ánægð með að byrja að starfa aftur. „Það er geggjað að byrja aftur annars væri ég ekki að gera þetta. Maður vill sýna lit og bjóða öllum þeim sem eru byrjaðir að starfa í bænum að koma og kaupa veitingar hjá okkur. Það eru fimmtán sortir í boði í dag og það má búast við að það bætist enn fleiri við næstu daga,“ segir Sigurður sem var ásamt Hrafnhildi dóttur sinni að gera tilraun með að baka vegan Sörur enda bakaríið frægt fyrir vegan bakkelsi. Það var glatt á hjalla í Hérastubbi þegar bakaríið var opnað í morgun. Vísir/Dúi Börn Sigurðar og eiginkonu hans Ásgerðar Króknes Steinþórsdóttur starfa öll í bakaríinu. Það eru þau Hrafnhildur sem er bakari og kontidor, Enok og Steinþór. Sigurður segir að það hafi verið gott að sameinast á ný í bakaríinu en fjölskyldan býr hér og þar á höfuðborgarsvæðinu eftir rýminguna í Grindavík. Hann segir að bakaríið hafi sloppið nokkuð vel við skemmdir eftir jarðhræringarnar. „Frystirinn bilaði reyndar hjá okkur og það skemmdist allt í honum, ég held að við fáum það ekki bætt. Það virðist annað hafa sloppið hér. Ég er hins vegar ekki eins öruggur með heimilið okkar. En ég og eiginkona mín búumst ekki við að geta flutt aftur til Grindavíkur fyrr en eftir 3-4 mánuði. En við ætlum að standa vaktina í bakaríinu eins lengi og við getum,“ segir Sigurður að lokum.
Bakarí Matur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira