Rauk í burtu en skildi eftir veskið og typpateikningu í snjónum Árni Sæberg skrifar 7. desember 2023 17:02 Edda Björk Arnardóttir hefur verið afhent norskum stjórnvöldum. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Edda Björk Arnardóttir, sem þá stóð til að afhenda norskum yfirvöldum, sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Í úrskurði Landsréttar er vakin athygli á því að Edda Björk hafi vanrækt tilkynningarskyldu þegar hún sætti farbanni. Þá beið typpamynd í snjó lögreglu við eina húsleit. Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 1. desember síðastliðinn en birtur í dag. Edda Björk var flutt til Noregs snemma sama dag og úrskurðurinn var kveðinn upp. Verjandi hennar gagnrýndi það harðlega að Edda Björk skyldi flutt áður en mál hennar hafði verið tekið fyrir af æðri dómstóli. Edda Björk var úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald við komuna til Noregs og sætir því nú í Þelamerkurfangelsi. Í úrskurðinum segir að Edda Björk hafi krafist þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yrði felldur úr gildi á grundvelli þess að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu væri ekki bær til þess að krefjast þess að hún sætti gæsluvarðhaldi. Ríkissaksóknari fól lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds Í niðurstöðu Landsréttar segir að fyrir réttinum lægju erindi Ríkissaksóknara, sem fer með mál samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar, þar sem embættið fól Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að gera kröfu um að Eddu Björk yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi eftir handtöku í því skyni að tryggja návist hennar þar til afhending á grundvelli norrænnar handtökuskipunar færi fram, samanber úrskurð Landsréttar þess efnis frá 24. nóvember. „Samkvæmt þessu verður að telja að sóknaraðili hafi til þess heimild að lögum að krefjast þess fyrir dómi að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í því skyni sem fyrr er getið.“ Átti að tilkynna sig þrisvar í viku Þá segir í úrskurðinum að það athugist að í kjölfar þess að Eddu Björk var gert að sæta farbanni með úrskurði héraðsdóms í lok október hafi það verið fært í þingbók dómsins sú ákvörðun lögreglustjóra að Edda Björk skyldi tilkynna sig á tilgreindum dögum þrisvar sinnum í viku á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrir liggur að það vanrækti varnaraðili ítrekað að gera, svo sem réttilega er vikið að í hinum kærða úrskurði.“ Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ljóst séð að flótti og unankoma Eddu frá málinu, sem hætta var talin á frá upphafi, hafi raungerst. Hún hafi haldið til hjá vitorðsfólki í felum fyrir lögreglu. Lögreglustjóri hafi beitt öllum tiltækum ráðum til að kortleggja ferðir hennar til að hafa uppi á henni og handtaka í samræmi við fyrirliggjandi handtökuskipun. Þá segir að lögregla hafi neyðst til að framkvæma rannsóknaraðgerðir og afla dómsúrskurða til að hafa uppi á Eddu. Í einni af þremur húsleitum lögreglu þann 25. nóvember á líklegum dvalarstöðum Eddu hafi mátt sjá öryggismyndavélar, spor frá húsinu, ófrágenginn heitan pott með nuddstillingu enn í gangi, veski Eddu á borði og önnur ummerki um að þar hefði nýlega einhver haldið til og rokið burt. Þá voru þar einnig nýlega teiknaðar myndir af getnaðarlim í snjó sem lesin voru sem skilaboð til lögreglu. Ljóst er að hinni eftirlýstu hefur verið kunnugt um að hennar væri leitað og hún hefur engan samstarfsvilja sýnt. Lögregla þekkir jafnframt til þess að fjöldi fólks hefur staðið að baki hinni eftirlýstu og aðstoðað hana við að torvelda störf lögreglu í tengslum við málið Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 1. desember síðastliðinn en birtur í dag. Edda Björk var flutt til Noregs snemma sama dag og úrskurðurinn var kveðinn upp. Verjandi hennar gagnrýndi það harðlega að Edda Björk skyldi flutt áður en mál hennar hafði verið tekið fyrir af æðri dómstóli. Edda Björk var úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald við komuna til Noregs og sætir því nú í Þelamerkurfangelsi. Í úrskurðinum segir að Edda Björk hafi krafist þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yrði felldur úr gildi á grundvelli þess að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu væri ekki bær til þess að krefjast þess að hún sætti gæsluvarðhaldi. Ríkissaksóknari fól lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds Í niðurstöðu Landsréttar segir að fyrir réttinum lægju erindi Ríkissaksóknara, sem fer með mál samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar, þar sem embættið fól Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að gera kröfu um að Eddu Björk yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi eftir handtöku í því skyni að tryggja návist hennar þar til afhending á grundvelli norrænnar handtökuskipunar færi fram, samanber úrskurð Landsréttar þess efnis frá 24. nóvember. „Samkvæmt þessu verður að telja að sóknaraðili hafi til þess heimild að lögum að krefjast þess fyrir dómi að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í því skyni sem fyrr er getið.“ Átti að tilkynna sig þrisvar í viku Þá segir í úrskurðinum að það athugist að í kjölfar þess að Eddu Björk var gert að sæta farbanni með úrskurði héraðsdóms í lok október hafi það verið fært í þingbók dómsins sú ákvörðun lögreglustjóra að Edda Björk skyldi tilkynna sig á tilgreindum dögum þrisvar sinnum í viku á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrir liggur að það vanrækti varnaraðili ítrekað að gera, svo sem réttilega er vikið að í hinum kærða úrskurði.“ Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ljóst séð að flótti og unankoma Eddu frá málinu, sem hætta var talin á frá upphafi, hafi raungerst. Hún hafi haldið til hjá vitorðsfólki í felum fyrir lögreglu. Lögreglustjóri hafi beitt öllum tiltækum ráðum til að kortleggja ferðir hennar til að hafa uppi á henni og handtaka í samræmi við fyrirliggjandi handtökuskipun. Þá segir að lögregla hafi neyðst til að framkvæma rannsóknaraðgerðir og afla dómsúrskurða til að hafa uppi á Eddu. Í einni af þremur húsleitum lögreglu þann 25. nóvember á líklegum dvalarstöðum Eddu hafi mátt sjá öryggismyndavélar, spor frá húsinu, ófrágenginn heitan pott með nuddstillingu enn í gangi, veski Eddu á borði og önnur ummerki um að þar hefði nýlega einhver haldið til og rokið burt. Þá voru þar einnig nýlega teiknaðar myndir af getnaðarlim í snjó sem lesin voru sem skilaboð til lögreglu. Ljóst er að hinni eftirlýstu hefur verið kunnugt um að hennar væri leitað og hún hefur engan samstarfsvilja sýnt. Lögregla þekkir jafnframt til þess að fjöldi fólks hefur staðið að baki hinni eftirlýstu og aðstoðað hana við að torvelda störf lögreglu í tengslum við málið
Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira