Gunnþórunn Jónsdóttir er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2023 12:48 Gunnþórunn ásamt Óla eiginmanni sínum. Gunnþórunn Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari og athafnakona, lést á líknardeild Landakots 1. desember síðastliðinn. Hún var 77 ára gömul. Gunnþórunn Jónsdóttir flutti frá Ísafirði í bæinn einstæð tveggja barna móðir árið 1973. Gunnþórunn fæddist á Ísafirði og ákvað snemma að verða hágreiðslukona. Hún lauk hárgreiðslunámi frá Iðnskólanum í Reykjavík í október 1964 en sama ár giftist hún Kristjáni Jóakimssyni fyrri eiginmanni sínum. Með honum eignaðist hún tvö börn áður en leiðir þeirra skildu árið 1973. Gunnþórunn flutti til Reykjavíkur árið 1973 en þá var hún orðin hárgreiðslumeistari. Hún keypti Hárgreiðslustofu Vesturbæjar sem hún rak í fimm ár. Sama ár hóf hún sambúð með Óla Kristjáni Sigurðssyni, betur þekktur síðar sem Óli í Olís. Gunnþórunn og Óli stofnuðu Sænsk-íslenska verslunarfélagið, hófu innflutning og ráku verslunina Victor Hugo. Þau stofnuðu innflutningsfyrirtækið Sund hf. árið 1983. Árið 1986 keyptu Vörumarkaðinn á Seltjarnarnesi sem varð svo Nýi bær. Á sama ári keyptu þau Olís en kaupin vöktu mikla athygli. Gunnþórunn og Óli giftu sig sama ár. Eitt af stóru verkefnum Olís sem þau hjónin settu á laggirnar í samvinnu við Landgræðslu ríkisins var „Græðum landið með Olís“. Græðum landið með Olís vakti þjóðarathygli. Sveinn Runólfsson tekur við framlagi úr hendi Óla kr. Sigurðssonar forstjóra Olís. Gunnþórunn opnaði hárgreiðslustofuna Salon Gabríela árið 1989 og rak ásamt dóttur sinni. Þá var hún ráðgjafi hjá SÁÁ á Vogi um árbil og virk í góðgerðarmálum. Gunnþórunn og Óli voru til viðtals í Bæjarins besta árið 1991. Þá rifjaði hún upp flutningana til Reykjavíkur, einstæð tveggja barna móður, ræddi samband þeirra Óla og uppbyggingu þeirra fyrirtækja sem þau ráku. „Við stöndum í þessari tröppu núna og stígum í þá næstu þegar við höfum þroska og getu til. Stundum þurftum við að stíga niður aftur. Samt hef ég aldrei skipulagt þessa göngu, ég hef aldrei hugsað sem svo að svona yrði þetta. Þetta bara gerðist,“ sagði Gunnþórunn í viðtalinu. Gunnþórunn ásamt dóttur sinni.Bæjarins besta Óli varð bráðkvaddur í veiðiferð í Norðurá sumarið 1992 en hann var þá aðeins 46 ára. Gunnþórunn tók við rekstri fyrirtækisins Sund við fráfallið. „Hún hafði alla tíð áhuga á málefnum kvenna sem hún gaf sig að og þá sérstaklega börnum og þeirra velferð,“ segir í dánartilkynningu í Morgunblaðinu í dag. Andlát Ísafjarðarbær Hár og förðun Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Gunnþórunn Jónsdóttir flutti frá Ísafirði í bæinn einstæð tveggja barna móðir árið 1973. Gunnþórunn fæddist á Ísafirði og ákvað snemma að verða hágreiðslukona. Hún lauk hárgreiðslunámi frá Iðnskólanum í Reykjavík í október 1964 en sama ár giftist hún Kristjáni Jóakimssyni fyrri eiginmanni sínum. Með honum eignaðist hún tvö börn áður en leiðir þeirra skildu árið 1973. Gunnþórunn flutti til Reykjavíkur árið 1973 en þá var hún orðin hárgreiðslumeistari. Hún keypti Hárgreiðslustofu Vesturbæjar sem hún rak í fimm ár. Sama ár hóf hún sambúð með Óla Kristjáni Sigurðssyni, betur þekktur síðar sem Óli í Olís. Gunnþórunn og Óli stofnuðu Sænsk-íslenska verslunarfélagið, hófu innflutning og ráku verslunina Victor Hugo. Þau stofnuðu innflutningsfyrirtækið Sund hf. árið 1983. Árið 1986 keyptu Vörumarkaðinn á Seltjarnarnesi sem varð svo Nýi bær. Á sama ári keyptu þau Olís en kaupin vöktu mikla athygli. Gunnþórunn og Óli giftu sig sama ár. Eitt af stóru verkefnum Olís sem þau hjónin settu á laggirnar í samvinnu við Landgræðslu ríkisins var „Græðum landið með Olís“. Græðum landið með Olís vakti þjóðarathygli. Sveinn Runólfsson tekur við framlagi úr hendi Óla kr. Sigurðssonar forstjóra Olís. Gunnþórunn opnaði hárgreiðslustofuna Salon Gabríela árið 1989 og rak ásamt dóttur sinni. Þá var hún ráðgjafi hjá SÁÁ á Vogi um árbil og virk í góðgerðarmálum. Gunnþórunn og Óli voru til viðtals í Bæjarins besta árið 1991. Þá rifjaði hún upp flutningana til Reykjavíkur, einstæð tveggja barna móður, ræddi samband þeirra Óla og uppbyggingu þeirra fyrirtækja sem þau ráku. „Við stöndum í þessari tröppu núna og stígum í þá næstu þegar við höfum þroska og getu til. Stundum þurftum við að stíga niður aftur. Samt hef ég aldrei skipulagt þessa göngu, ég hef aldrei hugsað sem svo að svona yrði þetta. Þetta bara gerðist,“ sagði Gunnþórunn í viðtalinu. Gunnþórunn ásamt dóttur sinni.Bæjarins besta Óli varð bráðkvaddur í veiðiferð í Norðurá sumarið 1992 en hann var þá aðeins 46 ára. Gunnþórunn tók við rekstri fyrirtækisins Sund við fráfallið. „Hún hafði alla tíð áhuga á málefnum kvenna sem hún gaf sig að og þá sérstaklega börnum og þeirra velferð,“ segir í dánartilkynningu í Morgunblaðinu í dag.
Andlát Ísafjarðarbær Hár og förðun Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira