Sendir annarri konu kröfubréf vegna ummæla um nauðgun Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. desember 2023 19:10 Ingólfur Þórarinsson hafði betur gegn Sindra Þór í meiðyrðamáli eftir að hafa áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Nú hefur Ingólfur stefnt konu vegna sambærilegra ummæla. Vísir/Vilhelm Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent konu kröfubréf vegna ummæla sem hún lét falla um hann á netinu árið 2022. Heimildin greinir frá og hefur eftir lögmanni Ingólfs að ekki sé útilokað að kröfubréfunum fjölgi á hendur fólki sem hafi tjáð sig með meiðandi hætti um tónlistarmanninn. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, sagði í samtali við Heimildina að Ingólfur ætlaði ekki að sitja undir því að vera sakaður um að nauðga konum og beita ofbeldi. Í frétt Heimildarinnar kemur fram að í kröfubréfinu sé farið fram á að ummælin séu leiðrétt eða afturkölluð og beðist afsökunar á þeim. Þá krefji Ingólfur konuna um greiðslu 250 þúsund króna í miskabætur og 150 þúsund króna í lögmannskostnað til viðbótar. Ellegar áskilji hann sér rétt til að fara fram á „fullar miskabætur honum til handa sem og málskostnað“. Ummæli um nauðgun og ofbeldi gegn ungum konum Ummæli konunnar voru samkvæmt Heimildinni svar við öðrum ummælum á samfélagsmiðlum. Þar hafði Ingólfur verið hvattur til dáða með orðunum „Áfram gakk Ingó“ undir frétt af viðbrögðum hans við ásökunum á hendur honum. Konan svaraði þeim ummælum og spurði hvort viðkomandi ætti við „þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Í frétt Heimildarinnar kemur fram að konan sé í erfiðri langtíma krabbameinsmeðferð og treysti sér því ekki til að ræða málið opinberlega að svo stöddu. Afstaða hennar sé þó eindregið að standa með þolendum. Þá hafi hún skrifað ummælin af því hún vildi að þolendur upplifðu stuðning. Það væri hennar eini hvati. Tapaði í héraði en hafði betur í Landsrétti Ingólfur hafði í nóvember síðastliðnum betur í Landsrétti í meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni. Ingólfur tapaði málinu í héraði, áfrýjaði til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn Ingólfi í vil. Ingólfur krafðist þess að fimm ummæli Sindra um sig yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá krafðist hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beindust öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Sindri var sýknaður af öllum kröfum Ingólfs í héraði í maí árið 2022. Í dómi héraðsdóms sagði að Sindri hefði í góðri trú viðhaft ummælin vegna Twitter-þráðs, sem vakti mikla umræðu, þar sem fjöldi fólks lýsti sögum sem það hafði heyrt af Ingólfi í gegn um tíðina. Landsréttur komst að annarri niðurstöðu. Ummæli Sindra Þórs í garð Ingólfs hafi á forkastanlegan hátt gefið til kynna að sá síðarnefndi hafi haft samræði við börn. Með ummælunum hafi verið gefið til kynna að Ingó hafi framið alvarleg kynferðisbrot sem varða refsingu, en ekki átt kynferðislegt samneyti við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján. Sindri vildi meina að hann hafi látið ummæli sín falla í góðri trú, þar sem hann hafði undir höndum frásagnir af meintri hegðun Ingólfs. Landsréttur gat ekki fallist á það. Ummæli Sindra Þórs voru dæmd dauð og ómerk. Sindri Þór var dæmdur til að greiða Ingólfi 900 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta og til að greiða Ingólfi málskostnað, sem naut þó gjafsóknar í málinu. Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómsal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. 2. maí 2022 10:29 Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21 Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, sagði í samtali við Heimildina að Ingólfur ætlaði ekki að sitja undir því að vera sakaður um að nauðga konum og beita ofbeldi. Í frétt Heimildarinnar kemur fram að í kröfubréfinu sé farið fram á að ummælin séu leiðrétt eða afturkölluð og beðist afsökunar á þeim. Þá krefji Ingólfur konuna um greiðslu 250 þúsund króna í miskabætur og 150 þúsund króna í lögmannskostnað til viðbótar. Ellegar áskilji hann sér rétt til að fara fram á „fullar miskabætur honum til handa sem og málskostnað“. Ummæli um nauðgun og ofbeldi gegn ungum konum Ummæli konunnar voru samkvæmt Heimildinni svar við öðrum ummælum á samfélagsmiðlum. Þar hafði Ingólfur verið hvattur til dáða með orðunum „Áfram gakk Ingó“ undir frétt af viðbrögðum hans við ásökunum á hendur honum. Konan svaraði þeim ummælum og spurði hvort viðkomandi ætti við „þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Í frétt Heimildarinnar kemur fram að konan sé í erfiðri langtíma krabbameinsmeðferð og treysti sér því ekki til að ræða málið opinberlega að svo stöddu. Afstaða hennar sé þó eindregið að standa með þolendum. Þá hafi hún skrifað ummælin af því hún vildi að þolendur upplifðu stuðning. Það væri hennar eini hvati. Tapaði í héraði en hafði betur í Landsrétti Ingólfur hafði í nóvember síðastliðnum betur í Landsrétti í meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni. Ingólfur tapaði málinu í héraði, áfrýjaði til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn Ingólfi í vil. Ingólfur krafðist þess að fimm ummæli Sindra um sig yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá krafðist hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beindust öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Sindri var sýknaður af öllum kröfum Ingólfs í héraði í maí árið 2022. Í dómi héraðsdóms sagði að Sindri hefði í góðri trú viðhaft ummælin vegna Twitter-þráðs, sem vakti mikla umræðu, þar sem fjöldi fólks lýsti sögum sem það hafði heyrt af Ingólfi í gegn um tíðina. Landsréttur komst að annarri niðurstöðu. Ummæli Sindra Þórs í garð Ingólfs hafi á forkastanlegan hátt gefið til kynna að sá síðarnefndi hafi haft samræði við börn. Með ummælunum hafi verið gefið til kynna að Ingó hafi framið alvarleg kynferðisbrot sem varða refsingu, en ekki átt kynferðislegt samneyti við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján. Sindri vildi meina að hann hafi látið ummæli sín falla í góðri trú, þar sem hann hafði undir höndum frásagnir af meintri hegðun Ingólfs. Landsréttur gat ekki fallist á það. Ummæli Sindra Þórs voru dæmd dauð og ómerk. Sindri Þór var dæmdur til að greiða Ingólfi 900 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta og til að greiða Ingólfi málskostnað, sem naut þó gjafsóknar í málinu.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómsal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. 2. maí 2022 10:29 Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21 Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómsal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. 2. maí 2022 10:29
Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21
Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03