Játaði að hafa logið til að taka skellinn í héraðsdómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2023 15:51 Sakborningar huldu höfuð sín við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Vísir/Vilhelm Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rangan framburð fyrir dómi í umfangsmiklu fíkniefnamáli árið 2019. Með því reyndi hann að taka á sig sök í málinu. Þrír karlmenn voru sakfelldir í fíkniefnamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Einn hlaut sjö ára fangelsisdóm og hinir tveir fengu sex ára dóm. Dómar þeirra voru mildaðir í Landsrétti árið 2020. Þar hlaut einn þeirra sex ára dóm en hinir tveir fimm. Þremenningarnir neituðu allir sök og gagnrýndu rannsókn lögreglu á málinu. Þeir játuðu þó allir að hafa verið á vettvangi þegar lögreglan stöðvaði amfetamínframleiðslu. Eftir að ákæra í málinu var gefin út steig maðurinn, sem nú er ákærður fyrir að bera ljúgvitni, fram og hélt því fram að hann hafi átt fíkniefnin og sjálfur framleitt þau úr amfetamínbasa. Hann lýsti tildrögum þess að hann ákvað að hefja framleiðslu, leiðinni að sumarhúsinu og framleiðslu efnanna. Framburður hans tók nokkrum breytingum fyrir dómi og sagðist vitnið meðal annars hafa ratað í Borgarnes með því að nota Google Maps en þaðan hafi hann keyrt hjálparlaust. Hann hafði þó lýst því fyrir lögreglu að hann notaði forritið alla leið. Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa slegið heimilisfangið inn í símann sinn ef verið væri að fylgjast með honum. Þá gat hann ekki lýst framleiðsluferli amfetamínsins nákvæmlega og sagðist hann meðal annars hafa notað kaffipoka til að ná vökva úr efninu en undirþrýstingsdæla var nauðsynleg til að ná vökvanum úr svo miklu magni. Vitnisburður hans af aðstæðum í sumarhúsinu og framleiðsluferli efnisins breyttust einnig fyrir dómi. Þá kvaðst hann hafa fengið lánaðan búnað til framleiðslunnar hjá pólskum félaga sínum en sá búnaður fannst á heimili hans við húsleit. Honum voru einnig sýndir tveir kaffipokar fyrir dómi sem fundust í sumarhúsinu og á þeim voru handskrifaðir útreikningar. Vitnið gat ekki staðfest það hvort hann hefði ritað á annan pokann og gat hann heldur ekki útskýrt útreikningana. Gögn um notkun á greiðslukorti vitnisins benda einnig til þess að hann hafi verið á ferðinni þann 7. júní og ber vitnisburður hans um framleiðslustig efnisins ekki heim og saman við ástand þess þegar lögreglu bar að garði en þá átti aðeins eftir að þurrka efnið. Var því ekki tekið mark á framburði hans fyrir dómi og fór svo að hann var ákærður fyrir að bera ljúgvitni. Hann játaði brott sitt fyrir dómi og var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þrír karlmenn voru sakfelldir í fíkniefnamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Einn hlaut sjö ára fangelsisdóm og hinir tveir fengu sex ára dóm. Dómar þeirra voru mildaðir í Landsrétti árið 2020. Þar hlaut einn þeirra sex ára dóm en hinir tveir fimm. Þremenningarnir neituðu allir sök og gagnrýndu rannsókn lögreglu á málinu. Þeir játuðu þó allir að hafa verið á vettvangi þegar lögreglan stöðvaði amfetamínframleiðslu. Eftir að ákæra í málinu var gefin út steig maðurinn, sem nú er ákærður fyrir að bera ljúgvitni, fram og hélt því fram að hann hafi átt fíkniefnin og sjálfur framleitt þau úr amfetamínbasa. Hann lýsti tildrögum þess að hann ákvað að hefja framleiðslu, leiðinni að sumarhúsinu og framleiðslu efnanna. Framburður hans tók nokkrum breytingum fyrir dómi og sagðist vitnið meðal annars hafa ratað í Borgarnes með því að nota Google Maps en þaðan hafi hann keyrt hjálparlaust. Hann hafði þó lýst því fyrir lögreglu að hann notaði forritið alla leið. Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa slegið heimilisfangið inn í símann sinn ef verið væri að fylgjast með honum. Þá gat hann ekki lýst framleiðsluferli amfetamínsins nákvæmlega og sagðist hann meðal annars hafa notað kaffipoka til að ná vökva úr efninu en undirþrýstingsdæla var nauðsynleg til að ná vökvanum úr svo miklu magni. Vitnisburður hans af aðstæðum í sumarhúsinu og framleiðsluferli efnisins breyttust einnig fyrir dómi. Þá kvaðst hann hafa fengið lánaðan búnað til framleiðslunnar hjá pólskum félaga sínum en sá búnaður fannst á heimili hans við húsleit. Honum voru einnig sýndir tveir kaffipokar fyrir dómi sem fundust í sumarhúsinu og á þeim voru handskrifaðir útreikningar. Vitnið gat ekki staðfest það hvort hann hefði ritað á annan pokann og gat hann heldur ekki útskýrt útreikningana. Gögn um notkun á greiðslukorti vitnisins benda einnig til þess að hann hafi verið á ferðinni þann 7. júní og ber vitnisburður hans um framleiðslustig efnisins ekki heim og saman við ástand þess þegar lögreglu bar að garði en þá átti aðeins eftir að þurrka efnið. Var því ekki tekið mark á framburði hans fyrir dómi og fór svo að hann var ákærður fyrir að bera ljúgvitni. Hann játaði brott sitt fyrir dómi og var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira