Reiði og piparúðabrúsar á mótmælum við bandaríska sendiráðið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2023 19:46 Frá mótmælunum í dag. Nærri þrjú hundruð manns boðuðu mætingu sína á Facebook-viðburði fundarins. Vísir/Hjalti Fundargestir reiddust mikið á mótmælum félagsins Ísland-Palestína við sendiráð Bandaríkjanna við Engjateig í Reykjavík seinnipartinn í dag. Á myndskeiði sjást lögreglumenn beina brúsum af piparúða í átt að mótmælendum. Að sögn sjónarvottar hrópuðu lögreglumenn „Gas! Gas!“ meðan þeir héldu uppi brúsunum. Í myndskeiði sem fréttastofa hefur undir höndum sjást lögreglumenn beina piparúðabrúsum í átt að mótmælendum. Grindverk hafði fallið um koll og mótmælendur og lögregla toguðu í það á milli sín. Mótmælin fóru fram síðdegis í dag. Yfirskrift þeirra var „Bandaríkin stöðvið barnamorðin á Gasa“. Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur og Najlaa Attaallah Palestínumaður fluttu ræður á fundinum. Gerðu tilraun til að koma bréfi til Biden Lögregla gaf engar upplýsingar um atvikið en fréttastofa náði tali af Sveini Rúnari Haukssyni lækni og heiðursborgara í Palestínu. Sveinn var á mótmælunum. Hann segir að eftir ræður fundarins hafi hann lagt til að koma ályktun, bréfi til Joe Biden Bandaríkjaforseta, á framfæri með því að koma því inn í sendiráðið. Bréfið snerist einkum um það að Bandaríkin hafi beitt neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés Gasa. Sveinn segir að lögreglumenn hafi stöðvað mótmælendur sem reyndu að koma bréfinu inn í sendiráðið. Meðan á því stóð hafi fólk safnast saman að grindunum sem skilja mótmælendur og lögreglu að og hrópað. Munaði millisekúndu Þá náði Vísir tali af Margréti Kristínu Blöndal tónlistarkonu en hún hefur verið áberandi í samstöðuhreyfingu Íslendinga með Palestínu. Hún segir að viðstöddum hafi hitnað í hamsi eftir að fjórtán ára palestínskur piltur fór með tilfinningaríkt erindi á fundinum. Eftir að afhenda átti áðurnefnt bréf hafi segir Margrét að pilturinn farið inn fyrir grindverk við sendiráðið haldandi á palestínska fánanum og lögregla brugðist við með því að taka harkalega á honum. „Þeir eru sem sagt að taka á barninu. Og þá varð talsvert mikil reiði meðal fundargesta yfir framgöngu lögreglunnar. Eðlilega,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Í framhaldinu hafi lögreglan tekið upp piparúðabrúsa og hrópað „Gas! Gas!“. „Ég held þeir hafi ekki látið vaða í neinn. En það var millisekúnda í það,“ segir Margrét. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Í myndskeiði sem fréttastofa hefur undir höndum sjást lögreglumenn beina piparúðabrúsum í átt að mótmælendum. Grindverk hafði fallið um koll og mótmælendur og lögregla toguðu í það á milli sín. Mótmælin fóru fram síðdegis í dag. Yfirskrift þeirra var „Bandaríkin stöðvið barnamorðin á Gasa“. Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur og Najlaa Attaallah Palestínumaður fluttu ræður á fundinum. Gerðu tilraun til að koma bréfi til Biden Lögregla gaf engar upplýsingar um atvikið en fréttastofa náði tali af Sveini Rúnari Haukssyni lækni og heiðursborgara í Palestínu. Sveinn var á mótmælunum. Hann segir að eftir ræður fundarins hafi hann lagt til að koma ályktun, bréfi til Joe Biden Bandaríkjaforseta, á framfæri með því að koma því inn í sendiráðið. Bréfið snerist einkum um það að Bandaríkin hafi beitt neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés Gasa. Sveinn segir að lögreglumenn hafi stöðvað mótmælendur sem reyndu að koma bréfinu inn í sendiráðið. Meðan á því stóð hafi fólk safnast saman að grindunum sem skilja mótmælendur og lögreglu að og hrópað. Munaði millisekúndu Þá náði Vísir tali af Margréti Kristínu Blöndal tónlistarkonu en hún hefur verið áberandi í samstöðuhreyfingu Íslendinga með Palestínu. Hún segir að viðstöddum hafi hitnað í hamsi eftir að fjórtán ára palestínskur piltur fór með tilfinningaríkt erindi á fundinum. Eftir að afhenda átti áðurnefnt bréf hafi segir Margrét að pilturinn farið inn fyrir grindverk við sendiráðið haldandi á palestínska fánanum og lögregla brugðist við með því að taka harkalega á honum. „Þeir eru sem sagt að taka á barninu. Og þá varð talsvert mikil reiði meðal fundargesta yfir framgöngu lögreglunnar. Eðlilega,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Í framhaldinu hafi lögreglan tekið upp piparúðabrúsa og hrópað „Gas! Gas!“. „Ég held þeir hafi ekki látið vaða í neinn. En það var millisekúnda í það,“ segir Margrét.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira