Reiði og piparúðabrúsar á mótmælum við bandaríska sendiráðið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2023 19:46 Frá mótmælunum í dag. Nærri þrjú hundruð manns boðuðu mætingu sína á Facebook-viðburði fundarins. Vísir/Hjalti Fundargestir reiddust mikið á mótmælum félagsins Ísland-Palestína við sendiráð Bandaríkjanna við Engjateig í Reykjavík seinnipartinn í dag. Á myndskeiði sjást lögreglumenn beina brúsum af piparúða í átt að mótmælendum. Að sögn sjónarvottar hrópuðu lögreglumenn „Gas! Gas!“ meðan þeir héldu uppi brúsunum. Í myndskeiði sem fréttastofa hefur undir höndum sjást lögreglumenn beina piparúðabrúsum í átt að mótmælendum. Grindverk hafði fallið um koll og mótmælendur og lögregla toguðu í það á milli sín. Mótmælin fóru fram síðdegis í dag. Yfirskrift þeirra var „Bandaríkin stöðvið barnamorðin á Gasa“. Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur og Najlaa Attaallah Palestínumaður fluttu ræður á fundinum. Gerðu tilraun til að koma bréfi til Biden Lögregla gaf engar upplýsingar um atvikið en fréttastofa náði tali af Sveini Rúnari Haukssyni lækni og heiðursborgara í Palestínu. Sveinn var á mótmælunum. Hann segir að eftir ræður fundarins hafi hann lagt til að koma ályktun, bréfi til Joe Biden Bandaríkjaforseta, á framfæri með því að koma því inn í sendiráðið. Bréfið snerist einkum um það að Bandaríkin hafi beitt neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés Gasa. Sveinn segir að lögreglumenn hafi stöðvað mótmælendur sem reyndu að koma bréfinu inn í sendiráðið. Meðan á því stóð hafi fólk safnast saman að grindunum sem skilja mótmælendur og lögreglu að og hrópað. Munaði millisekúndu Þá náði Vísir tali af Margréti Kristínu Blöndal tónlistarkonu en hún hefur verið áberandi í samstöðuhreyfingu Íslendinga með Palestínu. Hún segir að viðstöddum hafi hitnað í hamsi eftir að fjórtán ára palestínskur piltur fór með tilfinningaríkt erindi á fundinum. Eftir að afhenda átti áðurnefnt bréf hafi segir Margrét að pilturinn farið inn fyrir grindverk við sendiráðið haldandi á palestínska fánanum og lögregla brugðist við með því að taka harkalega á honum. „Þeir eru sem sagt að taka á barninu. Og þá varð talsvert mikil reiði meðal fundargesta yfir framgöngu lögreglunnar. Eðlilega,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Í framhaldinu hafi lögreglan tekið upp piparúðabrúsa og hrópað „Gas! Gas!“. „Ég held þeir hafi ekki látið vaða í neinn. En það var millisekúnda í það,“ segir Margrét. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Í myndskeiði sem fréttastofa hefur undir höndum sjást lögreglumenn beina piparúðabrúsum í átt að mótmælendum. Grindverk hafði fallið um koll og mótmælendur og lögregla toguðu í það á milli sín. Mótmælin fóru fram síðdegis í dag. Yfirskrift þeirra var „Bandaríkin stöðvið barnamorðin á Gasa“. Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur og Najlaa Attaallah Palestínumaður fluttu ræður á fundinum. Gerðu tilraun til að koma bréfi til Biden Lögregla gaf engar upplýsingar um atvikið en fréttastofa náði tali af Sveini Rúnari Haukssyni lækni og heiðursborgara í Palestínu. Sveinn var á mótmælunum. Hann segir að eftir ræður fundarins hafi hann lagt til að koma ályktun, bréfi til Joe Biden Bandaríkjaforseta, á framfæri með því að koma því inn í sendiráðið. Bréfið snerist einkum um það að Bandaríkin hafi beitt neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés Gasa. Sveinn segir að lögreglumenn hafi stöðvað mótmælendur sem reyndu að koma bréfinu inn í sendiráðið. Meðan á því stóð hafi fólk safnast saman að grindunum sem skilja mótmælendur og lögreglu að og hrópað. Munaði millisekúndu Þá náði Vísir tali af Margréti Kristínu Blöndal tónlistarkonu en hún hefur verið áberandi í samstöðuhreyfingu Íslendinga með Palestínu. Hún segir að viðstöddum hafi hitnað í hamsi eftir að fjórtán ára palestínskur piltur fór með tilfinningaríkt erindi á fundinum. Eftir að afhenda átti áðurnefnt bréf hafi segir Margrét að pilturinn farið inn fyrir grindverk við sendiráðið haldandi á palestínska fánanum og lögregla brugðist við með því að taka harkalega á honum. „Þeir eru sem sagt að taka á barninu. Og þá varð talsvert mikil reiði meðal fundargesta yfir framgöngu lögreglunnar. Eðlilega,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Í framhaldinu hafi lögreglan tekið upp piparúðabrúsa og hrópað „Gas! Gas!“. „Ég held þeir hafi ekki látið vaða í neinn. En það var millisekúnda í það,“ segir Margrét.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira