Flugumferðarstjórar sagðir fara fram á fjórðungshækkun Árni Sæberg skrifar 13. desember 2023 07:57 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir Kröfur Félags flugumferðarstjóra í yfirstandandi kjaradeilu við Isavia og Samtök atvinnulífsins eru sagðar fela í sér launahækkun upp á 25 prósent. Það gerir um 350 þúsund króna hækkun ef miðað er við meðallaun flugumferðarstjóra. Frá þessu greinir Morgunblaðið, með vísan til heimilda þess. Þar segir að hvorki Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, né Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hafi viljað staðfesta kröfugerð flugumferðarstjóra. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands eru flugumferðarstjórar með regluleg meðalheildarlaun upp á 1,4 milljónir króna. Fjórðungshækkun á meðallaun flugumferðarstjóra gerir því um 350 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum. Kjaradeila flugumferðarstjóra og Isavia virðist vera í miklum hnút. Samningafundi lauk um fimmleytið í gær án árangurs og nýr fundur boðaður klukkan 14 á morgun hjá Ríkissáttasemjara. Því er ljóst að boðuð vinnustöðvun hefst klukkan 04 í nótt og stendur til klukkan 10 á morgun. Bæði flugfélög skoða réttarstöðu sína Ljóst er að verkfall flugumferðarstjóra hefur víðtæk áhrif og hvergi meiri en á starfsemi íslensku alþjóðaflugfélaganna tveggja, Icelandair og Play. Þeir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, og Birgir Jónsson, forstjóri Play, sögðu báðir að félögin muni skoða það hvort þau geti sótt bætur til Isavia vegna verkfallsins. Þá sagði Birgir í gær furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og að hann telji að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52 Furðuleg og ósanngjörn staða Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra sem hafa valdið félögunum miklu tjóni. Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar verkfallið skall á í nótt. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. 12. desember 2023 12:53 Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið, með vísan til heimilda þess. Þar segir að hvorki Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, né Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hafi viljað staðfesta kröfugerð flugumferðarstjóra. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands eru flugumferðarstjórar með regluleg meðalheildarlaun upp á 1,4 milljónir króna. Fjórðungshækkun á meðallaun flugumferðarstjóra gerir því um 350 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum. Kjaradeila flugumferðarstjóra og Isavia virðist vera í miklum hnút. Samningafundi lauk um fimmleytið í gær án árangurs og nýr fundur boðaður klukkan 14 á morgun hjá Ríkissáttasemjara. Því er ljóst að boðuð vinnustöðvun hefst klukkan 04 í nótt og stendur til klukkan 10 á morgun. Bæði flugfélög skoða réttarstöðu sína Ljóst er að verkfall flugumferðarstjóra hefur víðtæk áhrif og hvergi meiri en á starfsemi íslensku alþjóðaflugfélaganna tveggja, Icelandair og Play. Þeir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, og Birgir Jónsson, forstjóri Play, sögðu báðir að félögin muni skoða það hvort þau geti sótt bætur til Isavia vegna verkfallsins. Þá sagði Birgir í gær furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og að hann telji að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52 Furðuleg og ósanngjörn staða Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra sem hafa valdið félögunum miklu tjóni. Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar verkfallið skall á í nótt. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. 12. desember 2023 12:53 Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52
Furðuleg og ósanngjörn staða Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra sem hafa valdið félögunum miklu tjóni. Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar verkfallið skall á í nótt. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. 12. desember 2023 12:53
Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10