Færir íslensku þjóðinni góðar fréttir Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson skrifa 14. desember 2023 07:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Vísir/Getty Innan við mánuður er til stefnu þar til íslenska landsliðið hefur leik á EM í handbolta í Þýskalandi. Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar sér að verða klár í slaginn þar. Gísli sem leikið hefur lykilhlutverk í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er einn besti handboltamaður heims, fór úr axlarlið í leik með þýska liðinu Magdeburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í júní fyrr á þessu ári. Gísli spilaði samt sem áður sjálfan úrslitaleikinn degi síðar og átti stórleik þegar Magdeburg varð Evrópumeistari en í kjölfarið var svo ákveðið að hann færi í aðgerð á öxl. Undanfarna mánuði hefur hann því verið í endurhæfingu og er nú kominn á þann stað að vera mættur aftur á leikskýrslu með Magdeburg og spyr íslenska þjóðin því að því þessa dagana hvort að Gísli verði klár með Íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar? „Ég geri 100 prósent ráð fyrir því að vera með á EM í janúar,“ segir Gísli í samtali við Vísi. „Það er ekkert annað en það sem kemur til greina. Þetta er það sem ég hef verið að stefna að í rauninni. Að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vera með í janúar og leggja mitt af mörkum fyrir Ísland. Þetta verður allt að halda áfram á sömu braut og ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, að fá þessa leikæfingu sem ég þarf og verða heill aftur.“ Gísli segir það ekki valda vinnuveitendum hans hjá Magdeburg áhyggjum að hann stefni ótrauður á EM eftir að hafa verið svo langan tíma meiddur. Þeir sjái jákvæðu hliðina á því að Gísli verði með landsliðinu á EM. „Viðmótið hjá þeim er í raun þannig að ég er heill og það amar ekkert að öxlinni þá taka þeir því bara vel að ég verði enn þá öflugri og í kringum handboltann allan tímann á EM. Þeir væru heldur ekki að fara láta mig spila ef að þeir væru með einhverja slæma tilfinningu um að eitthvað myndi gerast. Það hefur því ekki verið neitt vesen af hálfu Magdeburgar varðandi það að ég ætli mér á EM með íslenska landsliðinu. Það mun bara hjálpa þeim líka að ég komi í góðu standi til baka.“ Þessi öflugi leikmaður einblínir nú á að taka næstu vikur fram að stórmóti, með trompi hjá Magdeburg „Númer eitt, tvö og þrjú núna er að fá góða tilfinningu handboltalega séð. Fá þessar mínútur innan vallar og vera kominn í frábært stand fyrir EM. Að maður sé ekkert að pæla í því hvort maður sé heill eða ekki í janúar. Sé kominn á sama stað og aðrir og að mér verði enginn afsláttur gefinn. Mitt markmið er að taka þessar næstu vikur með Magdeburg af fullum krafti og vonandi mun ég ekki þurfa að svara fyrir öxlina mína í janúar. Þá yrði sá kafli búinn og næsta skref yrði svo að hjálpa Íslandi að komast upp úr riðlinum á EM. Taka EM með stæl.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
Gísli sem leikið hefur lykilhlutverk í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er einn besti handboltamaður heims, fór úr axlarlið í leik með þýska liðinu Magdeburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í júní fyrr á þessu ári. Gísli spilaði samt sem áður sjálfan úrslitaleikinn degi síðar og átti stórleik þegar Magdeburg varð Evrópumeistari en í kjölfarið var svo ákveðið að hann færi í aðgerð á öxl. Undanfarna mánuði hefur hann því verið í endurhæfingu og er nú kominn á þann stað að vera mættur aftur á leikskýrslu með Magdeburg og spyr íslenska þjóðin því að því þessa dagana hvort að Gísli verði klár með Íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar? „Ég geri 100 prósent ráð fyrir því að vera með á EM í janúar,“ segir Gísli í samtali við Vísi. „Það er ekkert annað en það sem kemur til greina. Þetta er það sem ég hef verið að stefna að í rauninni. Að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vera með í janúar og leggja mitt af mörkum fyrir Ísland. Þetta verður allt að halda áfram á sömu braut og ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, að fá þessa leikæfingu sem ég þarf og verða heill aftur.“ Gísli segir það ekki valda vinnuveitendum hans hjá Magdeburg áhyggjum að hann stefni ótrauður á EM eftir að hafa verið svo langan tíma meiddur. Þeir sjái jákvæðu hliðina á því að Gísli verði með landsliðinu á EM. „Viðmótið hjá þeim er í raun þannig að ég er heill og það amar ekkert að öxlinni þá taka þeir því bara vel að ég verði enn þá öflugri og í kringum handboltann allan tímann á EM. Þeir væru heldur ekki að fara láta mig spila ef að þeir væru með einhverja slæma tilfinningu um að eitthvað myndi gerast. Það hefur því ekki verið neitt vesen af hálfu Magdeburgar varðandi það að ég ætli mér á EM með íslenska landsliðinu. Það mun bara hjálpa þeim líka að ég komi í góðu standi til baka.“ Þessi öflugi leikmaður einblínir nú á að taka næstu vikur fram að stórmóti, með trompi hjá Magdeburg „Númer eitt, tvö og þrjú núna er að fá góða tilfinningu handboltalega séð. Fá þessar mínútur innan vallar og vera kominn í frábært stand fyrir EM. Að maður sé ekkert að pæla í því hvort maður sé heill eða ekki í janúar. Sé kominn á sama stað og aðrir og að mér verði enginn afsláttur gefinn. Mitt markmið er að taka þessar næstu vikur með Magdeburg af fullum krafti og vonandi mun ég ekki þurfa að svara fyrir öxlina mína í janúar. Þá yrði sá kafli búinn og næsta skref yrði svo að hjálpa Íslandi að komast upp úr riðlinum á EM. Taka EM með stæl.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira