„Okkar að halda áfram að taka skref fram á við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. desember 2023 23:31 Arnar Pétursson er þjálfari íslenska landsliðsins. Visir/EPA Arnar Pétursson þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik var ánægður með sigurinn gegn Kongó í kvöld þegar Ísland tryggði sér Forsetabikarinn. Hann sagði breiddina í íslenska landsliðinu hafa aukist og segir reynsluna sem liðið fékk vera dýrmæta. Ísland vann í kvöld sigur á Kongó í úrslitaleik um Forsetabikarinn á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Ísland vann þar sinn fjórða leik í röð eftir að hafa naumlega misst af sæti í milliriðli mótsins. „Þetta var erfiður leikur, sá tíundi á tuttugu dögum og bar þess svolítið merki. Mér fannst og var að vona að við værum að ná góðum tökum á leiknum í upphafi en þær koma til baka grimmar og voru erfiðar í 55 mínútur. Ég er ánægður með svörunina því þetta er búið að vera langt og strangt hjá okkur,“ sagði Arnar í samtali við blaðamann Vísis nú í kvöld. Ísland byrjaði af miklum krafti í leiknum kvöld og náði fjögurra marka forskoti sem leikmenn Kongó náðu þó að vinna upp fyrir hlé. Betchaïdelle Ngombele var íslenska liðinu mjög erfið en hún fór fyrir liði Kongó í kvöld. „Þetta er mjög öflugur leikmaður. Hún er komin til liðs Krim í Slóveníu sem leikur í Meistaradeildinni. Leikmaður sem er að vaxa og er mjög öflug.“ „Hefðum getað verið heppnari með riðil“ Arnar sagði að lítið hefði verið eftir á tanknum hjá íslenska liðinu. Liðið var eins og áður segir að leika sinn tíunda leik á tuttugu dögum en fyrir heimsmeistaramótið lék liðið þrjá leiki á æfingamóti í Noregi. „Ég er ánægður með hvernig við klárum þessar síðustu mínútur og klárum þó þennan titil sem er svolítið skemmtilegt að vinna. Bikar er alltaf bikar. Við fáum helling út úr þessu, þetta var úrslitaleikur og hjálpar okkur inn í framhaldið eins og allt þetta mót. Við fáum fullt af svörum. Við eigum að geta tekið skref fram á við með það sem við fáum út úr þessu móti.“ Hann sagði mikilvægt að hafa klárað mótið á þennan hátt, vinna síðustu leikina og úrslitaleikinn í dag. „Við erum að klára á jákvæðan hátt. Þetta er fyrsta heimsmeistaramótið sem við förum á í tólf ár. Bara að koma og kynnast þessu og taka þátt og spila leiki. Við lendum í mjög sterkum riðli og hefðum getað verið heppnari þar. Við erum að spila þar við mjög sterkar þjóðir með mikla reynslu á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Það eitt og sér er mjög mikilvægt. Við förum í úrslitaleik gegn Angóla þar sem við náðum ekki sigri. Við spiluðum vel, náðum jafntefli og það hjálpar okkur mjög mikið.“ Arnar segir að leikmenn sem ekki séu með mikla landsliðsreynslu hafi stimplað sig vel inn í liðið á mótinu.Vísir/EPA „Í framhaldinu förum við í þennan Forsetabikar og það eru alls konar tilfinningar sem þarf að eiga við þar. Það þarf að rífa sig upp eftir vonbrigði og við erum að spila við lið þar sem við eigum að vera sterkari. Út úr því fáum við ákveðinn lærdóm. Nú er það okkar að nýta það eins og hægt er og þannig að við höldum áfram að taka skref fram á við. Ég er sannfærður um að við gerum það.“ Ísland var án leikmanna á heimsmeistaramótinu sem hafa leikið stórt hlutverk hjá Arnari síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari. Rut Jónsdóttir á von á barni og gat ekki leikið með líkt og Steinunn Björnsdóttir. Birna Berg Haraldsdóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir meiddust fyrir mót og þá eru leikmenn eins og Lovísa Thompson og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sömuleiðis frá vegna meiðsla. Arnar er sammála því að tekist hafa að auka breidd íslenska landsliðsins á þessu móti. „Þetta er eitt af því sem ég er gríðarlega ánægður með. Hérna er ég með 18 leikmenn sem hafa verið að taka þátt og skila sínu. Þetta eykur breiddina og ég er ánægður með hópinn. Það reynir á að vera saman í þrjár vikur en hópurinn er frábær, jákvæður og flottur í gegnum þetta allt. Við erum að auka breiddina, fá inn stelpur sem hafa ekki mikla reynslu sem eru klárlega búnar að stimpla sig verulega vel inn.“ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Ísland vann í kvöld sigur á Kongó í úrslitaleik um Forsetabikarinn á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Ísland vann þar sinn fjórða leik í röð eftir að hafa naumlega misst af sæti í milliriðli mótsins. „Þetta var erfiður leikur, sá tíundi á tuttugu dögum og bar þess svolítið merki. Mér fannst og var að vona að við værum að ná góðum tökum á leiknum í upphafi en þær koma til baka grimmar og voru erfiðar í 55 mínútur. Ég er ánægður með svörunina því þetta er búið að vera langt og strangt hjá okkur,“ sagði Arnar í samtali við blaðamann Vísis nú í kvöld. Ísland byrjaði af miklum krafti í leiknum kvöld og náði fjögurra marka forskoti sem leikmenn Kongó náðu þó að vinna upp fyrir hlé. Betchaïdelle Ngombele var íslenska liðinu mjög erfið en hún fór fyrir liði Kongó í kvöld. „Þetta er mjög öflugur leikmaður. Hún er komin til liðs Krim í Slóveníu sem leikur í Meistaradeildinni. Leikmaður sem er að vaxa og er mjög öflug.“ „Hefðum getað verið heppnari með riðil“ Arnar sagði að lítið hefði verið eftir á tanknum hjá íslenska liðinu. Liðið var eins og áður segir að leika sinn tíunda leik á tuttugu dögum en fyrir heimsmeistaramótið lék liðið þrjá leiki á æfingamóti í Noregi. „Ég er ánægður með hvernig við klárum þessar síðustu mínútur og klárum þó þennan titil sem er svolítið skemmtilegt að vinna. Bikar er alltaf bikar. Við fáum helling út úr þessu, þetta var úrslitaleikur og hjálpar okkur inn í framhaldið eins og allt þetta mót. Við fáum fullt af svörum. Við eigum að geta tekið skref fram á við með það sem við fáum út úr þessu móti.“ Hann sagði mikilvægt að hafa klárað mótið á þennan hátt, vinna síðustu leikina og úrslitaleikinn í dag. „Við erum að klára á jákvæðan hátt. Þetta er fyrsta heimsmeistaramótið sem við förum á í tólf ár. Bara að koma og kynnast þessu og taka þátt og spila leiki. Við lendum í mjög sterkum riðli og hefðum getað verið heppnari þar. Við erum að spila þar við mjög sterkar þjóðir með mikla reynslu á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Það eitt og sér er mjög mikilvægt. Við förum í úrslitaleik gegn Angóla þar sem við náðum ekki sigri. Við spiluðum vel, náðum jafntefli og það hjálpar okkur mjög mikið.“ Arnar segir að leikmenn sem ekki séu með mikla landsliðsreynslu hafi stimplað sig vel inn í liðið á mótinu.Vísir/EPA „Í framhaldinu förum við í þennan Forsetabikar og það eru alls konar tilfinningar sem þarf að eiga við þar. Það þarf að rífa sig upp eftir vonbrigði og við erum að spila við lið þar sem við eigum að vera sterkari. Út úr því fáum við ákveðinn lærdóm. Nú er það okkar að nýta það eins og hægt er og þannig að við höldum áfram að taka skref fram á við. Ég er sannfærður um að við gerum það.“ Ísland var án leikmanna á heimsmeistaramótinu sem hafa leikið stórt hlutverk hjá Arnari síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari. Rut Jónsdóttir á von á barni og gat ekki leikið með líkt og Steinunn Björnsdóttir. Birna Berg Haraldsdóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir meiddust fyrir mót og þá eru leikmenn eins og Lovísa Thompson og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sömuleiðis frá vegna meiðsla. Arnar er sammála því að tekist hafa að auka breidd íslenska landsliðsins á þessu móti. „Þetta er eitt af því sem ég er gríðarlega ánægður með. Hérna er ég með 18 leikmenn sem hafa verið að taka þátt og skila sínu. Þetta eykur breiddina og ég er ánægður með hópinn. Það reynir á að vera saman í þrjár vikur en hópurinn er frábær, jákvæður og flottur í gegnum þetta allt. Við erum að auka breiddina, fá inn stelpur sem hafa ekki mikla reynslu sem eru klárlega búnar að stimpla sig verulega vel inn.“
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira