Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 þennan föstudaginn. Við bjóðum upp á virkilega fjölbreytta dagskrá.
Stöð 2 Sport
- Klukkan 19.00 er viðureign Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í körfubolta á dagskrá.
- Klukkan 21.20 er Körfuboltakvöld á dagskrá.
Stöð 2 Sport 2
- Klukkan 19.35 tekur Genoa á móti Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Albert Guðmundsson er leikmaður Genoa.
Vodafone Sport
- Klukkan 18.55 er HM í pílukasti á dagskrá.
- Klukkan 00.05 er leikur New York Rangers og Anaheim Ducks í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.
Stöð 2 ESport
- Klukkan 08.30 hefst upphitun fyrir leiki dagsins í BLAST Premier. Klukkan 09.00 eru fyrri fjórðungsúrslit á dagskrá og klukkan 12.00 eru þau síðari á dagskrá.