„Mér mun ekki líða vel fyrr en þau eru komin frá Gasa“ Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2023 14:26 Mahmoud með hjólin og við sjónvarpið sem hann getur ekki tekið augun af. Vísir/Ívar Fannar Palestínskur faðir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu vill að meira sér gert til að koma fjölskyldu hans frá Gasa. Hann á fjögur börn og eiginkonu þar. Fjölskyldusameiningar frá Palestínu hafa verið í forgangi frá því í október sem þýðir að það fara fram fyrir aðra í röðinni. Mahmoud hefur verið á Íslandi frá því árið 2021 og fékk samþykkta fjölskyldusameiningu fyrir fjölskyldu sína fyrir um mánuði síðan. Hann á eiginkonu og fjögur börn á Gasa. Áður en hann fór bjuggu þau saman í Khan Younis borginni á Gasa. Fjölskyldan þurfti nýlega að yfirgefa heimili þeirra í eftir að sprengjum rigndi yfir svæðið. Þau halda nú til í flóttamannabúðum við Rafah og bíða þess að komast út. Frá upphafi októbermánaðar hefur Útlendingastofnun gefið út um 100 dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar. Frá upphafi árs eru þau 150. Af þeim 100 sem hafa fengið leyfi frá upphafi október hefur enginn enn komist til landsins. Flestir eru enn fastir inn á Gasa og hefur gengið erfiðlega að koma þeim yfir til Egyptalands en dvalarleyfin hafa verið send til sendiráðs í Kaíró. Þar vinna hjálparsamtök að því að koma fólkinu í gegnum landamærin við Rafah hafa þangað til um helgina verið einu opnu landamærin frá Gasa svæðinu. „Ég er þakklátur fyrir allt það sem íslensk yfirvöld eru að gera. Fyrir að hjálpa okkur og samþykka fjölskyldusameininguna. En ég vil biðla til utanríkisráðherra að vinna hraðar að því að ná fjölskyldu minni út. Ástandið þarna er hræðilegt. Það er ekkert vatn, enginn matur og ekkert samband. Það eru loftárásir á öllu Gasa svæðinu.“ Mahmoud segir að hann fylgist vel með og hafi séð að önnur lönd eins og Belgía, Svíþjóð og Ástralía hafi náð að koma fólki til landsins frá Palestínu. Mikið hefur verið fjallað um það í erlendum miðlum síðustu vikur að erfiðlega gangi að koma fólki yfir landamærin. Sama hvaðan fólk er. Elsta barn Mahmoud er tólf ára og það yngsta fimm ára. Hann segir erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu komin með dvalarleyfi en komist ekki út. Þau bíða eftir því í flóttamannabúðum í Rafah. Börnin áður en átökin brutust út í október. Mahmoud vonar að hann fái að sjá börnin sín aftur. Aðsend „Þau voru fyrst í Khan Younis en svo var allt eyðilagt þar og þá flúðu þau til Rafah. Þau halda til í skóla í flóttamannabúðum þar. Þau eiga bókstaflega engan mat. Abdalnasser spurði um mat í gær og mamma hans gat ekkert eldað nema hrísgrjón. Hrísgrjón með engu öðru fyrir öll börnin,“ segir Mahmoud miður sín. Mahmoud er búinn að með eitt íslenskunámskeið og ætlaði að halda áfram en hefur ekki getað einbeitt sér að því frá því að stríðið hófst. Hann hefur undanfarið varið tíma sínum í að laga hjól sem hann fékk gefins. Þegar hann er ekki að því situr hann fastur fyrir framan sjónvarpið. Hann segir lífið hreinlega hafa stöðvast í byrjun október og hann komi litlu í verk. „Ég vann sem vélvirki hér áður og kann því að laga hjól. Þetta eru hjól sem ég hef fengið gefins frá Íslendingum. Ég er búin að laga þau öll fyrir börnin mín,“ segir hann og að auk þess hafi hann lagað hjól fyrir eiginkonu sína. „Ég vona að við getum notað þau öll þegar þau koma hingað.“ Börn Mahmouds. Lengst frá vinstri eru Mai tólf ára, Miar ellefu ára, Mohammed fimm ára og svo Abdalnasser níu ára. Á myndinni sitja þau á rústum heimilis þeirra í Khan Younis.Aðsend Hann talaði síðast við fjölskylduna á fimmtudag og segist áhyggjufullur. Það hafi verið loftárásir þar sem þau voru sama dag. „Ég er mjög hræddur en ég vona, og vona, að ég fái að sjá þau öll aftur.“ Hvernig líður þér? „Ég er með ást í hjartanu en mér líður ekki eins og ég sé á lífi. Þetta er allt mjög raunverulegt og ég vil bara að þessu sé lokið. Mér líður hræðilega og mér mun ekki líða vel fyrr en þau eru komin frá Gasa. Þegar þeim líður vel þá mun mér líða vel.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Harðar árásir á Khan Younis í nótt Ísraelski herinn hefur í nótt sett enn meiri kraft í árásir sínar á borgina Khan Younis á Gasa svæðinu, sem er næst stærsta þéttbýlið á svæðinu. 15. desember 2023 06:57 Segir það ekki þjóna hagsmunum Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi Utanríkisráðherra segir það ekki þjóna hagsmunum neins, og ekki heldur Palestínu, að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Ráðherrann flutti munnlega skýrslu um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs á Alþingi fyrir hádegi. 14. desember 2023 12:46 Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Mahmoud hefur verið á Íslandi frá því árið 2021 og fékk samþykkta fjölskyldusameiningu fyrir fjölskyldu sína fyrir um mánuði síðan. Hann á eiginkonu og fjögur börn á Gasa. Áður en hann fór bjuggu þau saman í Khan Younis borginni á Gasa. Fjölskyldan þurfti nýlega að yfirgefa heimili þeirra í eftir að sprengjum rigndi yfir svæðið. Þau halda nú til í flóttamannabúðum við Rafah og bíða þess að komast út. Frá upphafi októbermánaðar hefur Útlendingastofnun gefið út um 100 dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar. Frá upphafi árs eru þau 150. Af þeim 100 sem hafa fengið leyfi frá upphafi október hefur enginn enn komist til landsins. Flestir eru enn fastir inn á Gasa og hefur gengið erfiðlega að koma þeim yfir til Egyptalands en dvalarleyfin hafa verið send til sendiráðs í Kaíró. Þar vinna hjálparsamtök að því að koma fólkinu í gegnum landamærin við Rafah hafa þangað til um helgina verið einu opnu landamærin frá Gasa svæðinu. „Ég er þakklátur fyrir allt það sem íslensk yfirvöld eru að gera. Fyrir að hjálpa okkur og samþykka fjölskyldusameininguna. En ég vil biðla til utanríkisráðherra að vinna hraðar að því að ná fjölskyldu minni út. Ástandið þarna er hræðilegt. Það er ekkert vatn, enginn matur og ekkert samband. Það eru loftárásir á öllu Gasa svæðinu.“ Mahmoud segir að hann fylgist vel með og hafi séð að önnur lönd eins og Belgía, Svíþjóð og Ástralía hafi náð að koma fólki til landsins frá Palestínu. Mikið hefur verið fjallað um það í erlendum miðlum síðustu vikur að erfiðlega gangi að koma fólki yfir landamærin. Sama hvaðan fólk er. Elsta barn Mahmoud er tólf ára og það yngsta fimm ára. Hann segir erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu komin með dvalarleyfi en komist ekki út. Þau bíða eftir því í flóttamannabúðum í Rafah. Börnin áður en átökin brutust út í október. Mahmoud vonar að hann fái að sjá börnin sín aftur. Aðsend „Þau voru fyrst í Khan Younis en svo var allt eyðilagt þar og þá flúðu þau til Rafah. Þau halda til í skóla í flóttamannabúðum þar. Þau eiga bókstaflega engan mat. Abdalnasser spurði um mat í gær og mamma hans gat ekkert eldað nema hrísgrjón. Hrísgrjón með engu öðru fyrir öll börnin,“ segir Mahmoud miður sín. Mahmoud er búinn að með eitt íslenskunámskeið og ætlaði að halda áfram en hefur ekki getað einbeitt sér að því frá því að stríðið hófst. Hann hefur undanfarið varið tíma sínum í að laga hjól sem hann fékk gefins. Þegar hann er ekki að því situr hann fastur fyrir framan sjónvarpið. Hann segir lífið hreinlega hafa stöðvast í byrjun október og hann komi litlu í verk. „Ég vann sem vélvirki hér áður og kann því að laga hjól. Þetta eru hjól sem ég hef fengið gefins frá Íslendingum. Ég er búin að laga þau öll fyrir börnin mín,“ segir hann og að auk þess hafi hann lagað hjól fyrir eiginkonu sína. „Ég vona að við getum notað þau öll þegar þau koma hingað.“ Börn Mahmouds. Lengst frá vinstri eru Mai tólf ára, Miar ellefu ára, Mohammed fimm ára og svo Abdalnasser níu ára. Á myndinni sitja þau á rústum heimilis þeirra í Khan Younis.Aðsend Hann talaði síðast við fjölskylduna á fimmtudag og segist áhyggjufullur. Það hafi verið loftárásir þar sem þau voru sama dag. „Ég er mjög hræddur en ég vona, og vona, að ég fái að sjá þau öll aftur.“ Hvernig líður þér? „Ég er með ást í hjartanu en mér líður ekki eins og ég sé á lífi. Þetta er allt mjög raunverulegt og ég vil bara að þessu sé lokið. Mér líður hræðilega og mér mun ekki líða vel fyrr en þau eru komin frá Gasa. Þegar þeim líður vel þá mun mér líða vel.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Harðar árásir á Khan Younis í nótt Ísraelski herinn hefur í nótt sett enn meiri kraft í árásir sínar á borgina Khan Younis á Gasa svæðinu, sem er næst stærsta þéttbýlið á svæðinu. 15. desember 2023 06:57 Segir það ekki þjóna hagsmunum Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi Utanríkisráðherra segir það ekki þjóna hagsmunum neins, og ekki heldur Palestínu, að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Ráðherrann flutti munnlega skýrslu um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs á Alþingi fyrir hádegi. 14. desember 2023 12:46 Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Harðar árásir á Khan Younis í nótt Ísraelski herinn hefur í nótt sett enn meiri kraft í árásir sínar á borgina Khan Younis á Gasa svæðinu, sem er næst stærsta þéttbýlið á svæðinu. 15. desember 2023 06:57
Segir það ekki þjóna hagsmunum Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi Utanríkisráðherra segir það ekki þjóna hagsmunum neins, og ekki heldur Palestínu, að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Ráðherrann flutti munnlega skýrslu um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs á Alþingi fyrir hádegi. 14. desember 2023 12:46
Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46