Tók 1,4 milljónir út af stolnum greiðslukortum Árni Sæberg skrifar 16. desember 2023 10:57 Héraðsdómur Reykjavíkur leitt til mikils og óútskýrðs dráttar á máli mannsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir að taka 1,4 milljónir króna út af stolnum greiðslukortum árið 2017. í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 11. desember síðastliðinn, segir að maðurinn hafi tekið reiðufé út úr hraðbönkum í alls 13 skipti á nokkurra mánaða tímabili árið 2017, ýmist einn eða í félagi við aðra. Lægsta upphæðin sem hann hafi náð út af stöku korti væri fimmtíu þúsund krónur en sú hæsta 300 þúsund krónur. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa en hann naut ekki aðstoðar verjanda í málinu. Með vísan til játningar mannsins var málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og talið sannað. Við ákvörðun refsingar var litið til þess, til þyngingar, að maðurinn væri sakfæddur fyrir fjölmörg auðgunarbrot eða tilraun til auðgunarbrota, sem velflest voru framin í félagi við aðra. Hins vegar segir að til mildunar hafi horft til mildunar refsingar að maðurinn hafi ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað. Þá sé langt liðið frá brotum hans og málið hafi verið í rannsókn lögreglu í óhóflega langan tíma en ekki verði annað séð en að rannsókn málsins hafi lokið á árinu 2018. Þá hafi verið gefin út ákæra á hendur samverkamönnum mannsins í nóvember árið 2020 og máli lokið gagnvart þeim með dómi héraðsdóms Reykjavíkur í desember árið 2021. Engin skýring sé á drætti þessum og manninum verðu ekki um hann kennt. Með vísan til þess var maðurinn dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Þá var einkaréttarkrafa upp á 85 þúsund krónur samþykkt en engan sakarkostnað leiddi af málinu. Efnahagsbrot Reykjavík Dómsmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 11. desember síðastliðinn, segir að maðurinn hafi tekið reiðufé út úr hraðbönkum í alls 13 skipti á nokkurra mánaða tímabili árið 2017, ýmist einn eða í félagi við aðra. Lægsta upphæðin sem hann hafi náð út af stöku korti væri fimmtíu þúsund krónur en sú hæsta 300 þúsund krónur. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa en hann naut ekki aðstoðar verjanda í málinu. Með vísan til játningar mannsins var málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og talið sannað. Við ákvörðun refsingar var litið til þess, til þyngingar, að maðurinn væri sakfæddur fyrir fjölmörg auðgunarbrot eða tilraun til auðgunarbrota, sem velflest voru framin í félagi við aðra. Hins vegar segir að til mildunar hafi horft til mildunar refsingar að maðurinn hafi ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað. Þá sé langt liðið frá brotum hans og málið hafi verið í rannsókn lögreglu í óhóflega langan tíma en ekki verði annað séð en að rannsókn málsins hafi lokið á árinu 2018. Þá hafi verið gefin út ákæra á hendur samverkamönnum mannsins í nóvember árið 2020 og máli lokið gagnvart þeim með dómi héraðsdóms Reykjavíkur í desember árið 2021. Engin skýring sé á drætti þessum og manninum verðu ekki um hann kennt. Með vísan til þess var maðurinn dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Þá var einkaréttarkrafa upp á 85 þúsund krónur samþykkt en engan sakarkostnað leiddi af málinu.
Efnahagsbrot Reykjavík Dómsmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira