„Sorgmædd yfir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2023 19:01 Heimir Snær Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Vísir/Ívar Breiðablik tilkynnti í gær um niðurlögn kvennaliðs félagsins í körfubolta og hefur það því lokið keppni í Subway-deild kvenna. Formaður körfuknattleiksdeildar segir stöðuna sorglega en er þess fullviss að félagið rísi upp á ný. Fjórir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Blika á síðustu dögum. Anna Soffía Lárusdóttir samdi við Hauka í síðasta landsleikjahléi og þær Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Einarsdóttir og Brooklyn Panell fengu samningi sínum rift í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis hafa Haukar sett sig í samband við þær allar þrjár. Aðeins fimm leikmenn standa eftir í meistaraflokkshópi liðsins og tilraunir til að fá aðra leikmenn í staðinn hafa gengið brösuglega. Heimir Snær Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, segir ákvörðun stjórnar ekki langt í frá léttvæga. „Líðanin er ekki góð. Við erum búin að hugsa mikið um þetta og funda mikið. Þó að tilkynningin hafi komið eftir þennan síðasta leik þá vissum við af þessu með þessa þrjá leikmenn sem tilkynntu síðast að þær væru að segja upp samningi. Við erum búin að funda mikið og niðurstaðan er þessi. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og við erum satt að segja sorgmædd yfir þessu,“ segir Heimir og bætir við: „Þetta er niðurstaðan. Við erum bara með of fáa leikmenn. Við reyndum að fá leikmenn til Breiðabliks, stelpur sem voru hættar eða í fyrstu deild. En við fórum ekki að tala við unga leikmenn, við viljum bara að þær séu að þroskast á þeim stöðum sem þær eru. En það gekk ekki eftir.“ Leikmenn með í ákvörðuninni Samráð hafi þá verið haft við bæði leikmenn og þjálfara við ákvörðunina. „Þeir leikmenn sem voru eftir, voru með í þessari ákvörðun. Það var haft fullt samráð við þær sem voru eftir, rætt við þær og þjálfarann. Þannig að niðurstaðan var þessi en okkur þykir hún mjög leiðinleg en mögulega óumflýjanleg.“ Klippa: Erum sorgmædd yfir þessu Það hefur gerst oftar en einu sinni undanfarin ár að kvennalið leggi niður starfsemi eða neiti sæti í efstu deild. Vandamálið einskorðist ekki við Breiðablik. „Það eru mörg lið í vandræðum með að manna æfingahópa. Ég held að það sé vandamál sem hreyfingin þarf að skoða en við í Breiðablik getum bara hugsað um okkur og hvað við ætlum að gera.“ segir Heimir. Vonast til að meistaraflokkur spili aftur eftir tvö ár En hvert er framhald meistaraflokksstarfs Blika? „Án allrar ábyrgðar held ég að það verði ekki á næsta ári en mér finnst það líklegt á þarnæsta ári. Við þurfum svolítið að meta það, að þegar við förum af stað aftur, að stelpurnar okkar séu tilbúnar í það verkefni. Þetta er ekki óskastaða sem við erum í. Niðurstaðan er þessi, sorgleg og leiðinleg, en við munum koma upp aftur.“ segir Heimir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Sjá meira
Fjórir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Blika á síðustu dögum. Anna Soffía Lárusdóttir samdi við Hauka í síðasta landsleikjahléi og þær Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Einarsdóttir og Brooklyn Panell fengu samningi sínum rift í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis hafa Haukar sett sig í samband við þær allar þrjár. Aðeins fimm leikmenn standa eftir í meistaraflokkshópi liðsins og tilraunir til að fá aðra leikmenn í staðinn hafa gengið brösuglega. Heimir Snær Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, segir ákvörðun stjórnar ekki langt í frá léttvæga. „Líðanin er ekki góð. Við erum búin að hugsa mikið um þetta og funda mikið. Þó að tilkynningin hafi komið eftir þennan síðasta leik þá vissum við af þessu með þessa þrjá leikmenn sem tilkynntu síðast að þær væru að segja upp samningi. Við erum búin að funda mikið og niðurstaðan er þessi. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og við erum satt að segja sorgmædd yfir þessu,“ segir Heimir og bætir við: „Þetta er niðurstaðan. Við erum bara með of fáa leikmenn. Við reyndum að fá leikmenn til Breiðabliks, stelpur sem voru hættar eða í fyrstu deild. En við fórum ekki að tala við unga leikmenn, við viljum bara að þær séu að þroskast á þeim stöðum sem þær eru. En það gekk ekki eftir.“ Leikmenn með í ákvörðuninni Samráð hafi þá verið haft við bæði leikmenn og þjálfara við ákvörðunina. „Þeir leikmenn sem voru eftir, voru með í þessari ákvörðun. Það var haft fullt samráð við þær sem voru eftir, rætt við þær og þjálfarann. Þannig að niðurstaðan var þessi en okkur þykir hún mjög leiðinleg en mögulega óumflýjanleg.“ Klippa: Erum sorgmædd yfir þessu Það hefur gerst oftar en einu sinni undanfarin ár að kvennalið leggi niður starfsemi eða neiti sæti í efstu deild. Vandamálið einskorðist ekki við Breiðablik. „Það eru mörg lið í vandræðum með að manna æfingahópa. Ég held að það sé vandamál sem hreyfingin þarf að skoða en við í Breiðablik getum bara hugsað um okkur og hvað við ætlum að gera.“ segir Heimir. Vonast til að meistaraflokkur spili aftur eftir tvö ár En hvert er framhald meistaraflokksstarfs Blika? „Án allrar ábyrgðar held ég að það verði ekki á næsta ári en mér finnst það líklegt á þarnæsta ári. Við þurfum svolítið að meta það, að þegar við förum af stað aftur, að stelpurnar okkar séu tilbúnar í það verkefni. Þetta er ekki óskastaða sem við erum í. Niðurstaðan er þessi, sorgleg og leiðinleg, en við munum koma upp aftur.“ segir Heimir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Sjá meira