Berghlaup á Grænlandi gæti hafa valdið 280 metra hárri flóðbylgju Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2023 07:57 Myndin sýnir sex kílómetra breitt og eittþúsund metra hátt belti berghlaupsins. Kristian Svennevig/GEUS Berghlaup sem varð við vesturströnd Grænlands við lok síðustu ísaldar er það stærsta sinnar tegundar sem vitað er um á jörðinni. Vísindamönnum reiknast til að það gæti hafa valdið 280 metra hárri flóðbylgju í 25 kílómetra fjarlægð. Grein um berghlaupið birtist í bandaríska vísindaritinu Geology í síðustu viku en að henni stendur alþjóðlegt rannsóknarteymi níu vísindamanna. Aðalhöfundurinn, jarðfræðingurinn Kristian Svennevig, er yfirmaður hjá GEUS í Kaupmannahöfn, Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands. Berghlaupið varð fyrir um tíu þúsund árum á norðurströnd Diskó-eyjar. Risastór bergfyllan féll út í Vaigat-sund milli eyjunnar og meginlands Grænlands. Í viðtali á heimasíðu GEUS við Kristian Svennevig kemur fram að vísindamennirnir hafi fundið ummerki um níu stór berghlaup á svæðinu. Þessi skýringarmynd birtist með vísindagreininni í Geology og sýnir hvar berghlaupið stóra varð. „Greining okkar sýnir að það stærsta er 8,4 rúmkílómetrar að stærð, sem er algjörlega óskiljanlegt. Það er meira en eitthundrað sinnum stærra en þau berghlaup sem við höfum séð á síðustu hundrað árum og alls ekki eitthvað sem við áttum von á að finna,“ segir Kristian í viðtalinu. Þar segir að berghlaupið sé líklega það stærsta sem valdið hafi flóðbylgju sem vitað sé um á jörðinni, að frátöldum þeim sem verða á eldfjöllum. Útreikningar sýni að það gæti hafa framkallað allt að 280 metra háa flóðbylgju í 25 kílómetra fjarlægð. Skriðan barst fimmtán kílómetra út í sjó. Þessi skriða féll árið 2021 á sömu slóðum á Grænlandi og sýnir vel aðstæður.Gregor Lützenberg/Kaupmannahafnarháskóli Til samanburðar má geta þess að Öskjuhlíð er 61 metra há og Úlfarsfell er 296 metra hátt. Flóðbylgja af þessari stærð hefði þannig náð hærra en öll byggð á Reykjavíkursvæðinu. Þetta svæði á Diskó-eyju er ekki fjarri Karrat-firði þar sem mannskætt berghlaup varð árið 2017. Þá fórust fjórir einstaklingar þegar flóðbylgja skall á þorpunum Uummannaq og Nuugaatsiaq og 170 manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Flóðbylgja sópaði með sér öllu lauslegu þegar hún gekk á land í Nuugaatsiaq í júní árið 2017. Hluti úr fjallshlíð hrundi út í fjörð og olli flóðbylgjunni. Fjórir fórust.Vísir/EPA „Til að skilja framtíðina verðum við að horfa aftur í tímann,“ segir Kristian Svennevig. Með væntanlegri hækkun hitastigs á norðurslóðum í tengslum við loftslagsbreytingar verði að gera ráð fyrir að skriðuföllum muni fjölga. Þess vegna verði að líta enn lengra aftur í tímann til að skilja hvað geti gerst í framtíðinni þar sem loftslagsaðstæður eigi sér engin sögulegt fordæmi, segir Kristian. Berghlaup kallast það þegar stórar fjallssneiðar falla niður en þau finnast víða hérlendis. Þau stærstu og þekktustu eru Vatnsdalshólar og Hraun í Öxnadal. Danmörk Vísindi Norðurslóðir Loftslagsmál Grænland Tengdar fréttir Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Sjá meira
Grein um berghlaupið birtist í bandaríska vísindaritinu Geology í síðustu viku en að henni stendur alþjóðlegt rannsóknarteymi níu vísindamanna. Aðalhöfundurinn, jarðfræðingurinn Kristian Svennevig, er yfirmaður hjá GEUS í Kaupmannahöfn, Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands. Berghlaupið varð fyrir um tíu þúsund árum á norðurströnd Diskó-eyjar. Risastór bergfyllan féll út í Vaigat-sund milli eyjunnar og meginlands Grænlands. Í viðtali á heimasíðu GEUS við Kristian Svennevig kemur fram að vísindamennirnir hafi fundið ummerki um níu stór berghlaup á svæðinu. Þessi skýringarmynd birtist með vísindagreininni í Geology og sýnir hvar berghlaupið stóra varð. „Greining okkar sýnir að það stærsta er 8,4 rúmkílómetrar að stærð, sem er algjörlega óskiljanlegt. Það er meira en eitthundrað sinnum stærra en þau berghlaup sem við höfum séð á síðustu hundrað árum og alls ekki eitthvað sem við áttum von á að finna,“ segir Kristian í viðtalinu. Þar segir að berghlaupið sé líklega það stærsta sem valdið hafi flóðbylgju sem vitað sé um á jörðinni, að frátöldum þeim sem verða á eldfjöllum. Útreikningar sýni að það gæti hafa framkallað allt að 280 metra háa flóðbylgju í 25 kílómetra fjarlægð. Skriðan barst fimmtán kílómetra út í sjó. Þessi skriða féll árið 2021 á sömu slóðum á Grænlandi og sýnir vel aðstæður.Gregor Lützenberg/Kaupmannahafnarháskóli Til samanburðar má geta þess að Öskjuhlíð er 61 metra há og Úlfarsfell er 296 metra hátt. Flóðbylgja af þessari stærð hefði þannig náð hærra en öll byggð á Reykjavíkursvæðinu. Þetta svæði á Diskó-eyju er ekki fjarri Karrat-firði þar sem mannskætt berghlaup varð árið 2017. Þá fórust fjórir einstaklingar þegar flóðbylgja skall á þorpunum Uummannaq og Nuugaatsiaq og 170 manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Flóðbylgja sópaði með sér öllu lauslegu þegar hún gekk á land í Nuugaatsiaq í júní árið 2017. Hluti úr fjallshlíð hrundi út í fjörð og olli flóðbylgjunni. Fjórir fórust.Vísir/EPA „Til að skilja framtíðina verðum við að horfa aftur í tímann,“ segir Kristian Svennevig. Með væntanlegri hækkun hitastigs á norðurslóðum í tengslum við loftslagsbreytingar verði að gera ráð fyrir að skriðuföllum muni fjölga. Þess vegna verði að líta enn lengra aftur í tímann til að skilja hvað geti gerst í framtíðinni þar sem loftslagsaðstæður eigi sér engin sögulegt fordæmi, segir Kristian. Berghlaup kallast það þegar stórar fjallssneiðar falla niður en þau finnast víða hérlendis. Þau stærstu og þekktustu eru Vatnsdalshólar og Hraun í Öxnadal.
Danmörk Vísindi Norðurslóðir Loftslagsmál Grænland Tengdar fréttir Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Sjá meira
Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25
Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00
Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21
Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23