Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach og voru það lærisveinar hans sem fóru með sigur af hólmi í þessum Íslendingaslag að þessu sinni. Viggó Kristjánsson fór mikinn í liði Leipzig og skoraði sjö mörk en það dugði ekki til.
Gestirnir í Gummersbach leiddu nær allan leikinn og náðu upp sex marka forskoti í tvígang í seinni hálfleik. Þann mun náðu heimamenn ekki að brúa og gestirnir fögnuðu að lokum þriggja marga sigri, lokatölur 32-35. Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach.
Með sigrinum mjakar Gummersbach sér nær toppliðunum og Evrópusæti, en liðið er með 18 stig í 6. sæti. Leipzig er í því 9. með 15.