Þakklát íslensku þjóðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. desember 2023 16:09 Asil missti fótinn í árasinni aðeins sautján ára gömul. Vísir/Samsett Asil J. Suleiman Almassri sem missti fótinn og stóran hluta fjölskyldunnar í ísraelskum loftárásum á Gasasvæðinu hefur verið veittur íslenskur ríkisborgarréttur. Það var gert á þingfundi í gær þar sem nítján öðrum einstaklingum, margir hverjir frá stríðshrjáðum löndum, var einnig veittur ríkisborgarréttur. Bróðir Asilar heitir Suleiman Almassri og hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Bjóst ekki við þessu „Við erum svo ánægð. Ég hringdi í Asil í gær. Hún er svo glöð og hún bjóst ekki við þessu. Hana langar að koma hingað og byrja að læra íslensku og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Hún er svo þakklát fyrir Alþingi, fólkið á Íslandi og ríkisstjórnina fyrir að styðja hana og hjálpa henni,“ segir Suleiman bróðir hennar í samtali við fréttamann. Fyrir tveimur mánuðum síðar varð heimili fjölskyldunnar í Al-Fukhari-þorpi fyrir ísraelskri eldflaug. Foreldrar hans báðir og önnur systra hans voru drepin af ísraelska hernum í árásinni. Hana lifðu þó af Asil og tvö börn eldri systurinnar sem lést. Asil er í Egyptalandi sem stendur en á langt ferðalag fram undan til Belgíu þar sem eftir áramót muni bróðir hennar sækja hana og koma með til Íslands. Framundan er langt bataferli. Á engan að í Gasa Suleiman segir Asil vera að búa sig undir nýtt líf þar sem hún getur byrjað aftur í skóla og verið örugg. Hann segir ekkert bíða hennar í Gasa þar sem þau eiga engan þar að lengur. Þau viti heldur ekki hvort hægt verði að endurbyggja heimili þeirra í Al-Fukhari að stríðinu loknu. „Ástandið er henni mjög erfitt. Hún er ung, ekki nema sautján ára, þannig hún getur ekki séð um sig sjálfa. Ástandið í Gasa er mjög erfitt núna. Sérstaklega spítalarnir og hún þarf á aðhlynningu að halda,“ segir Suleiman. Fluggáfuð og langar í háskóla Gert er ráð fyrir því að hin sautján ára Asil muni gera sér leið til Belgíu á næstunni og þaðan fara þau systkinin til Íslands í lok desember eða byrjun janúar. Það sé mikil pappírsvinna að koma henni úr Egyptalandi en að ferlið sé hafið og gangi smurt fyrir sig. „Hana langar að vera eins og hver annar, örugga og byrja að læra. Hún er fluggáfuð og stendur sig vel í skóla. Hún talar betri ensku en ég. Hana langar að byrja að læra íslensku og byrja í háskólanum,“ segir Suleiman og undirstrikar að Asil langi að læra góða íslensku sem fyrst svo hún geti farið í háskólann hér á landi. „Hana langar að koma og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Öllum sem studdu við hana á samfélagsmiðlum, í fréttunum og öllum á Alþingi sem studdu við hana og gáfu henni ríkisborgararétt,“ segir Suleiman að lokum. Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Það var gert á þingfundi í gær þar sem nítján öðrum einstaklingum, margir hverjir frá stríðshrjáðum löndum, var einnig veittur ríkisborgarréttur. Bróðir Asilar heitir Suleiman Almassri og hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Bjóst ekki við þessu „Við erum svo ánægð. Ég hringdi í Asil í gær. Hún er svo glöð og hún bjóst ekki við þessu. Hana langar að koma hingað og byrja að læra íslensku og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Hún er svo þakklát fyrir Alþingi, fólkið á Íslandi og ríkisstjórnina fyrir að styðja hana og hjálpa henni,“ segir Suleiman bróðir hennar í samtali við fréttamann. Fyrir tveimur mánuðum síðar varð heimili fjölskyldunnar í Al-Fukhari-þorpi fyrir ísraelskri eldflaug. Foreldrar hans báðir og önnur systra hans voru drepin af ísraelska hernum í árásinni. Hana lifðu þó af Asil og tvö börn eldri systurinnar sem lést. Asil er í Egyptalandi sem stendur en á langt ferðalag fram undan til Belgíu þar sem eftir áramót muni bróðir hennar sækja hana og koma með til Íslands. Framundan er langt bataferli. Á engan að í Gasa Suleiman segir Asil vera að búa sig undir nýtt líf þar sem hún getur byrjað aftur í skóla og verið örugg. Hann segir ekkert bíða hennar í Gasa þar sem þau eiga engan þar að lengur. Þau viti heldur ekki hvort hægt verði að endurbyggja heimili þeirra í Al-Fukhari að stríðinu loknu. „Ástandið er henni mjög erfitt. Hún er ung, ekki nema sautján ára, þannig hún getur ekki séð um sig sjálfa. Ástandið í Gasa er mjög erfitt núna. Sérstaklega spítalarnir og hún þarf á aðhlynningu að halda,“ segir Suleiman. Fluggáfuð og langar í háskóla Gert er ráð fyrir því að hin sautján ára Asil muni gera sér leið til Belgíu á næstunni og þaðan fara þau systkinin til Íslands í lok desember eða byrjun janúar. Það sé mikil pappírsvinna að koma henni úr Egyptalandi en að ferlið sé hafið og gangi smurt fyrir sig. „Hana langar að vera eins og hver annar, örugga og byrja að læra. Hún er fluggáfuð og stendur sig vel í skóla. Hún talar betri ensku en ég. Hana langar að byrja að læra íslensku og byrja í háskólanum,“ segir Suleiman og undirstrikar að Asil langi að læra góða íslensku sem fyrst svo hún geti farið í háskólann hér á landi. „Hana langar að koma og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Öllum sem studdu við hana á samfélagsmiðlum, í fréttunum og öllum á Alþingi sem studdu við hana og gáfu henni ríkisborgararétt,“ segir Suleiman að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira