Frakkar heimsmeistarar og silfur til Þóris og Noregs Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 19:44 Leikmenn franska liðsins fagna heimsmeistaratitlinum í leikslok. Vísir/EPA Frakkar urðu í dag heimsmeistarar kvenna í handknattleik í þriðja sinn eftir þriggja marka sigur á Noregi í úrslitaleik. Frakkar voru eina ósigraða lið mótsins fyrir úrslitaleikinn í dag en franska liðið lagði það norska í milliriðlunum. Almennt var talið að þjóðirnar væru með tvö bestu lið mótsins og því búist við spennandi úrslitaleik. Noregur byrjaði betur í dag og leiddi 8-6 í upphafi leiks. Lykilmaður norska liðsins Henny Reistad, sem glímdi við veikindi, byrjaði leikinn en settist á bekkinn um miðjan fyrri hálfleikinn. Þá tók franska liðið við sér og náði forystunni. Staðan í hálfleik 20-17 Frökkum í vil. Þórir Hergeirsson gefur fyrirmæli á bekknum í dag.Vísir/EPA Frakkar náðu fjögurra marka forystu í byrjun seinni hálfleiks og norska liðinu voru mislagðar hendur í sóknarleiknum. Katrine Lunde varði vítakast á mikilvægum tímapunkti sem kveikti í Norðmönnum og þeim tókst að minnka muninn í 23-21. Frakkar juku þó muninn á ný og voru fjórum mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir lærimeyjar Þóris Hergeirssonar að brúa. Frakkar unnu að lokum 31-28 ög fögnuðu sínum þriðja heimsmeistaratitli. CHAMPIONNES DU MONDE !! C'EST FAIT !! Les Bleues viennent à bout des Norvégiennes et s'offrent un troisième titre mondial ! Un parcours irréprochable, une équipe soudée et une avalanche d'émotions Merci les BLEUES 31-28 #BleuetFier pic.twitter.com/seWhzvqkEY— Equipes de France de Handball (@FRAHandball) December 17, 2023 Þórir Hergeirsson var að stýra Noregi í sextánda sinn í leik um verðlaun á stórmóti. Noregur hefur unnið níu gullverðlaun undir hans stjórn og átti heimsmeistaratitil að verja en í dag þarf hann að sætta sig við silfrið. Léna Grandveau og Tamara Horacek voru markahæstar í franska liðinu með fimm mörk hvor en Nora Mörk skoraði átta fyrir Noreg og Stina Breidal Oftedal sex. HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Norsku stelpurnar spila um verðlaun í sextánda sinn undir stjórn Þóris Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta inn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í gærkvöldi en norsku stelpurnar unnu þá sjö marka sigur á Hollandi, 30-23, í átta liða úrslitunum. 13. desember 2023 16:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Frakkar voru eina ósigraða lið mótsins fyrir úrslitaleikinn í dag en franska liðið lagði það norska í milliriðlunum. Almennt var talið að þjóðirnar væru með tvö bestu lið mótsins og því búist við spennandi úrslitaleik. Noregur byrjaði betur í dag og leiddi 8-6 í upphafi leiks. Lykilmaður norska liðsins Henny Reistad, sem glímdi við veikindi, byrjaði leikinn en settist á bekkinn um miðjan fyrri hálfleikinn. Þá tók franska liðið við sér og náði forystunni. Staðan í hálfleik 20-17 Frökkum í vil. Þórir Hergeirsson gefur fyrirmæli á bekknum í dag.Vísir/EPA Frakkar náðu fjögurra marka forystu í byrjun seinni hálfleiks og norska liðinu voru mislagðar hendur í sóknarleiknum. Katrine Lunde varði vítakast á mikilvægum tímapunkti sem kveikti í Norðmönnum og þeim tókst að minnka muninn í 23-21. Frakkar juku þó muninn á ný og voru fjórum mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir lærimeyjar Þóris Hergeirssonar að brúa. Frakkar unnu að lokum 31-28 ög fögnuðu sínum þriðja heimsmeistaratitli. CHAMPIONNES DU MONDE !! C'EST FAIT !! Les Bleues viennent à bout des Norvégiennes et s'offrent un troisième titre mondial ! Un parcours irréprochable, une équipe soudée et une avalanche d'émotions Merci les BLEUES 31-28 #BleuetFier pic.twitter.com/seWhzvqkEY— Equipes de France de Handball (@FRAHandball) December 17, 2023 Þórir Hergeirsson var að stýra Noregi í sextánda sinn í leik um verðlaun á stórmóti. Noregur hefur unnið níu gullverðlaun undir hans stjórn og átti heimsmeistaratitil að verja en í dag þarf hann að sætta sig við silfrið. Léna Grandveau og Tamara Horacek voru markahæstar í franska liðinu með fimm mörk hvor en Nora Mörk skoraði átta fyrir Noreg og Stina Breidal Oftedal sex.
HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Norsku stelpurnar spila um verðlaun í sextánda sinn undir stjórn Þóris Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta inn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í gærkvöldi en norsku stelpurnar unnu þá sjö marka sigur á Hollandi, 30-23, í átta liða úrslitunum. 13. desember 2023 16:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Norsku stelpurnar spila um verðlaun í sextánda sinn undir stjórn Þóris Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta inn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í gærkvöldi en norsku stelpurnar unnu þá sjö marka sigur á Hollandi, 30-23, í átta liða úrslitunum. 13. desember 2023 16:00