Davíð seldur til Álasunds Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2023 15:31 Davíð Snær Jóhannsson bætist í hóp Íslendinga sem spilað hafa fyrir Álasund. Hér er hann mættur í búningsklefa félagsins. Aalesund FH-ingar hafa selt einn sinn albesta leikmann á síðustu leiktíð, U21-landsliðsmanninn Davíð Snæ Jóhannsson, til norska knattspyrnufélagsins Álasunds. Davíð skrifaði undir samning við Álasund sem gildir til ársins 2028, en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Álasund leikur í næstefstu deild Noregs á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr úrvalsdeild í síðasta mánuði. Davíð átti frábært tímabil fyrir FH í ár og skoraði sjö mörk og átti sjö stoðsendingar í 23 leikjum, en FH endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar. Davíð Snær seldur til Ålesund FK #TakkDavíð pic.twitter.com/3493KO4shE— FHingar (@fhingar) December 19, 2023 „Davíð er spennandi leikmaður og flottur náungi. Hann er með hungrið, hjartað og góðan karakter sem er mikilvægt bæði innan og utan vallar. Hann hefur unnið sig upp og öðlast reynslu í gegnum U21-landsliðið og með dvöl hjá Lecce á Ítalíu. Það verður gleðilegt að fá Davíð til Álasunds og vinna í því að þróa hann áfram með okkur í AaFK næstu árin,“ sagði Christian Johnsen, þjálfari Álasunds. View this post on Instagram A post shared by AaFK - Aalesunds Fotballklubb (@aalesundsfk) Á heimasíðu félagsins er þess getið að faðir Álasunds, Jóhann Birnir Guðmundsson, hafi einnig spilað í Noregi og Davíð hafi því tengingu við landið nú þegar. Jóhann var leikmaður Lyn. „Ég er fæddur í Osló og við fórum svo til Svíþjóðar þegar ég var eins árs. Ég tala því ágætis sænsku því við bjuggum þar í fimm ár. Í dag á ég erfitt með að skilja norskuna en ég held að það taki ekki langan tíma að laga það,“ sagði Davíð sem kveðst afar spenntur fyrir því að vera genginn til liðs við Álasund. Hann hafi heyrt margt gott um félagið frá öðrum Íslendingum en með liðinu hafa til að mynda spilað þeir Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson, Adam Örn Arnarson og Hólmbert Aron Friðjónsson. Davíð, sem á að baki 45 leiki fyrir yngri landslið Íslands, er uppalinn í Keflavík og hefur spilað 74 leiki í efstu deild hér á landi. Hann var á mála hjá ítalska félaginu Lecce fyrri hluta árs 2022 áður en hann gekk í raðir FH. Norski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
Davíð skrifaði undir samning við Álasund sem gildir til ársins 2028, en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Álasund leikur í næstefstu deild Noregs á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr úrvalsdeild í síðasta mánuði. Davíð átti frábært tímabil fyrir FH í ár og skoraði sjö mörk og átti sjö stoðsendingar í 23 leikjum, en FH endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar. Davíð Snær seldur til Ålesund FK #TakkDavíð pic.twitter.com/3493KO4shE— FHingar (@fhingar) December 19, 2023 „Davíð er spennandi leikmaður og flottur náungi. Hann er með hungrið, hjartað og góðan karakter sem er mikilvægt bæði innan og utan vallar. Hann hefur unnið sig upp og öðlast reynslu í gegnum U21-landsliðið og með dvöl hjá Lecce á Ítalíu. Það verður gleðilegt að fá Davíð til Álasunds og vinna í því að þróa hann áfram með okkur í AaFK næstu árin,“ sagði Christian Johnsen, þjálfari Álasunds. View this post on Instagram A post shared by AaFK - Aalesunds Fotballklubb (@aalesundsfk) Á heimasíðu félagsins er þess getið að faðir Álasunds, Jóhann Birnir Guðmundsson, hafi einnig spilað í Noregi og Davíð hafi því tengingu við landið nú þegar. Jóhann var leikmaður Lyn. „Ég er fæddur í Osló og við fórum svo til Svíþjóðar þegar ég var eins árs. Ég tala því ágætis sænsku því við bjuggum þar í fimm ár. Í dag á ég erfitt með að skilja norskuna en ég held að það taki ekki langan tíma að laga það,“ sagði Davíð sem kveðst afar spenntur fyrir því að vera genginn til liðs við Álasund. Hann hafi heyrt margt gott um félagið frá öðrum Íslendingum en með liðinu hafa til að mynda spilað þeir Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson, Adam Örn Arnarson og Hólmbert Aron Friðjónsson. Davíð, sem á að baki 45 leiki fyrir yngri landslið Íslands, er uppalinn í Keflavík og hefur spilað 74 leiki í efstu deild hér á landi. Hann var á mála hjá ítalska félaginu Lecce fyrri hluta árs 2022 áður en hann gekk í raðir FH.
Norski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira