„Gosið er stórkostlegt og kemur upp í óbyggðum, sennilega á besta stað hvað varðar byggð og mannvirki. Kvikustrókarnir í upphafi gossins eru sennilega þeir fegurstu sem hafa sést á Íslandi í mörg ár,“ segir eldfjallafræðingurinn í nýjum pistli á vulkan.blog.is.
Haraldur hafði reyndar í síðustu viku lýst því mati sínu á stöðunni að ekki myndi gjósa. Taldi kvikuþrýsting eða kvikumagn ekki nægjanlegt til að valda eldgosi. Annað kom á daginn í fyrrakvöld.
Beina útsendingu úr vefmyndavél má sjá að neðan.
„Gosið virðist hafa verið mjög kröftugt í fyrstu, með rennsli á bilinu 100 til 200 rúmmetrar á sekúndu, og jafnvel náð upp í 300 rúmmetra á sekúndu. Þetta er mörgum sinnum meira rennsli en í ánni Thames í Lundúnum,“ segir hann núna.
„En nú er strax byrjað að draga úr goskraftinum og gæti það bent til að gosið verði frekar stutt,“ bætir hann við en segir svo:
„Hagstæð lega gossprungunnar í óbyggðum og mikil fjarlægð frá byggð bendir til að Grindavíkurbær sé ekki í hættu. Nú þegar búið er að tappa af kvikuþrónni með myndarlegu eldgosi í óbyggðum er enn minni hætta í Grindavík og engin ástæða að halda áfram lokun bæjarins,“ segir eldfjallafræðingurinn.
Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði, fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun: