„Þetta er nú bara svona á hverju ári“ Aron Guðmundsson skrifar 21. desember 2023 08:00 Árið hefur fært systkinunum Orra Steini og Emelíu stór tækifæri á sínum leikmannaferlum. Þá hefur faðir þeirra, þjálfarinn Óskar Hrafn, fengið stórt verkefni í Noregi í hendurnar. Vísir/Samsett mynd Það má með sanni segja að Orri Steinn Óskarsson hafi tekið stór skref á sínum fótboltaferli ár árinu sem nú er að líða. Eftir að hafa verið sendur á láni til liðs í næst efstu deild Danmerkur í upphafi árs þá sneri Orri Steinn til baka þaðan í lið FC Kaupmannahafnar, meira reiðubúinn en áður til þess að láta til sín taka. Hann hefur verið viðloðandi aðallið félagsins undanfarna mánuði og gert sig gildandi og hafa frammistaða hans gert það að verkum að á árinu lék hann sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Íslands hönd. „Árið var mjög langt. Það var mikið að gerast, margir leikir. Ég byrja náttúrulega árið á láni í næstefstu deild hjá Sönderjyske. Var þar fram á sumarið og þá var maður einhvern veginn bara að einbeita sér að því að verða betri leikmaður og vera klár fyrir FC Kaupmannahöfn eftir sumarið. Síðan var maður ekkert viss hvort maður væri klár í það en eftir að ég sneri aftur til félagsins snerist þetta bara um að ég gripi mín tækifæri. Myndi halda áfram að bæta mig meira. Ég sýndi í mörgum leikjum að ég gæti spilað með í Meistaradeildinni og spilað stóra rullu í dönsku úrvalsdeildinni. Ég var mjög ánægður með það. Ég er bara mjög ánægður með skrefin sem ég tók með FC Kaupmannahöfn á árinu. Það sama hef ég að segja um skrefin með landsliðinu. Það voru mjög skemmtilegir tímar sem ég upplifði á því sviði, mikill heiður.“ Orri var ekki sá eini úr fjölskyldu sinni sem tók stór skref á sínum ferli á árinu. Systir hans, hin 17 ára gamla Emelía, samdi við Danmerkurmeistara HB Köge núna undir lok árs eftir að hafa látið til sín taka með Kristianstad í Svíþjóð. Þá fékk faðir þeirra, Óskar Hrafn Þorvaldsson, stórt tækifæri og spennandi verkefni í hendurnar er hann var ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Enn fremur stýrði Óskar liðið Breiðabliks, fyrst allra íslenskra karlaliða í riðlakeppni í Evrópu. Þar tók liðið þátt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er nú bara svona á hverju ári. Maður er bara farinn að venjast þessu,“ segir Orri og hlær aðspurður um afrek fjölskyldunnar á árinu sem er að líða. „Emelía er alltaf geggjuð. Pabbi alltaf að gera eitthvað geggjað. Þau eru öll geggjuð. Ég er mjög stoltur af þeim.“ Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Hann hefur verið viðloðandi aðallið félagsins undanfarna mánuði og gert sig gildandi og hafa frammistaða hans gert það að verkum að á árinu lék hann sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Íslands hönd. „Árið var mjög langt. Það var mikið að gerast, margir leikir. Ég byrja náttúrulega árið á láni í næstefstu deild hjá Sönderjyske. Var þar fram á sumarið og þá var maður einhvern veginn bara að einbeita sér að því að verða betri leikmaður og vera klár fyrir FC Kaupmannahöfn eftir sumarið. Síðan var maður ekkert viss hvort maður væri klár í það en eftir að ég sneri aftur til félagsins snerist þetta bara um að ég gripi mín tækifæri. Myndi halda áfram að bæta mig meira. Ég sýndi í mörgum leikjum að ég gæti spilað með í Meistaradeildinni og spilað stóra rullu í dönsku úrvalsdeildinni. Ég var mjög ánægður með það. Ég er bara mjög ánægður með skrefin sem ég tók með FC Kaupmannahöfn á árinu. Það sama hef ég að segja um skrefin með landsliðinu. Það voru mjög skemmtilegir tímar sem ég upplifði á því sviði, mikill heiður.“ Orri var ekki sá eini úr fjölskyldu sinni sem tók stór skref á sínum ferli á árinu. Systir hans, hin 17 ára gamla Emelía, samdi við Danmerkurmeistara HB Köge núna undir lok árs eftir að hafa látið til sín taka með Kristianstad í Svíþjóð. Þá fékk faðir þeirra, Óskar Hrafn Þorvaldsson, stórt tækifæri og spennandi verkefni í hendurnar er hann var ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Enn fremur stýrði Óskar liðið Breiðabliks, fyrst allra íslenskra karlaliða í riðlakeppni í Evrópu. Þar tók liðið þátt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er nú bara svona á hverju ári. Maður er bara farinn að venjast þessu,“ segir Orri og hlær aðspurður um afrek fjölskyldunnar á árinu sem er að líða. „Emelía er alltaf geggjuð. Pabbi alltaf að gera eitthvað geggjað. Þau eru öll geggjuð. Ég er mjög stoltur af þeim.“
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira