„Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2023 18:01 Janus Daði Smárason segir að það sé undir honum sjálfum komið hversu mikið hann fær að spila hjá Pick Szeged. Vísir/Getty Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. Janus gengur til liðs við Pick Szeged frá Evrópumeisturum Magdeburg að yfirstandandi tímabili loknu og segir hann að markmið liðsins sé að komast í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu á næstu árum. Fimm sinnum hefur liðið komist í átta liða úrslit, en aldrei hefur því tekist að koma sér í sjálfa úrslitahelgina. „Ég held að þeir hafi ekki komist þangað lengi, eða bara hvort þeir hafi verið þar yfir höfuð. Mig minnir ekki. En þeir hafa verið nálægt því og eiga að vera þar,“ sagði Janus. „Þetta er búið að vera kannski aðeins erfitt tímabil hjá þeim í ár, en þeir hafa verið alltaf við toppinn í riðlunum í Meistaradeildinni og hafa af og til verið að taka titla heima fyrir í Ungverjalandi af Veszprém, bæði bikar og deild. Þannig að þetta er lið sem á heima í toppbaráttunni í Evrópu.“ „En Meistaradeildin hefur oft sýnt það að það er bara erfitt að komast í Final 4, og hvað þá að vinna. PSG með allan sinn pening og allt það batterí hefur aldrei unnið þó þeir séu búnir að vera að reyna í tíu ár.“ „Planið er að vera mikilvægur“ Næstu mánuði mun Janus vera í mikilli samkeppni um mínútur á vellinum við þá Gísla Þorgeir Kristjánsson og sænska landsliðsmanninn Felix Claar. Aðspurður að því hvernig samkeppnin um stöðuna hjá Pick Szeged mun koma til með að vera segir Janus að stór og öflufgur hópur sé forsenda þess að gera vel á stærsta sviðinu. „Þú þarft auðvitað að hafa marga góða leikmenn til að vera á toppnum í þessu og um leið að einhver meisli detta inn þá þarftu að vera með breiðan hóp.“ „En ég er sóttur þangað til að spila stóra rullu, vera með og reyna að skipta einhverju máli. Hvort ég spili svo vel eða ekki er svo bara undir mér komið. Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum. En planið er að vera mikilvægur.“ Hefur verið heppinn á sínum ferli En hvað er það sem Janus sjálfur telur að hann komið með að borðinu inn í lið eins og Pick Szeged? „Ég er að spila vel núna allavega og núna er verið að sækja náunga sem eru vanir því að vinna. Eru vanir því að vera í klúbbum sem eru að vinna mikið og eru að keppast um þessa mikilvægu leiki.“ „Þar snýst þetta svolítið um svona „mentality“ og ég tel mig geta komið með það að borðinu að ég hef verið heppinn með það á mínum ferli að yfirleitt hef ég verið að keppa um marga titla. Svo er maður líka bara búinn að vera núna í mörg ár að spila á hæsta stigi alþjóðahandboltans.“ „Svo snýst þetta bara um að spila vel og hafa tilfinningu fyrir leiknum. Mér finnst ég góður þar og þá er þetta bara spurning um að koma því frá sér í góðri frammistöðu.“ Getur lengt ferilinn að koma sér frá Þýskalandi Þrátt fyrir að vera ekki búinn að kynna sér ungversku deildina í þaula gerir Janus sér þó grein fyrir því að hún er ekki jafn sterk og sú þýska þar sem hann leikur nú. „Ég skal bara vera alveg hreinskilinn með það að ég er ekki alveg með það á hreinu,“ sagði Janus aðspurður út í styrk ungversku deildarinnar. „Þetta er náttúrulega ekki þýska deildin, langt frá því, og það verða pottþétt margir leikir sem verða ekkert sérstaklega skemmtilegir. En á sama tíma fer þetta töluvert betur með líkamann á manni, líka í þessum leikstíl sem ég spila þar sem maður er mikið að fara í kontakt og fæ alveg að finna fyrir því.“ „Þannig að bara upp á að halda líkamanum heilum og vera ferskur með landsliðinu þá ætti þetta að geta leyft manni að spila auka ár sem atvinnumaður. Ég tek það inn sem stóran plús.“ Janus Daði í leik með íslenska landsliðinu.VÍSIR/VILHELM „Þetta er kannski búið að vera aðeins annað batterí núna þar sem eru nokkur meiðsli að hrjá liðið og það mæðir mikið á. Við erum að spila mjög marga leiki og maður hefur svo sem gott af því að standa aðeins í því og vera að pönkast og það er hellingur sem er hægt að taka út úr því, en til lengri tíma litið þá held ég að það sé nokkuð augljóst að hitt fer betur með líkamann. Þannig að ég spila þangað til ég verð 45 ára,“ grínaðist Janus. Svipað verkefni og hjá Kolstad Þá segir Janus að hann sé að fara í nokkuð svipað verkefni og þegar hann var hjá Kolstad á síðasta tímabili. Þar var lítil fyrirstaða heimafyrir og liðið ætlaði að setja allt sitt púður í að komast langt í Evrópukeppni, þó það hafi að lokum ekki gengið sem skyldi á meðan Janus var á mála hjá liðinu. Janus Daði spilaði fyrir Kolstad á síðasta tímabili. Kolstad Á næsta tímabili verður svo líklega barist við Veszprém um ungverska titilinn, en aðalmarkmiðið verður að gera það gott á stóra sviðinu í Meistaradeildinni. „Ég held að þetta sé klúbbur sem þráir að ná árangri í Evrópu. Þeir hafa oft verið með hörkugott lið og tímabilið 2018-2019 þegar ég var í Álaborg fannst mér þeir spila sinn besta bolta.“ „Þeir hafa verið rosa prófíll, en þeim hefur ekki tekist að taka þessi seinustu skref í Meistaradeildinni,“ sagði Janus að lokum. Þýski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Janus gengur til liðs við Pick Szeged frá Evrópumeisturum Magdeburg að yfirstandandi tímabili loknu og segir hann að markmið liðsins sé að komast í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu á næstu árum. Fimm sinnum hefur liðið komist í átta liða úrslit, en aldrei hefur því tekist að koma sér í sjálfa úrslitahelgina. „Ég held að þeir hafi ekki komist þangað lengi, eða bara hvort þeir hafi verið þar yfir höfuð. Mig minnir ekki. En þeir hafa verið nálægt því og eiga að vera þar,“ sagði Janus. „Þetta er búið að vera kannski aðeins erfitt tímabil hjá þeim í ár, en þeir hafa verið alltaf við toppinn í riðlunum í Meistaradeildinni og hafa af og til verið að taka titla heima fyrir í Ungverjalandi af Veszprém, bæði bikar og deild. Þannig að þetta er lið sem á heima í toppbaráttunni í Evrópu.“ „En Meistaradeildin hefur oft sýnt það að það er bara erfitt að komast í Final 4, og hvað þá að vinna. PSG með allan sinn pening og allt það batterí hefur aldrei unnið þó þeir séu búnir að vera að reyna í tíu ár.“ „Planið er að vera mikilvægur“ Næstu mánuði mun Janus vera í mikilli samkeppni um mínútur á vellinum við þá Gísla Þorgeir Kristjánsson og sænska landsliðsmanninn Felix Claar. Aðspurður að því hvernig samkeppnin um stöðuna hjá Pick Szeged mun koma til með að vera segir Janus að stór og öflufgur hópur sé forsenda þess að gera vel á stærsta sviðinu. „Þú þarft auðvitað að hafa marga góða leikmenn til að vera á toppnum í þessu og um leið að einhver meisli detta inn þá þarftu að vera með breiðan hóp.“ „En ég er sóttur þangað til að spila stóra rullu, vera með og reyna að skipta einhverju máli. Hvort ég spili svo vel eða ekki er svo bara undir mér komið. Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum. En planið er að vera mikilvægur.“ Hefur verið heppinn á sínum ferli En hvað er það sem Janus sjálfur telur að hann komið með að borðinu inn í lið eins og Pick Szeged? „Ég er að spila vel núna allavega og núna er verið að sækja náunga sem eru vanir því að vinna. Eru vanir því að vera í klúbbum sem eru að vinna mikið og eru að keppast um þessa mikilvægu leiki.“ „Þar snýst þetta svolítið um svona „mentality“ og ég tel mig geta komið með það að borðinu að ég hef verið heppinn með það á mínum ferli að yfirleitt hef ég verið að keppa um marga titla. Svo er maður líka bara búinn að vera núna í mörg ár að spila á hæsta stigi alþjóðahandboltans.“ „Svo snýst þetta bara um að spila vel og hafa tilfinningu fyrir leiknum. Mér finnst ég góður þar og þá er þetta bara spurning um að koma því frá sér í góðri frammistöðu.“ Getur lengt ferilinn að koma sér frá Þýskalandi Þrátt fyrir að vera ekki búinn að kynna sér ungversku deildina í þaula gerir Janus sér þó grein fyrir því að hún er ekki jafn sterk og sú þýska þar sem hann leikur nú. „Ég skal bara vera alveg hreinskilinn með það að ég er ekki alveg með það á hreinu,“ sagði Janus aðspurður út í styrk ungversku deildarinnar. „Þetta er náttúrulega ekki þýska deildin, langt frá því, og það verða pottþétt margir leikir sem verða ekkert sérstaklega skemmtilegir. En á sama tíma fer þetta töluvert betur með líkamann á manni, líka í þessum leikstíl sem ég spila þar sem maður er mikið að fara í kontakt og fæ alveg að finna fyrir því.“ „Þannig að bara upp á að halda líkamanum heilum og vera ferskur með landsliðinu þá ætti þetta að geta leyft manni að spila auka ár sem atvinnumaður. Ég tek það inn sem stóran plús.“ Janus Daði í leik með íslenska landsliðinu.VÍSIR/VILHELM „Þetta er kannski búið að vera aðeins annað batterí núna þar sem eru nokkur meiðsli að hrjá liðið og það mæðir mikið á. Við erum að spila mjög marga leiki og maður hefur svo sem gott af því að standa aðeins í því og vera að pönkast og það er hellingur sem er hægt að taka út úr því, en til lengri tíma litið þá held ég að það sé nokkuð augljóst að hitt fer betur með líkamann. Þannig að ég spila þangað til ég verð 45 ára,“ grínaðist Janus. Svipað verkefni og hjá Kolstad Þá segir Janus að hann sé að fara í nokkuð svipað verkefni og þegar hann var hjá Kolstad á síðasta tímabili. Þar var lítil fyrirstaða heimafyrir og liðið ætlaði að setja allt sitt púður í að komast langt í Evrópukeppni, þó það hafi að lokum ekki gengið sem skyldi á meðan Janus var á mála hjá liðinu. Janus Daði spilaði fyrir Kolstad á síðasta tímabili. Kolstad Á næsta tímabili verður svo líklega barist við Veszprém um ungverska titilinn, en aðalmarkmiðið verður að gera það gott á stóra sviðinu í Meistaradeildinni. „Ég held að þetta sé klúbbur sem þráir að ná árangri í Evrópu. Þeir hafa oft verið með hörkugott lið og tímabilið 2018-2019 þegar ég var í Álaborg fannst mér þeir spila sinn besta bolta.“ „Þeir hafa verið rosa prófíll, en þeim hefur ekki tekist að taka þessi seinustu skref í Meistaradeildinni,“ sagði Janus að lokum.
Þýski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik