Óbærilegt margmenni vegna niðurskurðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2023 20:39 Ólöf og Halldóra eru báðar fastagestir í Vesturbæjarlaug. Þær eru afar ósáttar við skertan opnunartíma yfir hátíðarnar. Vísir/Arnar Fastagestir Vesturbæjarlaugar mótmæla því harðlega að sundlaugar borgarinnar skuli standa meira og minna lokaðar á hátíðisdögum þetta árið. Óbærilegt margmenni hafi verið í lauginni á annan í jólum og heilu vinahóparnir verði svo sviknir um áramótasundið. Opið var á aðfangadag og annan í jólum í Vesturbæjarlaug en lokað yfir aðra helstu hátíðisdaga - og lokað verður bæði gamlárs- og nýársdag. Þetta er staðan í hinum laugum borgarinnar líka; afleiðing hagræðingaraðgerða sem Reykjavíkurborg kynnti í fyrra. Ólafur Egilsson leikari gagnrýnir þessa skerðingu, eftir að hafa heimsótt laugina í algjörri örtröð á annan í jólum. Þann dag stóðu aðeins tvær aðrar sundlaugar í Reykjavík opnar. „Þar ræddum við að það hafði verið mikil aðsókn og yrði líka lokað á gamlársdag. Og fólk var leitt vegna þess að það eru þónokkrir hópar fastagesta sem hafa það fyrir sið að hittast hérna fyrir hádegið á gamlársdag og fara yfir árið, þetta er hefð, áratugahefð,“ segir Ólafur við fréttamann í pottinum. Þessir hópar fái þannig ekki að njóta þessarar áratugahefðar í ár. „Auðvitað þarf þetta að vera skynsamlega rekið og fjármagni ráðstafað af hyggjuviti en ég held að þarna hafi verið gengið fulllangt í niðurskurðinum,“ segir Ólafur. Ólafur Egilsson vakti máls á samdrætti í opnum tímum yfir hátíðarnar í sundlaugum borgarinnar. Hann telur niðurskurðarkröfuna of bratta.Vísir/Arnar Alltof margir í lauginni Og förum aðeins yfir tölfræðina sem Ólafur tók saman og birti á Facebook. Árið 2021 voru sundlaugarnar átta í borginni opnar í samtals 275 klukkustundir yfir hátíðisdagana sex. Þetta var komið niður í um 190 klukkustundir í fyrra og í ár eru sundlaugarnar aðeins opnar í um 113 klukkustundir. Þetta er sextíu prósent samdráttur á tveimur árum. Fréttamaður fer yfir tölfræðina í lauginni í dag. „Við erum ekki ánægðar með þetta og sérstaklega á Þorláksmessu, það var lokað þá. Og styttri tími. Við erum ekki ánægðar með það,“ segir Ólöf Stefánsdóttir, fastagestur í Vesturbæjarlaug. Hún og Halldóra Gestsdóttir, annar fastagestur, skelltu sér báðar í laugina á annan í jólum. „Það var hræðilegt, það var svo mikið af fólki!“ Hátíðarlokanir verða ræddar í menningar- íþrótta og tómstundaráði eftir áramót. Þá verður í það minnsta skoðað hvort skerpa megi á útfærslu þeirra. Það þykir til að mynda halla á laugargesti í Austurborginni. Þá er raunar frekari skerðing í kortunum, almenns eðlis. Frá og með 1. apríl verður opnunartími allra sundlauga í Reykjavík styttur um klukkutíma, til níu á kvöldin, á laugardögum og sunnudögum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni sparast um fimmtíu milljónir á ári með hátíðarlokunum sundlauganna og um tuttugu milljónir til viðbótar með skertu helgarsundi í vor. Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. 28. desember 2023 16:37 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Opið var á aðfangadag og annan í jólum í Vesturbæjarlaug en lokað yfir aðra helstu hátíðisdaga - og lokað verður bæði gamlárs- og nýársdag. Þetta er staðan í hinum laugum borgarinnar líka; afleiðing hagræðingaraðgerða sem Reykjavíkurborg kynnti í fyrra. Ólafur Egilsson leikari gagnrýnir þessa skerðingu, eftir að hafa heimsótt laugina í algjörri örtröð á annan í jólum. Þann dag stóðu aðeins tvær aðrar sundlaugar í Reykjavík opnar. „Þar ræddum við að það hafði verið mikil aðsókn og yrði líka lokað á gamlársdag. Og fólk var leitt vegna þess að það eru þónokkrir hópar fastagesta sem hafa það fyrir sið að hittast hérna fyrir hádegið á gamlársdag og fara yfir árið, þetta er hefð, áratugahefð,“ segir Ólafur við fréttamann í pottinum. Þessir hópar fái þannig ekki að njóta þessarar áratugahefðar í ár. „Auðvitað þarf þetta að vera skynsamlega rekið og fjármagni ráðstafað af hyggjuviti en ég held að þarna hafi verið gengið fulllangt í niðurskurðinum,“ segir Ólafur. Ólafur Egilsson vakti máls á samdrætti í opnum tímum yfir hátíðarnar í sundlaugum borgarinnar. Hann telur niðurskurðarkröfuna of bratta.Vísir/Arnar Alltof margir í lauginni Og förum aðeins yfir tölfræðina sem Ólafur tók saman og birti á Facebook. Árið 2021 voru sundlaugarnar átta í borginni opnar í samtals 275 klukkustundir yfir hátíðisdagana sex. Þetta var komið niður í um 190 klukkustundir í fyrra og í ár eru sundlaugarnar aðeins opnar í um 113 klukkustundir. Þetta er sextíu prósent samdráttur á tveimur árum. Fréttamaður fer yfir tölfræðina í lauginni í dag. „Við erum ekki ánægðar með þetta og sérstaklega á Þorláksmessu, það var lokað þá. Og styttri tími. Við erum ekki ánægðar með það,“ segir Ólöf Stefánsdóttir, fastagestur í Vesturbæjarlaug. Hún og Halldóra Gestsdóttir, annar fastagestur, skelltu sér báðar í laugina á annan í jólum. „Það var hræðilegt, það var svo mikið af fólki!“ Hátíðarlokanir verða ræddar í menningar- íþrótta og tómstundaráði eftir áramót. Þá verður í það minnsta skoðað hvort skerpa megi á útfærslu þeirra. Það þykir til að mynda halla á laugargesti í Austurborginni. Þá er raunar frekari skerðing í kortunum, almenns eðlis. Frá og með 1. apríl verður opnunartími allra sundlauga í Reykjavík styttur um klukkutíma, til níu á kvöldin, á laugardögum og sunnudögum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni sparast um fimmtíu milljónir á ári með hátíðarlokunum sundlauganna og um tuttugu milljónir til viðbótar með skertu helgarsundi í vor.
Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. 28. desember 2023 16:37 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. 28. desember 2023 16:37