Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Jón Þór Stefánsson skrifar 29. desember 2023 15:24 Mynd frá eldgosinu sem hófst átjánda desember og lauk nokkrum dögum síðar. Vísir/Vilhelm Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. Ástæða breytinganna eru auknar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur. Þær breytingar hafa þó ekki áhrif á heildarmat á hættustigi svæðisins. Nýtt hættumatskort mun gilda til fimmta janúar að öllu óbreyttu. Í uppfærslu frá Veðurstofunni segir að líkurnar á öðru kvikuhlaupi, og jafnvel eldgosi, aukist með hverjum deginum. Líklegasti staður nýs goss væri aftur á Sundhnúksgígaröðinni, á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Tekið er fram að kvikuhlaup endi ekki alltaf með eldgosi. Fullyrðing Veðurstofunnar, um að líkurnar á gosi aukist með hverjum deginum, var líka að finna í tveimur síðustu uppfærslum hennar. Síðasta uppfærslan á undan þeirri sem barst í dag kom fyrir tveimur dögum, og þar á undan fyrir viku síðan, daginn eftir að síðasta gosi lauk. Í nýjustu uppfærslu Veðurstofunnar segir að land hefur haldið áfram að rísa í talsverðum mæli og hefur nú náð sambærilegri hæð og mældist rétt fyrir eldgosið 18. desember. „Hraði landrissins síðan 18. desember hefur haldist nokkuð stöðugur sem er frábrugðið stöðunni fyrir síðasta gos, en þá hægðist á landrisi vikurnar fyrir gosið. Erfitt er þó að fullyrða um að landris hægi á sér í aðdraganda næsta goss, en það hefur þó verið tilfellið í gosum sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðustu ár og var einnig notað til viðmiðunar í Kröflueldum. Óvissa er hins vegar um hversu mikill kvikuþrýstingur þarf að byggjast upp áður en kvika fer að leita upp á yfirborðið,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur þó fram að Landrisinu nú fylgi ekki eins mikil skjálftavirkni og áður. Hins vegar segir að með áframhaldandi landrisi sé líklegt að skjálftavirkni aukist aftur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Ástæða breytinganna eru auknar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur. Þær breytingar hafa þó ekki áhrif á heildarmat á hættustigi svæðisins. Nýtt hættumatskort mun gilda til fimmta janúar að öllu óbreyttu. Í uppfærslu frá Veðurstofunni segir að líkurnar á öðru kvikuhlaupi, og jafnvel eldgosi, aukist með hverjum deginum. Líklegasti staður nýs goss væri aftur á Sundhnúksgígaröðinni, á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Tekið er fram að kvikuhlaup endi ekki alltaf með eldgosi. Fullyrðing Veðurstofunnar, um að líkurnar á gosi aukist með hverjum deginum, var líka að finna í tveimur síðustu uppfærslum hennar. Síðasta uppfærslan á undan þeirri sem barst í dag kom fyrir tveimur dögum, og þar á undan fyrir viku síðan, daginn eftir að síðasta gosi lauk. Í nýjustu uppfærslu Veðurstofunnar segir að land hefur haldið áfram að rísa í talsverðum mæli og hefur nú náð sambærilegri hæð og mældist rétt fyrir eldgosið 18. desember. „Hraði landrissins síðan 18. desember hefur haldist nokkuð stöðugur sem er frábrugðið stöðunni fyrir síðasta gos, en þá hægðist á landrisi vikurnar fyrir gosið. Erfitt er þó að fullyrða um að landris hægi á sér í aðdraganda næsta goss, en það hefur þó verið tilfellið í gosum sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðustu ár og var einnig notað til viðmiðunar í Kröflueldum. Óvissa er hins vegar um hversu mikill kvikuþrýstingur þarf að byggjast upp áður en kvika fer að leita upp á yfirborðið,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur þó fram að Landrisinu nú fylgi ekki eins mikil skjálftavirkni og áður. Hins vegar segir að með áframhaldandi landrisi sé líklegt að skjálftavirkni aukist aftur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira