Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Jón Þór Stefánsson skrifar 31. desember 2023 15:55 Kristrún Frostadóttir er líklegt forsætisráðherra efni ef marka má könnun Maskínu Vísir/Hulda Margrét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. Aðspurð um hvort Kristrún og flokkur hennar væru búin að toppa svaraði hún: „Ég veit það ekki, hvort við séum búin að toppa, það héldu það margir í fyrra.“ „Ég skal samt vera ærleg með það: þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart, ekki af því að ég hafi ekki trú á því sem við erum að gera. Þetta er bara búið gerast hratt og vera mikill viðsnúningur. Ber að taka niðurstöðunni alvarlega Næst flestir vilja að núverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, haldi ráðherrastólnum, eða 21 prósent. Í fyrra vildu flestir hafa hana sem forsætisráðherra, eða tæp 34 prósent. „Okkur ber að taka þetta alvarlega. Fyrir mig sem formann Vinstri grænna er þetta áhyggjuefni, að flokkurinn liggi við fimm prósentin samkvæmt síðustu könnun. Það er auðvitað ekki árangur sem mér finnst ásættanlegur,“ sagði Katrín um árangurinn. Katrín benti á að þarna mætti benda á að ríkisstjórnin sé nú komin á sjötta ár og að efnahagsmálin hafi verið erfið. Hún sagði þrátt fyrir það mikilvægt að líta inn á við. Blendnar tilfinningar varðandi meiri vinsældir Á eftir Kristrúnu og Katrínu koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 10,8 prósent stuðning, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,4 prósent. Bæði bæta sig umtalsvert frá því í fyrra, en þá var Sigmundur með fimm prósenta stuðning og Þorgerður með 6,2 prósent. Sigmundur Davíð sagðist hafa blendnar tilfinningar varðandi það að stærri hluti segði hann standa sig vel en árið áður. „Ég hef alltaf svolitlar áhyggjur af því þegar fleirum fer að líka við mann í ljósi þess hversu mörgum hefur stundum verið í nöp við mig, en ég hef reynt að pirra það fólk. Þannig ef ég er farinn að pirra færri með því að segja hlutina eins og þeir eru, þá þarf ég að fara að velta þessu fyrir mér.“ 7,2 prósent vilja Bjarna Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir það myndu næst flestir kjósa Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt könnun Maskínu, eða 17,3 prósent. Samkvæmt skoðanakönnuninni finnst fólki að Bjarni hafi staðið sig illa. 45,5 prósent fannst hann hafa staðið sig verst af ráðherrunum á árinu. Bjarni segist ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum. Hann telur að þessar tölur endurspegli að hann hafi verið í átakamálum. Mestu máli skipti hvernig traustið verði þegar talið sé úr kjörkössunum. Niðurstöður könnunar Maskínu gefa einnig til kynna að 6,3 prósent vilji Ingu Sæland, hjá Flokki fólksins, sem forsætisráðherra, 6,2 prósent vilja formann Framsóknar Sigurð Inga Jóhannsson, og tvö prósent vilja Gísla Rafn Ólafsson hjá Pírötum í forsætisráðherrastólinn. 8,5 prósent myndu vilja einhvern annan en áðurnefnda kandídata, en sú tala hefur lækkað frá því í fyrra, en þá vildu 10,7 prósent einhvern annan. Kryddsíld Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Aðspurð um hvort Kristrún og flokkur hennar væru búin að toppa svaraði hún: „Ég veit það ekki, hvort við séum búin að toppa, það héldu það margir í fyrra.“ „Ég skal samt vera ærleg með það: þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart, ekki af því að ég hafi ekki trú á því sem við erum að gera. Þetta er bara búið gerast hratt og vera mikill viðsnúningur. Ber að taka niðurstöðunni alvarlega Næst flestir vilja að núverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, haldi ráðherrastólnum, eða 21 prósent. Í fyrra vildu flestir hafa hana sem forsætisráðherra, eða tæp 34 prósent. „Okkur ber að taka þetta alvarlega. Fyrir mig sem formann Vinstri grænna er þetta áhyggjuefni, að flokkurinn liggi við fimm prósentin samkvæmt síðustu könnun. Það er auðvitað ekki árangur sem mér finnst ásættanlegur,“ sagði Katrín um árangurinn. Katrín benti á að þarna mætti benda á að ríkisstjórnin sé nú komin á sjötta ár og að efnahagsmálin hafi verið erfið. Hún sagði þrátt fyrir það mikilvægt að líta inn á við. Blendnar tilfinningar varðandi meiri vinsældir Á eftir Kristrúnu og Katrínu koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 10,8 prósent stuðning, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,4 prósent. Bæði bæta sig umtalsvert frá því í fyrra, en þá var Sigmundur með fimm prósenta stuðning og Þorgerður með 6,2 prósent. Sigmundur Davíð sagðist hafa blendnar tilfinningar varðandi það að stærri hluti segði hann standa sig vel en árið áður. „Ég hef alltaf svolitlar áhyggjur af því þegar fleirum fer að líka við mann í ljósi þess hversu mörgum hefur stundum verið í nöp við mig, en ég hef reynt að pirra það fólk. Þannig ef ég er farinn að pirra færri með því að segja hlutina eins og þeir eru, þá þarf ég að fara að velta þessu fyrir mér.“ 7,2 prósent vilja Bjarna Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir það myndu næst flestir kjósa Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt könnun Maskínu, eða 17,3 prósent. Samkvæmt skoðanakönnuninni finnst fólki að Bjarni hafi staðið sig illa. 45,5 prósent fannst hann hafa staðið sig verst af ráðherrunum á árinu. Bjarni segist ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum. Hann telur að þessar tölur endurspegli að hann hafi verið í átakamálum. Mestu máli skipti hvernig traustið verði þegar talið sé úr kjörkössunum. Niðurstöður könnunar Maskínu gefa einnig til kynna að 6,3 prósent vilji Ingu Sæland, hjá Flokki fólksins, sem forsætisráðherra, 6,2 prósent vilja formann Framsóknar Sigurð Inga Jóhannsson, og tvö prósent vilja Gísla Rafn Ólafsson hjá Pírötum í forsætisráðherrastólinn. 8,5 prósent myndu vilja einhvern annan en áðurnefnda kandídata, en sú tala hefur lækkað frá því í fyrra, en þá vildu 10,7 prósent einhvern annan.
Kryddsíld Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira