„Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. janúar 2024 10:01 Bjarni Benediktsson segist ekki vera að íhuga að hætta í stjórnmálum. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera að íhuga að hætta í stjórnmálum. Þetta kom fram í Kryddsíldinni á Stöð 2, en þar var hann var spurður út í ummæli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármálaráðherra og varaformanns flokksins, sem segist vera orðin tilbúin að taka við formennsku í flokknum. Ertu að íhuga að láta þetta gott heita? „Nei. Ég er ekkert að íhuga það. Þið fjölmiðlamenn eruð ítrekað að spyrja mig að þessu,“ svaraði Bjarni sem rifjaði upp aðdraganda síðustu kosninga. „Ímyndið ykkur þetta: Í kosningasjónvarpi Ríkissjónvarpsins fyrir síðustu kosningar, daginn áður enn átti að kjósa fæ ég spurninguna: „Hvenær ætlar þú að segja af þér?““ Bjarni uppskar hlátur, en bætti sjálfur við: „Menn hlægja af þessu hérna, en þetta er bara staðreynd. Þetta er minn veruleiki. Svona er komið fram við mann. Ég er að leiða þetta ríkisstjórnarsamstarf og ég er nýkominn í embætti utanríkisráðherra, og þú spyrð mig: Hvenær ætlar þú að hætta?“ Hann ítrekaði að hann hygðist ekki vera að hætta. „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti, því ég hef verið þeim erfiður. Þess vegna hef ég verið lengi í þessu.“ Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn á Alþingi benti Bjarni og þó Samfylking mælist stærri sagðist Bjarni hafa lært af sínum stjórnmálaferli að hundsa þær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kryddsíld Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. 31. desember 2023 15:55 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira
Þetta kom fram í Kryddsíldinni á Stöð 2, en þar var hann var spurður út í ummæli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármálaráðherra og varaformanns flokksins, sem segist vera orðin tilbúin að taka við formennsku í flokknum. Ertu að íhuga að láta þetta gott heita? „Nei. Ég er ekkert að íhuga það. Þið fjölmiðlamenn eruð ítrekað að spyrja mig að þessu,“ svaraði Bjarni sem rifjaði upp aðdraganda síðustu kosninga. „Ímyndið ykkur þetta: Í kosningasjónvarpi Ríkissjónvarpsins fyrir síðustu kosningar, daginn áður enn átti að kjósa fæ ég spurninguna: „Hvenær ætlar þú að segja af þér?““ Bjarni uppskar hlátur, en bætti sjálfur við: „Menn hlægja af þessu hérna, en þetta er bara staðreynd. Þetta er minn veruleiki. Svona er komið fram við mann. Ég er að leiða þetta ríkisstjórnarsamstarf og ég er nýkominn í embætti utanríkisráðherra, og þú spyrð mig: Hvenær ætlar þú að hætta?“ Hann ítrekaði að hann hygðist ekki vera að hætta. „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti, því ég hef verið þeim erfiður. Þess vegna hef ég verið lengi í þessu.“ Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn á Alþingi benti Bjarni og þó Samfylking mælist stærri sagðist Bjarni hafa lært af sínum stjórnmálaferli að hundsa þær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kryddsíld Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. 31. desember 2023 15:55 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira
Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. 31. desember 2023 15:55