Björgvin Karl einn af þeim stóru á Madison árunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson hefur barist meðal þeirra bestu í langan tíma. @bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kóngurinn Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið táknmynd fyrir stöðugleika undanfarin áratug og staða hans á uppgjörslista fyrir heimsleikaárin í Madison sýnir það svart á hvítu. Brian Friend á CrossFit vefnum B.Friendly Fitness er þessa dagana að gera upp þann tíma sem heimsleikarnir hafa farið fram í Wisconsin fylki. Heimsleikarnir fóru í síðasta skiptið fram í Madison síðasta haust en næstu leikar verða haldnir í Fort Worth í Texas fylki. Aðeins þrír eru fyrir ofan Björgvin Karl á listanum hjá Friend yfir bestu CrossFit karla frá 2017 til 2023 eða á þeim tíma sem leikarnir hafa verið í Alliant Energy Center. Þetta eru Mathew Fraser, Justin Medeiros og Patrick Vellner. Sex af síðustu sjö heimsleikum hafa farið fram í Madison eða allir heimsleikar frá 2017 fyrir utan Covid-heimsleikana haustið 2020 sem voru fámennir og haldnir í Aromas í Kaliforníu. Björgvin Karl er á undan Jeff Adler sem varð heimsmeistari síðasta haust en Adler þarf að sætta sig við sjöunda sætið. Noah Olsen (6. sæti) og Brent Fikowski (5. sæti) eru í næstu sætum á eftir okkar manni. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Það er enginn spurning hver er efstur en Mathew Fraser varð fimm sinnum heimsmeistari í röð og vann alls 26 einstakar keppnisgreinar á þessum tíma. Medeiros varð heimsmeistari tvö fyrstu árin eftir að Fraser hætti að keppa. Vellner hefur aldrei orðið heimsmeistari en þrisvar lent í öðru sæti og fimm sinnum komust á pall. Bjögvin Karl er efstur af Evrópumönnunum en það eru bara Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir ofan hann. Björgvin hefur komist tvisvar sinnum á verðlaunapall á heimsleikum eða árin 2015 og 2019. Hann hefur alls verið fimm sinnum meðal þeirra fimm bestu. Björgvin náði því að verða meðal átta efstu í heimi á sjö heimsleikum í röð frá 2015 til 2021. Hann varð síðan í níunda sæti 2022 og í ellefta sætinu í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá hans fyrstu heimsleikum árið 2014 sem hann var ekki í hópi tíu efstu. BKG er flottur fulltrúi Íslands á þessum lista og þetta er mikið hrós fyrir hann sem hefur verið fastagestur í keppni þeirra bestu í heimi undanfarin áratug. Brian Friend fór síðan yfir valið sitt í umræðuþætti með John Young en það má sjá umræðu þeirra í Youtube þættinum hér fyrir neðan. Friend barðist fyrir stöðu BKG á listanum sínum en Young var ekki eins sáttur við að hafa okkar mann svona ofarlega. Þar skipti það miklu máli að Björgvin hefur aldrei unnið titilinn og aldrei komist ofar en í þriðja sætið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=BwSn8o3ieVo">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Brian Friend á CrossFit vefnum B.Friendly Fitness er þessa dagana að gera upp þann tíma sem heimsleikarnir hafa farið fram í Wisconsin fylki. Heimsleikarnir fóru í síðasta skiptið fram í Madison síðasta haust en næstu leikar verða haldnir í Fort Worth í Texas fylki. Aðeins þrír eru fyrir ofan Björgvin Karl á listanum hjá Friend yfir bestu CrossFit karla frá 2017 til 2023 eða á þeim tíma sem leikarnir hafa verið í Alliant Energy Center. Þetta eru Mathew Fraser, Justin Medeiros og Patrick Vellner. Sex af síðustu sjö heimsleikum hafa farið fram í Madison eða allir heimsleikar frá 2017 fyrir utan Covid-heimsleikana haustið 2020 sem voru fámennir og haldnir í Aromas í Kaliforníu. Björgvin Karl er á undan Jeff Adler sem varð heimsmeistari síðasta haust en Adler þarf að sætta sig við sjöunda sætið. Noah Olsen (6. sæti) og Brent Fikowski (5. sæti) eru í næstu sætum á eftir okkar manni. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Það er enginn spurning hver er efstur en Mathew Fraser varð fimm sinnum heimsmeistari í röð og vann alls 26 einstakar keppnisgreinar á þessum tíma. Medeiros varð heimsmeistari tvö fyrstu árin eftir að Fraser hætti að keppa. Vellner hefur aldrei orðið heimsmeistari en þrisvar lent í öðru sæti og fimm sinnum komust á pall. Bjögvin Karl er efstur af Evrópumönnunum en það eru bara Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir ofan hann. Björgvin hefur komist tvisvar sinnum á verðlaunapall á heimsleikum eða árin 2015 og 2019. Hann hefur alls verið fimm sinnum meðal þeirra fimm bestu. Björgvin náði því að verða meðal átta efstu í heimi á sjö heimsleikum í röð frá 2015 til 2021. Hann varð síðan í níunda sæti 2022 og í ellefta sætinu í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá hans fyrstu heimsleikum árið 2014 sem hann var ekki í hópi tíu efstu. BKG er flottur fulltrúi Íslands á þessum lista og þetta er mikið hrós fyrir hann sem hefur verið fastagestur í keppni þeirra bestu í heimi undanfarin áratug. Brian Friend fór síðan yfir valið sitt í umræðuþætti með John Young en það má sjá umræðu þeirra í Youtube þættinum hér fyrir neðan. Friend barðist fyrir stöðu BKG á listanum sínum en Young var ekki eins sáttur við að hafa okkar mann svona ofarlega. Þar skipti það miklu máli að Björgvin hefur aldrei unnið titilinn og aldrei komist ofar en í þriðja sætið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=BwSn8o3ieVo">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira