Saltstaukar Ragnars ekki metnir sem listaverk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 14:45 Ragnar Kjartansson beið lægri hlut í deilu sinni við tollstjóra en náði þó að klóra í bakkann þegar kom að verðinu sem miða átti greiðslu á virðisaukaskatti við. Getty/Roberto Serra Listamaðurinn Ragnar Kjartansson þarf að greiða virðisaukaskatt af hundrað salt- og piparstaukum úr postulíni sem hann flutti inn. Tollstjóri taldi ekki rétt að flokka staukana sem listaverk. Ragnar lagði þó tollstjóra í deilu um hvort miða ætti við framleiðslu- eða söluverð staukanna. Fram kemur í úrskurði yfirskattanefndar, sem fékk málið á sitt borð eftir kæru Ragnars, að Ragnar hafi hannað og látið framleiða eitt þúsund eintök af salt- og piparstaukum úr postulíni. Á staukana var annars vegar letrað „Guilt“ og hins vegar „Fear“, eða „sekt“ og „ótti“ upp á íslensku. Staukarnir voru hluti af listasýningum í New York í Bandaríkjunum annars vegar og í Danmörku hins vegar. Að sýningu lokinni hafi Ragnar óskað eftir því að hluti innsetningarinnar yrði brotinn niður í stök pör sem almenningur hefði tök á að kaupa í gjafaöskjum. Skipulagði Ragnar innflutning á hundrað pörum til Íslands. Fyrst til að sýna og svo til að selja. 500 dollarar er söluverð sektar- og ótta staukanna hans Ragnars Kjartanssonar. Það eru um 69 þúsund íslenskar krónur. Ragnar tilgreindi innflutningsverð upp á 50 þúsund dollara þar sem til hafi staðið að selja hvert par á 500 dollara. Við tollafgreiðslu voru staukarnir ásamt gjafaöskjum flokkaðir af tollgæslu sem borðbúnaður og eldhúsbúnaður en ekki sem listaverk. Tollalög heimila innflutning á listaverkum sem listamenn flytja inn sjálfir án þess að greiddur sé virðisaukaskattur. Ragnar reiknaði með því að salt- og piparstaukarnir yrðu flokkaðir þannig en tollstjóri féllst ekki á það. Ekki væri um að ræða frumgerð listaverks heldur fjöldaframleiddar endurgerðir. Yfirskattanefnd féllst á það með tollstjóra að nytjamunir sem eigi sér hliðstæður í almennri verslunarvöru gætu ekki talist sem listaverk. Um væri að ræða fjöldaframleidda endurgerð sem hafi einkenni verslunarvöru. Nefndin féllst þó á að miða ætti við framleiðslukostnað salt- og piparstaukanna, upp á 71,5 dollara frekar en 500 dollara söluverðið. Menning Skattar og tollar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Fram kemur í úrskurði yfirskattanefndar, sem fékk málið á sitt borð eftir kæru Ragnars, að Ragnar hafi hannað og látið framleiða eitt þúsund eintök af salt- og piparstaukum úr postulíni. Á staukana var annars vegar letrað „Guilt“ og hins vegar „Fear“, eða „sekt“ og „ótti“ upp á íslensku. Staukarnir voru hluti af listasýningum í New York í Bandaríkjunum annars vegar og í Danmörku hins vegar. Að sýningu lokinni hafi Ragnar óskað eftir því að hluti innsetningarinnar yrði brotinn niður í stök pör sem almenningur hefði tök á að kaupa í gjafaöskjum. Skipulagði Ragnar innflutning á hundrað pörum til Íslands. Fyrst til að sýna og svo til að selja. 500 dollarar er söluverð sektar- og ótta staukanna hans Ragnars Kjartanssonar. Það eru um 69 þúsund íslenskar krónur. Ragnar tilgreindi innflutningsverð upp á 50 þúsund dollara þar sem til hafi staðið að selja hvert par á 500 dollara. Við tollafgreiðslu voru staukarnir ásamt gjafaöskjum flokkaðir af tollgæslu sem borðbúnaður og eldhúsbúnaður en ekki sem listaverk. Tollalög heimila innflutning á listaverkum sem listamenn flytja inn sjálfir án þess að greiddur sé virðisaukaskattur. Ragnar reiknaði með því að salt- og piparstaukarnir yrðu flokkaðir þannig en tollstjóri féllst ekki á það. Ekki væri um að ræða frumgerð listaverks heldur fjöldaframleiddar endurgerðir. Yfirskattanefnd féllst á það með tollstjóra að nytjamunir sem eigi sér hliðstæður í almennri verslunarvöru gætu ekki talist sem listaverk. Um væri að ræða fjöldaframleidda endurgerð sem hafi einkenni verslunarvöru. Nefndin féllst þó á að miða ætti við framleiðslukostnað salt- og piparstaukanna, upp á 71,5 dollara frekar en 500 dollara söluverðið.
Menning Skattar og tollar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent