MAST íhugar að kæra Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2024 18:30 „Við erum að skoða það hvort við ætlum að kæra málið til ríkissaksóknara,“ segir Hrönn Jörundsdóttir forstjóri MAST. Vísir/Einar Hátt í þrjú hundruð frávik hafa orðið hjá fyrirtækjum í land- og sjóvkvíeldi hér á landi á síðustu þremur árum og þar af teljast ríflega sextíu alvarleg. Matvælastofnun íhugar að kæra fyrirtækið Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara vegna tveggja alvarlegra mála. Matvælastofnun hefur birt skýrslu um tvö alvarleg frávik hjá laxeldisstöð Arctic Sea Farm á Patreksfirði síðastliðið sumar. Fyrirtækið er í eigu Arctic Fish ehf. sem er að stærstum hluta í eigu norska fyrirtækisins MOWI sem fer með ríflega helmingshlut og Síldarvinnslunnar sem á 35 prósent. „Alvarlegu frávikin snúa annars vegar að ljósastýringu og hins vegar að því að það mynduðust göt á kvína,“ segir Hrönn Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar. Eitt stærsta atvik sinnar tegundar Samkvæmt skýrslu MAST komu tvö göt á kvína sem í voru 75 þúsund fiskar, einhvern tíma á tímabilinu 8. - 20. ágúst síðastliðið sumar. Þá hafi ekkert neðansjávareftirlit verið með kvínni í 95 daga á síðasta ári. „Í þessu atviki er talið að 12-13 hundruð eldislaxar hafi sloppið út. Það sem var alvarlegt í þessu atviki er að þetta var kynþroska fiskur sem leitar upp í árnar. Það eru ekki mörg atvik í sjókvíaeldi af þessari stærðargráðu sem hafa gerst áður ,“ segir Hrönn. Mikið var fjallað um slysasleppinguna í fjölmiðlum síðastliðið haust. MAST kærði málið til lögreglunnar á Vestfjörðum sem ákvað rétt fyrir jól að hætt rannsókn sinni. Landssamband veiðifélaga hyggst kæra þá ákvörðun. Matvælastofnun íhugar að kæra til ríkissaksóknara Matvælastofnun íhugar að kæra málið til ríkissaksóknara og mun ákvörðun liggja fyrir á næstu vikum. „Við erum að skoða það hvort við ætlum að kæra málið til ríkissaksóknara,“ segir Hrönn. Fjölmörg frávik í landeldi og sjókví síðustu ár Alls hafa komið upp fimm alvarleg frávik og átta frávik hjá Arctic Sea Farm frá árinu 2019. Í heild hafa komið upp 62 alvarleg frávik og 2010 frávik hjá fyrirtækjum í landeldi og sjókví frá árinu 2020. Hrönn segir mikilvægt að breyta lagaramma um greinina. „Regluverkið og lagaramminn í kringum þessa grein eru ekki eins og þau ætti að vera. Það stendur til bóta og það liggja inni frumvörp til laga og ég vænti þess að í nýjum lögum hafi eftirlitsstofnanir eins og MAST frekari úrræði til að bregðast við svona atvikum,“ segir Hrönn. Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda áa, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46 Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Matvælastofnun hefur birt skýrslu um tvö alvarleg frávik hjá laxeldisstöð Arctic Sea Farm á Patreksfirði síðastliðið sumar. Fyrirtækið er í eigu Arctic Fish ehf. sem er að stærstum hluta í eigu norska fyrirtækisins MOWI sem fer með ríflega helmingshlut og Síldarvinnslunnar sem á 35 prósent. „Alvarlegu frávikin snúa annars vegar að ljósastýringu og hins vegar að því að það mynduðust göt á kvína,“ segir Hrönn Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar. Eitt stærsta atvik sinnar tegundar Samkvæmt skýrslu MAST komu tvö göt á kvína sem í voru 75 þúsund fiskar, einhvern tíma á tímabilinu 8. - 20. ágúst síðastliðið sumar. Þá hafi ekkert neðansjávareftirlit verið með kvínni í 95 daga á síðasta ári. „Í þessu atviki er talið að 12-13 hundruð eldislaxar hafi sloppið út. Það sem var alvarlegt í þessu atviki er að þetta var kynþroska fiskur sem leitar upp í árnar. Það eru ekki mörg atvik í sjókvíaeldi af þessari stærðargráðu sem hafa gerst áður ,“ segir Hrönn. Mikið var fjallað um slysasleppinguna í fjölmiðlum síðastliðið haust. MAST kærði málið til lögreglunnar á Vestfjörðum sem ákvað rétt fyrir jól að hætt rannsókn sinni. Landssamband veiðifélaga hyggst kæra þá ákvörðun. Matvælastofnun íhugar að kæra til ríkissaksóknara Matvælastofnun íhugar að kæra málið til ríkissaksóknara og mun ákvörðun liggja fyrir á næstu vikum. „Við erum að skoða það hvort við ætlum að kæra málið til ríkissaksóknara,“ segir Hrönn. Fjölmörg frávik í landeldi og sjókví síðustu ár Alls hafa komið upp fimm alvarleg frávik og átta frávik hjá Arctic Sea Farm frá árinu 2019. Í heild hafa komið upp 62 alvarleg frávik og 2010 frávik hjá fyrirtækjum í landeldi og sjókví frá árinu 2020. Hrönn segir mikilvægt að breyta lagaramma um greinina. „Regluverkið og lagaramminn í kringum þessa grein eru ekki eins og þau ætti að vera. Það stendur til bóta og það liggja inni frumvörp til laga og ég vænti þess að í nýjum lögum hafi eftirlitsstofnanir eins og MAST frekari úrræði til að bregðast við svona atvikum,“ segir Hrönn.
Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda áa, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46 Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01
Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda áa, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46
Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34