Útilokar ekki að bjóða sig fram til Alþingis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2024 10:21 Dagur B. Eggertsson lætur af störfum sem borgarstjóri 16. janúar næstkomandi. Hann segist nú íhuga næstu skref en út kjörtímabilið verður hann formaður borgarráðs. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lætur af störfum sem slíkur 16. janúar næstkomandi eftir tíu ár í borgarstjórastólnum. Hann segist ekki ætla að bjóða sig fram til forseta en útilokar ekki að færa sig yfir í landspólitíkina. Þetta segir Dagur í viðtali á Heimildinni. Dagur lætur af störfum eftir ellefu daga og tekur þá Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, við af honum. Dagur hefur setið sem borgarstjóri síðan 2014 en þar áður hafði hann gengt embættinu í hundrað daga á milli 2007 og 2008. Þá hefur enginn setið lengur í borgarstjórn en Dagur samkvæmt frétt Heimildarinnar en hann tók fyrst sæti árið 2002 fyrir Reykjavíkurlistann og síðar fyrir Samfylkinguna. Þegar Dagur stendur upp úr borgarstjórastólnum mun hann taka við sem formaður borgarráðs að óbreyttu. Hann segist við Heimildina ekki sjá fyrir sér að fara aftur í borgarstjórnarkosningar en útilokar ekki að hann muni feta aðra vegi í pólitíkinni. „Það fylgir því góð tilfinning að skilja vel við hér í borginni og mér þykir mikið vænt um það að Samfylkingin hefur verið að mælast stærsti flokkurinn í borgarstjórn allt þetta ár. Það er alls ekki sjálfgefið eftir allan þennan tíma. Þannig að ég held að við séum að spila úr sterkri stöðu hér í borginni og Samfylkingin á landsvísu er sannarlega að gera það líka,“ hefur Heimildin eftir Degi og segir hann ekki útiloka að færa sig yfir í landsmálin. Hann hafi ekki velt vöngum um að færa sig yfir á Bessastaði, sem barist verður um í vor og sumar. „Nei, ég hef ekki hugleitt forsetaframboð,“ segir Dagur í viðtali við Heimildina. Ekki náðist í Dag við vinnslu fréttarinnar. Dagur B. Eggertsson Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Dagur gerir upp borgarstjóratíðina Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru ný minningarbók hagfræðingsins Þrastar Ólafssonar, Horfinn heimur og borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar fráfarandi borgarstjóra sem verður til viðtals. 1. janúar 2024 10:26 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Þetta segir Dagur í viðtali á Heimildinni. Dagur lætur af störfum eftir ellefu daga og tekur þá Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, við af honum. Dagur hefur setið sem borgarstjóri síðan 2014 en þar áður hafði hann gengt embættinu í hundrað daga á milli 2007 og 2008. Þá hefur enginn setið lengur í borgarstjórn en Dagur samkvæmt frétt Heimildarinnar en hann tók fyrst sæti árið 2002 fyrir Reykjavíkurlistann og síðar fyrir Samfylkinguna. Þegar Dagur stendur upp úr borgarstjórastólnum mun hann taka við sem formaður borgarráðs að óbreyttu. Hann segist við Heimildina ekki sjá fyrir sér að fara aftur í borgarstjórnarkosningar en útilokar ekki að hann muni feta aðra vegi í pólitíkinni. „Það fylgir því góð tilfinning að skilja vel við hér í borginni og mér þykir mikið vænt um það að Samfylkingin hefur verið að mælast stærsti flokkurinn í borgarstjórn allt þetta ár. Það er alls ekki sjálfgefið eftir allan þennan tíma. Þannig að ég held að við séum að spila úr sterkri stöðu hér í borginni og Samfylkingin á landsvísu er sannarlega að gera það líka,“ hefur Heimildin eftir Degi og segir hann ekki útiloka að færa sig yfir í landsmálin. Hann hafi ekki velt vöngum um að færa sig yfir á Bessastaði, sem barist verður um í vor og sumar. „Nei, ég hef ekki hugleitt forsetaframboð,“ segir Dagur í viðtali við Heimildina. Ekki náðist í Dag við vinnslu fréttarinnar.
Dagur B. Eggertsson Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Dagur gerir upp borgarstjóratíðina Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru ný minningarbók hagfræðingsins Þrastar Ólafssonar, Horfinn heimur og borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar fráfarandi borgarstjóra sem verður til viðtals. 1. janúar 2024 10:26 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Dagur gerir upp borgarstjóratíðina Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru ný minningarbók hagfræðingsins Þrastar Ólafssonar, Horfinn heimur og borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar fráfarandi borgarstjóra sem verður til viðtals. 1. janúar 2024 10:26