Hezbollah gerir umsvifamikla loftárás á Ísrael Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. janúar 2024 09:35 Sayyed Hassan Nassallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna ávarpar líbönsku þjóðina í kjölfar árása Ísraels. AP/Hassan Ammar Forsvarsmenn Hezbollah í Líbanon segja að hernaðarsamtökin hafi gert umsvifamikla loftárás á útsýnisaðstöðu ísraelska hersins í Ísrael í morgun. Þeir segjast hafa skotið 62 eldflaugum yfir landamærin og segja að árásin hafi verið svar við drápi ísraelshers á einum hæstráðanda samtakanna Saleh al-Arouri fyrr í vikunni. Segja Líbanon berskjaldað Saleh al-Arouri var drepinn í drónaárás Ísraelshers á þriðjudaginn þegar ísraelskar eldflaugar hæfðu Dahiyeh-hverfi Beirútborgar. Sérfræðingar Reuters segja að líta megi á árásina sem skilaboð til Hezbollah, sem eru vinveitt Hamasliðum, um að jafnvel höfuðstöðvar þeirra séu berskjaldaðar gagnvart loftárásum. Sayyed Hassan Nassallah hæstráðandi Hezbollah hafði þegar sagt á föstudaginn að svarað yrði fyrir drápið og að það að leyfa slíka árás yrði til þess að Líbanon allt stæði berskjaldað frammi fyrir árásum Ísraels. „Andspyrnan“ heitir hefndum Í yfirlýsingu Hezbollah í kjölfar dauða al-Arouri í vikunni segir að árásin feli í sér stigmögnun stríðsins á svæðinu og að bandalag andspyrnunnar, eins og þeir kalla sig, lofi hefndum. Yfirvöld á Gasasvæðinu segja að 162 manns hafi látið lífið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf herferð í gær til að hefta útbreiðslu átakanna til Líbanon, Vesturbakkans og Rauðhafið. Ísraelar og Hezbollah hafa oft átt í loftárásum og gagnloftárásum og svo virðist sem árásirnar eigi bara eftir að magnast í kjölfar þessa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Þeir segjast hafa skotið 62 eldflaugum yfir landamærin og segja að árásin hafi verið svar við drápi ísraelshers á einum hæstráðanda samtakanna Saleh al-Arouri fyrr í vikunni. Segja Líbanon berskjaldað Saleh al-Arouri var drepinn í drónaárás Ísraelshers á þriðjudaginn þegar ísraelskar eldflaugar hæfðu Dahiyeh-hverfi Beirútborgar. Sérfræðingar Reuters segja að líta megi á árásina sem skilaboð til Hezbollah, sem eru vinveitt Hamasliðum, um að jafnvel höfuðstöðvar þeirra séu berskjaldaðar gagnvart loftárásum. Sayyed Hassan Nassallah hæstráðandi Hezbollah hafði þegar sagt á föstudaginn að svarað yrði fyrir drápið og að það að leyfa slíka árás yrði til þess að Líbanon allt stæði berskjaldað frammi fyrir árásum Ísraels. „Andspyrnan“ heitir hefndum Í yfirlýsingu Hezbollah í kjölfar dauða al-Arouri í vikunni segir að árásin feli í sér stigmögnun stríðsins á svæðinu og að bandalag andspyrnunnar, eins og þeir kalla sig, lofi hefndum. Yfirvöld á Gasasvæðinu segja að 162 manns hafi látið lífið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf herferð í gær til að hefta útbreiðslu átakanna til Líbanon, Vesturbakkans og Rauðhafið. Ísraelar og Hezbollah hafa oft átt í loftárásum og gagnloftárásum og svo virðist sem árásirnar eigi bara eftir að magnast í kjölfar þessa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03
Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48