Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2024 11:55 Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. Samkvæmt áliti Umboðsmanns, sem birt var í gær, átti ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um frestun hvalveiða í sumar, ekki skýra stoð í lögum. Þórarinn Ingi Pétursson er þingmaður Framsóknar flokksins og formaður atvinnuveganefndar þingsins. Hann segir það slá sig að sjá að ekki hafi verið farið rétt að við ákvörðun Svandísar í sumar. „Sömuleiðis þegar maður rýnir álit Umboðsmanns, þá kemur það fram sem menn vöruðu við í sumar, að þarna væri ekki verið að gæta meðalhófs og svo framvegis,“ segir Þórarinn. Það hafi þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gert þegar málið kom upp. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir félagið ætla að sækja bætur vegna þess tjóns sem ákvörðun ráðherra hafi valdið félaginu og starfsmönnum. Þórarinn segir álitið skýrt. Í því felist dómur yfir stjórnsýslu sem ráðherrann viðhafði í málinu. Ólíklegt sé að málið komi inn á borð atvinnuveganefndar. „Ráðherrann hefur tekið við álitinu og kemur til með að, og hefur svarað fyrir, og segist sömuleiðis ætla að taka álitið alvarlega.“ Fari frekar yfir framtíð veiðanna innan nefndarinnar Fara þurfi yfir framhald hvalveiða, en hvalveiðiheimildir runnu út nú um áramót og verða að óbreyttu ekki heimilar. „Það verði frekar á þann veg sem við myndum fjalla um það, en ekki sérstaklega innan atvinnuveganefndar að fjalla um álit Umboðsmanns Alþingis,“ segir Þórarinn. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að Svandís hafi beðið álitshnekki vegna álitsins, sem sé litið alvarlegum augum innan Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, eðlilegast að Svandís segði af sér ráðherraembætti. Þórarinn telur málið ekki eiga að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég lít nú þannig á málið að svo sé ekki. -Finnst þér að Svandís eigi að segja af sér? -Eins og ég sagði áðan þá er það þannig að ráðherrann tekur þetta til sín. Hún ákveður hvað hún gerir og það er ekki mitt eða annarra að nálgast hlutina á þann veg hvort menn eigi að standa eða hlaupa frá borði,“ Þórarinn Ingi. Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Samkvæmt áliti Umboðsmanns, sem birt var í gær, átti ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um frestun hvalveiða í sumar, ekki skýra stoð í lögum. Þórarinn Ingi Pétursson er þingmaður Framsóknar flokksins og formaður atvinnuveganefndar þingsins. Hann segir það slá sig að sjá að ekki hafi verið farið rétt að við ákvörðun Svandísar í sumar. „Sömuleiðis þegar maður rýnir álit Umboðsmanns, þá kemur það fram sem menn vöruðu við í sumar, að þarna væri ekki verið að gæta meðalhófs og svo framvegis,“ segir Þórarinn. Það hafi þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gert þegar málið kom upp. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir félagið ætla að sækja bætur vegna þess tjóns sem ákvörðun ráðherra hafi valdið félaginu og starfsmönnum. Þórarinn segir álitið skýrt. Í því felist dómur yfir stjórnsýslu sem ráðherrann viðhafði í málinu. Ólíklegt sé að málið komi inn á borð atvinnuveganefndar. „Ráðherrann hefur tekið við álitinu og kemur til með að, og hefur svarað fyrir, og segist sömuleiðis ætla að taka álitið alvarlega.“ Fari frekar yfir framtíð veiðanna innan nefndarinnar Fara þurfi yfir framhald hvalveiða, en hvalveiðiheimildir runnu út nú um áramót og verða að óbreyttu ekki heimilar. „Það verði frekar á þann veg sem við myndum fjalla um það, en ekki sérstaklega innan atvinnuveganefndar að fjalla um álit Umboðsmanns Alþingis,“ segir Þórarinn. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að Svandís hafi beðið álitshnekki vegna álitsins, sem sé litið alvarlegum augum innan Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, eðlilegast að Svandís segði af sér ráðherraembætti. Þórarinn telur málið ekki eiga að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég lít nú þannig á málið að svo sé ekki. -Finnst þér að Svandís eigi að segja af sér? -Eins og ég sagði áðan þá er það þannig að ráðherrann tekur þetta til sín. Hún ákveður hvað hún gerir og það er ekki mitt eða annarra að nálgast hlutina á þann veg hvort menn eigi að standa eða hlaupa frá borði,“ Þórarinn Ingi.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20
Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37