FAA greinir frá því á Twitter að stofnunin hafi gefið út svokallaða neyðartilskipun um flughæfi (e. Emergency airworthines directive) og krefjist „tafarlausrar skoðunar“ á flugvélunum. Nær kyrrsetningin til flugvéla innnan Bandaríkjanna og bandarískra flugvéla og um allan heim.
Skoðun hverrar flugvélar taki á bilinu fjórar til átta klukkustundir áður en hægt er að meta hvort þær séu flughæfar.
The FAA is requiring immediate inspections of certain Boeing 737 MAX 9 planes before they can return to flight.
— The FAA (@FAANews) January 6, 2024
Safety will continue to drive our decision-making as we assist the @NTSB s investigation into Alaska Airlines Flight 1282. - @FAA_Mike pic.twitter.com/YsuQimg2pq