ÍSÍ veðjar á þessi tíu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2024 16:00 Anton Sveinn McKee er öruggur um sæti á Ólympíuleikunum í París. instagram/@antonmckee Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur kynnt Ólympíuhóp sinn fyrir komandi Ólympíuleika en þeir verða haldnir seinna á þessu ári. Hópurinn samanstendur af afreksíþróttafólki sem hefur tryggt sig inn á Ólympíuleikana í París 2024 eða er í dauðafæri að komast inn á þá á næstu misserum. Í þessum hópi er afreksíþróttafólk úr sjö íþróttagreinum en mismunandi leiðir eru í flestum íþróttagreinum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er sá eini sem hefur nú þegar unnið sér inn þátttökurétt á leikana en samkvæmt frétt á heimasíðu ÍSÍ eru vonir eru bundnar við að Ísland muni eiga góðan hóp íþróttafólks á leikunum. Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttavettvangur heims og þar keppa fremstu íþróttamenn heims í íþróttagreinum 32 alþjóðasérsambanda. Hópurinn samanstendur af níu aðilum úr einstaklingsgreinum auk karlalandsliðsins í handknattleik, en í fréttinni hjá ÍSÍ kemur fram að hópurinn mun taka breytingum eftir því sem nær dregur leikum og fleiri eða færri aðilar hafa raunhæfa möguleika á þátttöku. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru eftirtalin: Anton Sveinn McKee, sund Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut Guðni Valur Guðnason, kringlukast Hákon Þór Svavarsson, haglabyssuskotfimi Hilmar Örn Jónsson, sleggjukast Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Thelma Aðalsteinsdóttir, áhaldafimleikar Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar Karlalandsliðið í handknattleik Á næstunni er ætlun ÍSÍ og sérsambanda að vekja athygli á þessu íþróttafólki og þeim viðburðum sem þau eru að keppa á til að vinna sér þátttökurétt á leikana í París, en þeir verða settir föstudaginn 26. júlí næstkomandi. Kynningarmyndband hefur verið sett saman og frekara efni bíður birtingar sem ÍSÍ, sérsambönd og íþróttafólkið mun koma á framfæri á næstunni. Kynningarmyndbandið má sjá á samfélagsmiðlum ÍSÍ. Með því ætlar ÍSÍ að stuðla að því að hópurinn fái sem mesta athygli og stuðning svo árangur þeirra verði sem bestur. Afreksstjóri ÍSÍ, Vésteinn Hafsteinsson, heldur utan um Ólympíuhópinn en hann hefur áratuga reynslu, bæði sem þjálfari og afreksíþróttamaður í kringlukasti, og hefur nú þegar tekið þátt í 10 Ólympíuleikum. Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira
Hópurinn samanstendur af afreksíþróttafólki sem hefur tryggt sig inn á Ólympíuleikana í París 2024 eða er í dauðafæri að komast inn á þá á næstu misserum. Í þessum hópi er afreksíþróttafólk úr sjö íþróttagreinum en mismunandi leiðir eru í flestum íþróttagreinum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er sá eini sem hefur nú þegar unnið sér inn þátttökurétt á leikana en samkvæmt frétt á heimasíðu ÍSÍ eru vonir eru bundnar við að Ísland muni eiga góðan hóp íþróttafólks á leikunum. Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttavettvangur heims og þar keppa fremstu íþróttamenn heims í íþróttagreinum 32 alþjóðasérsambanda. Hópurinn samanstendur af níu aðilum úr einstaklingsgreinum auk karlalandsliðsins í handknattleik, en í fréttinni hjá ÍSÍ kemur fram að hópurinn mun taka breytingum eftir því sem nær dregur leikum og fleiri eða færri aðilar hafa raunhæfa möguleika á þátttöku. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru eftirtalin: Anton Sveinn McKee, sund Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut Guðni Valur Guðnason, kringlukast Hákon Þór Svavarsson, haglabyssuskotfimi Hilmar Örn Jónsson, sleggjukast Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Thelma Aðalsteinsdóttir, áhaldafimleikar Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar Karlalandsliðið í handknattleik Á næstunni er ætlun ÍSÍ og sérsambanda að vekja athygli á þessu íþróttafólki og þeim viðburðum sem þau eru að keppa á til að vinna sér þátttökurétt á leikana í París, en þeir verða settir föstudaginn 26. júlí næstkomandi. Kynningarmyndband hefur verið sett saman og frekara efni bíður birtingar sem ÍSÍ, sérsambönd og íþróttafólkið mun koma á framfæri á næstunni. Kynningarmyndbandið má sjá á samfélagsmiðlum ÍSÍ. Með því ætlar ÍSÍ að stuðla að því að hópurinn fái sem mesta athygli og stuðning svo árangur þeirra verði sem bestur. Afreksstjóri ÍSÍ, Vésteinn Hafsteinsson, heldur utan um Ólympíuhópinn en hann hefur áratuga reynslu, bæði sem þjálfari og afreksíþróttamaður í kringlukasti, og hefur nú þegar tekið þátt í 10 Ólympíuleikum.
Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru eftirtalin: Anton Sveinn McKee, sund Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut Guðni Valur Guðnason, kringlukast Hákon Þór Svavarsson, haglabyssuskotfimi Hilmar Örn Jónsson, sleggjukast Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Thelma Aðalsteinsdóttir, áhaldafimleikar Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar Karlalandsliðið í handknattleik
Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira