Hafa enga trú á okkar konu á Wodapalooza Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2024 11:01 Bergrós Björnsdóttir fær tækifæri til að keppa við margar af þeim bestu í heimi en fyrirfram er ekki búist við miklu af henni ef marka má styrkleikaröðun keppenda. @bergrosbjornsdottir Íslendingar eiga einn fulltrúa í einstaklingskeppninni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami í Bandaríkjunum. Bergrós Björnsdóttir þáði boð um að færa sig úr unglingakeppninni yfir í keppni kvenna. Þetta er eitt af stóru CrossFit mótum ársins og krefjandi byrjun á árinu hjá þessari sextán ára gömlu Selfossmær. Mótið hefst 11. janúar næstkomandi og klárast þremur dögum síðar. Bergrós varð í þriðja sæti í flokki 16 til 17 ára á síðustu heimsleikum en þetta verður hennar fyrsta alþjóðlega mót í flokki fullorðinna. Það er aftur á móti óhætt að segja að væntingarnar séu ekki miklar til okkar konu á mótinu í ár. BFriendly Fitness vefurinn styrkleikaraðaði öllum keppendunum á mótinu. 39 karlar og 40 konur keppa þar um sigurinn og sigurvegararnir fá 75 þúsund dollara hvor eða 10,3 milljónir íslenskra króna. Heildarverðlaunafé mótsins er 312 þúsund dollarar eða 43 milljónir króna. Í þessari styrkleikaröðun var Bergrós sett í fertugasta og síðasta sætið hjá konunum. BFriendly Fitness hefur því enga trú á okkar konu á Wodapalooza. Það þýðir auðvitað bara eitt eða að nú er leiðin bara upp á við hjá Bergrós, tími til að sanna sig. Það verður því fróðlegt að sjá hvort hún sýni þeim á BFriendly að þeir eru á villigötum með styrkleikamati sínu á þessari sterku og stórefnilegu stelpu. Þetta líka mjög dýrmæt reynsla fyrir framhaldið hjá Bergrós sem ætlar sér stóra hluti á þessu ári. Bergrós varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit í október og fyrir tæpu ári vann hún Reykjarvíkurleikana við hlið Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) CrossFit Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Sjá meira
Þetta er eitt af stóru CrossFit mótum ársins og krefjandi byrjun á árinu hjá þessari sextán ára gömlu Selfossmær. Mótið hefst 11. janúar næstkomandi og klárast þremur dögum síðar. Bergrós varð í þriðja sæti í flokki 16 til 17 ára á síðustu heimsleikum en þetta verður hennar fyrsta alþjóðlega mót í flokki fullorðinna. Það er aftur á móti óhætt að segja að væntingarnar séu ekki miklar til okkar konu á mótinu í ár. BFriendly Fitness vefurinn styrkleikaraðaði öllum keppendunum á mótinu. 39 karlar og 40 konur keppa þar um sigurinn og sigurvegararnir fá 75 þúsund dollara hvor eða 10,3 milljónir íslenskra króna. Heildarverðlaunafé mótsins er 312 þúsund dollarar eða 43 milljónir króna. Í þessari styrkleikaröðun var Bergrós sett í fertugasta og síðasta sætið hjá konunum. BFriendly Fitness hefur því enga trú á okkar konu á Wodapalooza. Það þýðir auðvitað bara eitt eða að nú er leiðin bara upp á við hjá Bergrós, tími til að sanna sig. Það verður því fróðlegt að sjá hvort hún sýni þeim á BFriendly að þeir eru á villigötum með styrkleikamati sínu á þessari sterku og stórefnilegu stelpu. Þetta líka mjög dýrmæt reynsla fyrir framhaldið hjá Bergrós sem ætlar sér stóra hluti á þessu ári. Bergrós varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit í október og fyrir tæpu ári vann hún Reykjarvíkurleikana við hlið Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness)
CrossFit Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Sjá meira