Danir grínast með að Ísland vilji bara silfur Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 08:29 Ýmir Örn Gíslason er í stóru hlutverki í auglýsingu TV 2, en textinn passar engan veginn við orð hans. Skjáskot/TV 2 Gullverðlaunin eru frátekin á Evrópumóti karla í handbolta í janúar, fyrir Danmörku. Hin liðin vilja þess vegna bara silfur. Út á þetta gengur bráðskemmtileg auglýsing frá dönsku sjónvarpsstöðinni TV 2 þar sem Ýmir Örn Gíslason er meðal annars í nokkuð stóru hlutverki. Í auglýsingunni er búið að klippa saman leikhlé hjá öðrum liðum en því danska, og setja danskan texta við það sem sagt er í leikhléunum. Textinn passar þó engan veginn við það sem sagt er, heldur er látið eins og öll hin liðin séu bara að tala um hvað þau langi mikið í silfurverðlaunin. Í lokin kemur svo ástæðan; gullið er frátekið fyrir Dani. Til vores svenske venner på @Avkastpodden inkl. @EmilB86 og @ESchalin:Traileren fra dansk TV2 er her. Husk at det er en tv-stations marketingafdeling, der har produceret den.Og husk: Der er stadig danskere tilbage, der har en hukommelse og ser lidt mere nuanceret på det :) pic.twitter.com/A25yMFGis4— Thomas Ladegaard (@thomasladegard) January 8, 2024 Ef danski textinn við þrumuræðu Ýmis væri réttur, hefði hann til að mynda sagt: „Hey! Ekki standa hérna og hvísla um gullverðlaun! Næst verðið þið reknir út í rútu! Við spilum eingöngu um silfrið, allt í lagi?! Svo gleymum við öllu um gullið.“ Frakkarnir eru látnir sætta sig við að gullið sé ekki möguleiki, enda sé enginn í franska landsliðinu eins og Mathias Gidsel, lykilmaður Dana. Hollendingarnir tala um hve stoltar mæður þeirra yrðu af silfri, og Króatar, Spánverjar og Þjóðverjar vilja ekkert annað en silfur. Það verður svo að koma í ljós hvort Danir, ríkjandi heimsmeistarar, taki gullið en þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012 og hafa ekki spilað úrslitaleikinn á EM í síðustu fjögur skipti. Veðbankar eru þó sammála um að Danmörk sé langlíklegust til að verða Evrópumeistari. Ríkjandi Evrópumeistarar Svíþjóðar, Frakkland, Spánn, Þýskaland, Ísland og Noregur koma svo næst á eftir. EM 2024 í handbolta Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Út á þetta gengur bráðskemmtileg auglýsing frá dönsku sjónvarpsstöðinni TV 2 þar sem Ýmir Örn Gíslason er meðal annars í nokkuð stóru hlutverki. Í auglýsingunni er búið að klippa saman leikhlé hjá öðrum liðum en því danska, og setja danskan texta við það sem sagt er í leikhléunum. Textinn passar þó engan veginn við það sem sagt er, heldur er látið eins og öll hin liðin séu bara að tala um hvað þau langi mikið í silfurverðlaunin. Í lokin kemur svo ástæðan; gullið er frátekið fyrir Dani. Til vores svenske venner på @Avkastpodden inkl. @EmilB86 og @ESchalin:Traileren fra dansk TV2 er her. Husk at det er en tv-stations marketingafdeling, der har produceret den.Og husk: Der er stadig danskere tilbage, der har en hukommelse og ser lidt mere nuanceret på det :) pic.twitter.com/A25yMFGis4— Thomas Ladegaard (@thomasladegard) January 8, 2024 Ef danski textinn við þrumuræðu Ýmis væri réttur, hefði hann til að mynda sagt: „Hey! Ekki standa hérna og hvísla um gullverðlaun! Næst verðið þið reknir út í rútu! Við spilum eingöngu um silfrið, allt í lagi?! Svo gleymum við öllu um gullið.“ Frakkarnir eru látnir sætta sig við að gullið sé ekki möguleiki, enda sé enginn í franska landsliðinu eins og Mathias Gidsel, lykilmaður Dana. Hollendingarnir tala um hve stoltar mæður þeirra yrðu af silfri, og Króatar, Spánverjar og Þjóðverjar vilja ekkert annað en silfur. Það verður svo að koma í ljós hvort Danir, ríkjandi heimsmeistarar, taki gullið en þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012 og hafa ekki spilað úrslitaleikinn á EM í síðustu fjögur skipti. Veðbankar eru þó sammála um að Danmörk sé langlíklegust til að verða Evrópumeistari. Ríkjandi Evrópumeistarar Svíþjóðar, Frakkland, Spánn, Þýskaland, Ísland og Noregur koma svo næst á eftir.
EM 2024 í handbolta Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira