Hjólastólalyftan ítrekað biluð vegna of þungra hjólastóla Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 07:00 Bíóhúsið var byggt árið 1929 og ekki gert ráð fyrir aðgengi fólks í hjólastól. Lyftan til að fara í sal á efri hæð er oft biluð. Mynd/Sambíó Hjólastólalyfta í kvikmyndahúsinu á Akureyri er ítrekað biluð því of þungir rafmagnsstólar fara í hana. Lyftan er aðeins gerð fyrir stóla sem eru ekki rafmagnsstólar. Aðgengismál eru misjöfn eftir kvikmyndahúsum Sambíóanna en best í Egilshöll og Kringlunni. „Lyftan var löguð sama dag og greinin birtist í síðustu viku. Þau voru að bíða eftir varahlutum úr bænum sem voru pantaðir að utan,“ segir Björn Björn Árnason framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækja hjá Samfilm sem reka Sambíóin á Íslandi og á þá við stólalyftu í kvikmyndahúsi þeirra á Akureyri sem reglulega er biluð. Fjallað var um hana í síðustu viku en Sigrún María Óskarsdóttir sagði þá í viðtali að Sambíóin á Akureyri yrðu að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. „Þessi lyfta er ekki fyrir rafmagnsstóla en þeir hafa verið að fara í hana. Þá springa einhver öryggi sem gera hana óvirka og þá þarf að panta ný stykki. Það er það sem hefur svo oft farið með hana. Það stendur skýrt á henni að hún taki ekki meira en eitthvað í kringum 250 kíló en rafmagnsstólar geta farið hátt í 400,“ segir Björn. Hann segir að húsið sjálft sé byggt árið 1929 og þá hafi ekki verið hugsað mikið út í aðgengismál fatlaðra. Hann segir að í kvikmyndahúsinu séu tveir salir og það hafi verið hægt að fara inn í þann á neðri hæðinni að neðan en þá er aðeins hægt að sitja fremst. Í salnum uppi kemur fólk inn efst. „Það var verið að skoða þessi mál fyrir Covid. Stiginn er dálítið erfiður því hann er í boga en svo kom Covid og það var allt sett í bremsu þá. Við erum að koma okkur upp úr þeirri holu enn og það er kominn tími til að dusta rykið af því að skoða hvort það séu til lyftur höndla hjólastóla upp þennan bogastiga. Það er verið að skoða það en á meðan er ekkert mál fyrir hjólastóla sem eru ekki rafmagnskeyrðir að fara upp,“ segir Björn og að rafmagnsstólarnir geti farið inn að neðan í neðri salinn. Björn segir að það sé enn fremur verið að skoða það hvort að hægt sé að fjarlægja einhver sæti svo fólk gæti setið aðeins aftar í salnum niðri. Besta aðgengið í Egilshöll og Kringlunni Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm, segir að aðgengi sé misjafnt eftir kvikmyndahúsum. Það sé hvað best í Egilshöll og Kringlunni. Elsta kvikmyndahús Sambíóanna er við Álfabakka en það hefur ekki verið tekið í gegn síðan um aldamótin. „Næst þegar farið verður í framkvæmdir í húsinu verður hugsað vel út í þetta. Það eru aðallega salir niðri sem eru erfiðir en myndirnar eru alltaf í fleiri en einu húsi. Aðgengið er miklu betra í nýju húsunum í dag,“ segir Alfreð og að gestir sem séu í hjólastól fái alltaf ókeypis í bíó. Kvikmyndahúsið við Álfabakka er elsta bíó Sambíóanna. Það opnaði 1982. Mynd/Sambíó Hann segir að bíóið hafi opnað árið 1982 og til að byrja með hafi verið hjólastólalyfta niður. En þá hafi kvikmyndir aðeins verið sýndar uppi. „Stólar eru teknir inn niðri ef það er óskað eftir því að koma þar inn. En það væri auðvitað óskandi að hafa lyftu. En fólkið veit af öðrum húsum. Myndirnar eru alltaf sýndar í tveimur eða þremur húsum.“ En hefur Álfabakki eitthvað verði tekinn í gegn? „Já, það voru breytingar 2000 og 2002 opnaði fyrsti lúxussalurinn í Álfabakkanum. En Kringlan er búin að fara í tvær upplyftingar og Egilshöllin í millitíðinni.“ Málefni fatlaðs fólks Akureyri Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
„Lyftan var löguð sama dag og greinin birtist í síðustu viku. Þau voru að bíða eftir varahlutum úr bænum sem voru pantaðir að utan,“ segir Björn Björn Árnason framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækja hjá Samfilm sem reka Sambíóin á Íslandi og á þá við stólalyftu í kvikmyndahúsi þeirra á Akureyri sem reglulega er biluð. Fjallað var um hana í síðustu viku en Sigrún María Óskarsdóttir sagði þá í viðtali að Sambíóin á Akureyri yrðu að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. „Þessi lyfta er ekki fyrir rafmagnsstóla en þeir hafa verið að fara í hana. Þá springa einhver öryggi sem gera hana óvirka og þá þarf að panta ný stykki. Það er það sem hefur svo oft farið með hana. Það stendur skýrt á henni að hún taki ekki meira en eitthvað í kringum 250 kíló en rafmagnsstólar geta farið hátt í 400,“ segir Björn. Hann segir að húsið sjálft sé byggt árið 1929 og þá hafi ekki verið hugsað mikið út í aðgengismál fatlaðra. Hann segir að í kvikmyndahúsinu séu tveir salir og það hafi verið hægt að fara inn í þann á neðri hæðinni að neðan en þá er aðeins hægt að sitja fremst. Í salnum uppi kemur fólk inn efst. „Það var verið að skoða þessi mál fyrir Covid. Stiginn er dálítið erfiður því hann er í boga en svo kom Covid og það var allt sett í bremsu þá. Við erum að koma okkur upp úr þeirri holu enn og það er kominn tími til að dusta rykið af því að skoða hvort það séu til lyftur höndla hjólastóla upp þennan bogastiga. Það er verið að skoða það en á meðan er ekkert mál fyrir hjólastóla sem eru ekki rafmagnskeyrðir að fara upp,“ segir Björn og að rafmagnsstólarnir geti farið inn að neðan í neðri salinn. Björn segir að það sé enn fremur verið að skoða það hvort að hægt sé að fjarlægja einhver sæti svo fólk gæti setið aðeins aftar í salnum niðri. Besta aðgengið í Egilshöll og Kringlunni Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm, segir að aðgengi sé misjafnt eftir kvikmyndahúsum. Það sé hvað best í Egilshöll og Kringlunni. Elsta kvikmyndahús Sambíóanna er við Álfabakka en það hefur ekki verið tekið í gegn síðan um aldamótin. „Næst þegar farið verður í framkvæmdir í húsinu verður hugsað vel út í þetta. Það eru aðallega salir niðri sem eru erfiðir en myndirnar eru alltaf í fleiri en einu húsi. Aðgengið er miklu betra í nýju húsunum í dag,“ segir Alfreð og að gestir sem séu í hjólastól fái alltaf ókeypis í bíó. Kvikmyndahúsið við Álfabakka er elsta bíó Sambíóanna. Það opnaði 1982. Mynd/Sambíó Hann segir að bíóið hafi opnað árið 1982 og til að byrja með hafi verið hjólastólalyfta niður. En þá hafi kvikmyndir aðeins verið sýndar uppi. „Stólar eru teknir inn niðri ef það er óskað eftir því að koma þar inn. En það væri auðvitað óskandi að hafa lyftu. En fólkið veit af öðrum húsum. Myndirnar eru alltaf sýndar í tveimur eða þremur húsum.“ En hefur Álfabakki eitthvað verði tekinn í gegn? „Já, það voru breytingar 2000 og 2002 opnaði fyrsti lúxussalurinn í Álfabakkanum. En Kringlan er búin að fara í tvær upplyftingar og Egilshöllin í millitíðinni.“
Málefni fatlaðs fólks Akureyri Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira