Dreymir um medalíu og líst vel á líkurnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. janúar 2024 19:35 Kristján Örn, Donni, á æfingu liðsins í dag. vísir / vilhelm Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alla jafnan kallaður, gaf sig til tals við fréttamann eftir æfingu landsliðsins í München í dag. Donni hefur verið að glíma við meiðsli en segist sjálfur vera klár fyrir komandi átök og vonast til að geta lagt sitt af mörkum í leið liðsins að medalíu á mótinu. „Öxlin er búin að vera að stríða mér núna í níu ár en þetta var komið á slæman stað eftir landsliðsverkefnið í lok október. Eftir það tók ég pásu frá handbolta, fékk sprautu og líður talsvert betur. Þannig að ég er 100% tilbúinn í verkefnið.“ Hann tók ekki þátt í æfingaleikjum gegn Austurríki á dögunum en bíður spenntur eftir sínu tækifæri. „Ég var 100% klár og bíð spenntur eftir mínu tækifæri. Maður er alltaf svekktur þegar maður fær ekki að spila. En maður er meðal þeirra bestu þannig að það þýðir ekki að vera of svekktur, þó maður sé auðvitað smá svekktur.“ Markmiðin skýr og bjartsýni fyrir fyrsta leik Markmiðin fyrir mót eru skýr, Donna dreymir daginn sem hann fær verðlaunapening um hálsinn og segir ekkert annað skipta máli. Hann sagðist sömuleiðis bjartsýnn fyrir fyrsta leik liðsins gegn Serbíu á föstudag. „Mig langar í medalíu, hvernig sem við náum því, þá er ég sáttur. Allt annað skiptir engu máli. Mitt markmið er að vera með og sanna það að ég eigi skilið að vera í þessum hópi. Við fórum vel yfir þetta í dag. Mér líst bara vel á okkar líkur, ef við spilum okkar leik og mætum tilbúnir frá fyrstu mínútu ættum við að taka þetta á endanum.“ Klippa: Donni klár í slaginn fyrir fyrsta leik Donni var að lokum spurðum tveggja skemmtilegra spurninga sem vöktu bros á vör. Fyrst var hann spurður hvaða óvæntu hluti hann hefði pakkað með fyrir mót og að lokum var spurt hvað honum fyndist óþægilegast eða sársaukafyllst þegar hann spilar handbolta. Svör Donna og viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Donni hefur verið að glíma við meiðsli en segist sjálfur vera klár fyrir komandi átök og vonast til að geta lagt sitt af mörkum í leið liðsins að medalíu á mótinu. „Öxlin er búin að vera að stríða mér núna í níu ár en þetta var komið á slæman stað eftir landsliðsverkefnið í lok október. Eftir það tók ég pásu frá handbolta, fékk sprautu og líður talsvert betur. Þannig að ég er 100% tilbúinn í verkefnið.“ Hann tók ekki þátt í æfingaleikjum gegn Austurríki á dögunum en bíður spenntur eftir sínu tækifæri. „Ég var 100% klár og bíð spenntur eftir mínu tækifæri. Maður er alltaf svekktur þegar maður fær ekki að spila. En maður er meðal þeirra bestu þannig að það þýðir ekki að vera of svekktur, þó maður sé auðvitað smá svekktur.“ Markmiðin skýr og bjartsýni fyrir fyrsta leik Markmiðin fyrir mót eru skýr, Donna dreymir daginn sem hann fær verðlaunapening um hálsinn og segir ekkert annað skipta máli. Hann sagðist sömuleiðis bjartsýnn fyrir fyrsta leik liðsins gegn Serbíu á föstudag. „Mig langar í medalíu, hvernig sem við náum því, þá er ég sáttur. Allt annað skiptir engu máli. Mitt markmið er að vera með og sanna það að ég eigi skilið að vera í þessum hópi. Við fórum vel yfir þetta í dag. Mér líst bara vel á okkar líkur, ef við spilum okkar leik og mætum tilbúnir frá fyrstu mínútu ættum við að taka þetta á endanum.“ Klippa: Donni klár í slaginn fyrir fyrsta leik Donni var að lokum spurðum tveggja skemmtilegra spurninga sem vöktu bros á vör. Fyrst var hann spurður hvaða óvæntu hluti hann hefði pakkað með fyrir mót og að lokum var spurt hvað honum fyndist óþægilegast eða sársaukafyllst þegar hann spilar handbolta. Svör Donna og viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira