„Reynslunni ríkari í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2024 14:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson á ferðinni í Ólympíuhöllinni í München í dag en þar spilaði hann á sínu fyrsta stórmóti. VÍSIR/VILHELM Gísli Þorgeir Kristjánsson á góðar minningar úr Ólympíuhöllinni í München en hann sneri aftur þangað í dag, á æfingu vegna fyrsta leiks á EM í handbolta sem er við Serbíu á morgun. „Ég spilaði hérna árið 2019, á mínu fyrsta stórmóti, og er reynslunni ríkari í dag,“ segir Gísli Þorgeir en heimsmeistaramótið fór fram í Þýskalandi árið 2019 og Íslandi spilaði einmitt hér í München í upphafi móts. „Já, við áttum góða leiki hér. Unnum Makedóníu og komumst áfram í milliriðla, þar sem við vissulega töpuðum í Köln gegn Þýskalandi og fleirum. En við eigum góðar minningar héðan,“ segir Gísli. Klippa: Gísli kannast vel við sig í München Óhætt er að segja að fjöldi Íslendinga bíði spenntur eftir morgundeginum og búist er við að um 4.000 Íslendingar komi til München vegna leikja Íslands, til að styðja við strákana. „Það er súrrealískt. Maður er hrærður yfir þessum stuðningi og ég get ekki beðið.“ „Það er allt upp á tíu“ Gísli vann kapphlaupið við tímann um að geta verið með á EM, en hann fór í aðgerð vegna axlarmeiðsla síðasta sumar eftir að hafa tryggt Magdeburg Evrópumeistaratitilinn. Hann lætur engan bilbug á sér finna varðandi líkamlegt ástand, þó að rétt mánuður sé síðan hann gat byrjað að spila aftur handbolta: „Það er allt upp á tíu. Ég er klár í slaginn á morgun. Fullur fókus og við ætlum að gefa allt í þennan leik, það er engin spurning.“ Gísli var einnig spurður út í stemninguna í upphafi æfingar liðsins í dag, en leikmenn virtust laufléttir og komu í salinn með íslenska tónlist á fullu blasti: „Skímó hefur aldrei drepið neinn,“ segir Gísli léttur. „Það er alltaf góð stemning yfir því, léttur andi og menn eru klárir í þetta að því leytinu líka. En léttur andi gefur þér ekki sigur á EM. Við þurfum að standa okkur á vellinum. En það skaðar engan að hafa léttan móral og góðan anda.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
„Ég spilaði hérna árið 2019, á mínu fyrsta stórmóti, og er reynslunni ríkari í dag,“ segir Gísli Þorgeir en heimsmeistaramótið fór fram í Þýskalandi árið 2019 og Íslandi spilaði einmitt hér í München í upphafi móts. „Já, við áttum góða leiki hér. Unnum Makedóníu og komumst áfram í milliriðla, þar sem við vissulega töpuðum í Köln gegn Þýskalandi og fleirum. En við eigum góðar minningar héðan,“ segir Gísli. Klippa: Gísli kannast vel við sig í München Óhætt er að segja að fjöldi Íslendinga bíði spenntur eftir morgundeginum og búist er við að um 4.000 Íslendingar komi til München vegna leikja Íslands, til að styðja við strákana. „Það er súrrealískt. Maður er hrærður yfir þessum stuðningi og ég get ekki beðið.“ „Það er allt upp á tíu“ Gísli vann kapphlaupið við tímann um að geta verið með á EM, en hann fór í aðgerð vegna axlarmeiðsla síðasta sumar eftir að hafa tryggt Magdeburg Evrópumeistaratitilinn. Hann lætur engan bilbug á sér finna varðandi líkamlegt ástand, þó að rétt mánuður sé síðan hann gat byrjað að spila aftur handbolta: „Það er allt upp á tíu. Ég er klár í slaginn á morgun. Fullur fókus og við ætlum að gefa allt í þennan leik, það er engin spurning.“ Gísli var einnig spurður út í stemninguna í upphafi æfingar liðsins í dag, en leikmenn virtust laufléttir og komu í salinn með íslenska tónlist á fullu blasti: „Skímó hefur aldrei drepið neinn,“ segir Gísli léttur. „Það er alltaf góð stemning yfir því, léttur andi og menn eru klárir í þetta að því leytinu líka. En léttur andi gefur þér ekki sigur á EM. Við þurfum að standa okkur á vellinum. En það skaðar engan að hafa léttan móral og góðan anda.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira