„Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2024 13:01 Aron Pálmarsson teygir á lærinu á æfingu landsliðsins í gær, fyrir stórleikinn við Serba á EM í dag. VÍSIR/VILHELM „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. Aron segir ljóst að gegn Serbum í dag verði Ísland að spila betur en í sigrunum tveimur gegn Austurríki, í vináttulandsleikjum fyrir mótið. Að frammistaðan þar myndi ekki duga gegn sterku liði Serbíu, sem líkt og Ísland ætlar langt í mótinu í von um að komast á Ólympíuleika: „Nei, það held ég ekki. Æfingaleikur er alltaf töluvert öðruvísi en leikur á stórmóti, og við megum búast við töluvert betri og skarpari frammistöðu hjá okkur á móti Serbum,“ sagði Aron á fyrstu æfingu landsliðsins í Ólympíuhöllinni í München í gær, og bætti við: „Það sem við þurfum að varast er að þeir eru með helvíti öflugan miðjumann [Lazar Kukic], sem má ekki alveg gera það sem honum sýnist. Við þurfum að loka vel á hann og svo línumennina hjá þeim. Ef við höfum góða stjórn á því, og náum upp hraðanum, held ég að við ættum að geta siglt þessu heim.“ Klippa: Aron fyrirliði klár í úrslitaleik við Serba Aðspurður hvort ekki væri minni ábyrgð á hans herðum á þessu móti en oft áður, og hvernig honum þætti það, sagði Aron svo ekki vera. „Ég er nú ekki sammála því. Mér finnst þokkaleg ábyrgð á mínum herðum sem fyrirliði og einn af reynslumestu mönnum liðsins. Ég held bara áfram mínu striki samkvæmt því hvernig ég lít á sjálfan mig og tel best að hjálpi liðinu,“ sagði Aron, staðráðinn í að leggja þung lóð á vogarskálarnar gegn Serbíu í dag: „Þetta er náttúrulega úrslitaleikur. Það skiptir miklu máli upp á framhaldið hvað við gerum í þessum leik, og það er ekkert annað sem kemur til greina en sigur.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Aron segir ljóst að gegn Serbum í dag verði Ísland að spila betur en í sigrunum tveimur gegn Austurríki, í vináttulandsleikjum fyrir mótið. Að frammistaðan þar myndi ekki duga gegn sterku liði Serbíu, sem líkt og Ísland ætlar langt í mótinu í von um að komast á Ólympíuleika: „Nei, það held ég ekki. Æfingaleikur er alltaf töluvert öðruvísi en leikur á stórmóti, og við megum búast við töluvert betri og skarpari frammistöðu hjá okkur á móti Serbum,“ sagði Aron á fyrstu æfingu landsliðsins í Ólympíuhöllinni í München í gær, og bætti við: „Það sem við þurfum að varast er að þeir eru með helvíti öflugan miðjumann [Lazar Kukic], sem má ekki alveg gera það sem honum sýnist. Við þurfum að loka vel á hann og svo línumennina hjá þeim. Ef við höfum góða stjórn á því, og náum upp hraðanum, held ég að við ættum að geta siglt þessu heim.“ Klippa: Aron fyrirliði klár í úrslitaleik við Serba Aðspurður hvort ekki væri minni ábyrgð á hans herðum á þessu móti en oft áður, og hvernig honum þætti það, sagði Aron svo ekki vera. „Ég er nú ekki sammála því. Mér finnst þokkaleg ábyrgð á mínum herðum sem fyrirliði og einn af reynslumestu mönnum liðsins. Ég held bara áfram mínu striki samkvæmt því hvernig ég lít á sjálfan mig og tel best að hjálpi liðinu,“ sagði Aron, staðráðinn í að leggja þung lóð á vogarskálarnar gegn Serbíu í dag: „Þetta er náttúrulega úrslitaleikur. Það skiptir miklu máli upp á framhaldið hvað við gerum í þessum leik, og það er ekkert annað sem kemur til greina en sigur.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira