Rólan telst samþykkt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2024 06:45 Húsfélögin töldu róluna ekki hafa verið samþykkta. Íbúi var ósammála og skaut málinu til kærunefndar. Vísir/Rakel Kærunefnd húsamál telur rólu á sameiginlegri lóð tveggja fjöleignarhúsa ekki þurfa samþykki 2/3 hluta eigenda húsanna. Rólan var samþykkt af einföldum meirihluta og telur nefndin það nóg. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í húsunum tveimur séu annars vegar 71 íbúðir og hinsvegar 58 íbúðir. Íbúðareigandi í einu húsanna skaut málinu til nefndarinnar og krafðist þess að viðurkennt yrði að samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur, samanber lög um fjöleignarhús, þyrfti fyrir uppsetningu á rólum á sameiginlegri lóð. Húsfélögin töldu róluna ekki samþykkta Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að húsfélög í báðum húsum hafi talið að 2/3 atkvæða íbúa hafi þurft til þess að samþykkja staðsetningu rólunnar á sameiginlegri lóð. Haldinn hafi verið húsfundur beggja húsfélaga þann 21. júní 2023. Þangað hafi alls mætt 65 eigendur. 36 íbúar hafi greitt atkvæði með því að setja upp rólur á lóðinni, 25 gegn tillögunni og þá sátu fjórir hjá. Stjórn beggja húsfélaga taldi óljóst hvort krafa væri um 50 prósent fundarsókn og samþykki 2/3 til að kosningin teldist löglega samþykkt. Leituðu félögin því til fyrirtækis sem þau hafa rekstrarsamning við. Niðurstaða þess var sú að erfitt væri að lesa skýrt úr lögum um fjöleignahús og álitum kærunefndar húsamála hvað ætti við um málið. Því hafi verið ákveðið að fara varkárari leiðina, það er að fara fram á samþykki 2/3 hluta fundargesta. 40 fermetrar af 2000 Fram kemur í áliti nefndarinnar að húsfélögin hafi valið staðsetningu leiktækjanna eftir skoðun á lóðinni. Ákvörðunin hafi byggt á því að engin staðsetning væri fullkomin heldur hafi skásta staðsetningin verið lögð fram. Sú staðsetning hafi þó reynst umdeild meðal íbúa og sé í grennd við ákveðnar íbúðir á jarðhæð eins stigagangs. Orsök óánægju séu nálægð leiktækjanna, áhrif þeirra á breytt útsýni og ásýnd margra íbúða út um stofuglugga. Afstaða eigenda sé breytileg eftir því hvar eign þeirra sé með tilliti til mögulegs leiksvæðis. Kosningin hafi verið jöfn um leiktækin og með tilliti til erinda sem borist hafi húsfélögum gegn uppsetningu þeirra sé ekki hægt að staðhæfa um að fá eigendur sé að ræða. Kærunefnd fellst hinsvegar á kröfu íbúa um að það nægi samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur á húsfundi. Fyrirhugað leiksvæði sé aðeins um 40 fermetrar af 2000 fermetra sameiginlegri lóð. Því telur nefndin of íþyngjandi að krafist sé samþykki 2/3 íbúa. Þá telur nefndin það jafnframt hafa þýðingu að um sé að ræða tillögu um framkvæmd sem sérstaklega sé tekið fram í skilalýsingu hússins að sé möguleg, þó hún hafi ekki verið innifalin við byggingu þess. Húsnæðismál Hús og heimili Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í húsunum tveimur séu annars vegar 71 íbúðir og hinsvegar 58 íbúðir. Íbúðareigandi í einu húsanna skaut málinu til nefndarinnar og krafðist þess að viðurkennt yrði að samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur, samanber lög um fjöleignarhús, þyrfti fyrir uppsetningu á rólum á sameiginlegri lóð. Húsfélögin töldu róluna ekki samþykkta Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að húsfélög í báðum húsum hafi talið að 2/3 atkvæða íbúa hafi þurft til þess að samþykkja staðsetningu rólunnar á sameiginlegri lóð. Haldinn hafi verið húsfundur beggja húsfélaga þann 21. júní 2023. Þangað hafi alls mætt 65 eigendur. 36 íbúar hafi greitt atkvæði með því að setja upp rólur á lóðinni, 25 gegn tillögunni og þá sátu fjórir hjá. Stjórn beggja húsfélaga taldi óljóst hvort krafa væri um 50 prósent fundarsókn og samþykki 2/3 til að kosningin teldist löglega samþykkt. Leituðu félögin því til fyrirtækis sem þau hafa rekstrarsamning við. Niðurstaða þess var sú að erfitt væri að lesa skýrt úr lögum um fjöleignahús og álitum kærunefndar húsamála hvað ætti við um málið. Því hafi verið ákveðið að fara varkárari leiðina, það er að fara fram á samþykki 2/3 hluta fundargesta. 40 fermetrar af 2000 Fram kemur í áliti nefndarinnar að húsfélögin hafi valið staðsetningu leiktækjanna eftir skoðun á lóðinni. Ákvörðunin hafi byggt á því að engin staðsetning væri fullkomin heldur hafi skásta staðsetningin verið lögð fram. Sú staðsetning hafi þó reynst umdeild meðal íbúa og sé í grennd við ákveðnar íbúðir á jarðhæð eins stigagangs. Orsök óánægju séu nálægð leiktækjanna, áhrif þeirra á breytt útsýni og ásýnd margra íbúða út um stofuglugga. Afstaða eigenda sé breytileg eftir því hvar eign þeirra sé með tilliti til mögulegs leiksvæðis. Kosningin hafi verið jöfn um leiktækin og með tilliti til erinda sem borist hafi húsfélögum gegn uppsetningu þeirra sé ekki hægt að staðhæfa um að fá eigendur sé að ræða. Kærunefnd fellst hinsvegar á kröfu íbúa um að það nægi samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur á húsfundi. Fyrirhugað leiksvæði sé aðeins um 40 fermetrar af 2000 fermetra sameiginlegri lóð. Því telur nefndin of íþyngjandi að krafist sé samþykki 2/3 íbúa. Þá telur nefndin það jafnframt hafa þýðingu að um sé að ræða tillögu um framkvæmd sem sérstaklega sé tekið fram í skilalýsingu hússins að sé möguleg, þó hún hafi ekki verið innifalin við byggingu þess.
Húsnæðismál Hús og heimili Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira