Björk heiðursborgari Reykjavíkur og fær styttu sér til heiðurs Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 15:44 Björk á sviði á Coachella hátíðinni í fyrra. Vísir/Getty Borgarráð samþykkti í dag að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Björk er sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður og mun myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir gera Bjarkar- styttu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að á fundi borgarráðs hafi verið samþykkt að í stað hefðbundinnar athafnar, eins og þegar heiðursborgarar eru útnefndir, yrði Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona fengin til að gera Bjarkar-styttu. Gabríela mun vinna verkið og gera áætlun um kostnað og tillögu að staðsetningu í samráði við Listasafn Reykjavíkur. Staðsetningin kemur til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Tíma- og fjárhagsáætlun verður lögð fyrir borgarráð þegar hún liggur fyrir. Tónlistarkona á heimsmælikvarða Um Björk segir í tilkynningu borgarinnar að hún sé „tónlistarkona á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð. Hún hefur verið áberandi í íslensku og alþjóðlegu lista- og menningarlífi um fjögurra áratuga skeið, sem söngkona, tónskáld, plötuútgefandi og leikkona en einnig frumkvöðull og baráttukona á ýmsum sviðum. Hún er sá íslenski listamaður sem náð hefur mestri frægð utan landsteinanna en hún er ekki bara þekkt fyrir hæfileika sína og list, heldur einnig einstakan persónuleika sem skín í gegnum öll hennar verk. Fáir ef nokkrir hafa lyft nafni Reykjavíkur meira en Björk.“ Þá er einnig farið yfir feril hennar og ævi en hún fæddist og ólst upp í Reykjavík. Björk hefur á löngum ferli sínum starfað sem söngkona ýmissa hljómsveita og svo sóló. Auk þess hefur hún leikir í nokkrum kvikmyndum. Nánar er fjallað um Björk á vef borgarinnar en hún var í viðtali við Vísi í haust sem hægt er að lesa hér að neðan. Þar ræddi hún samstarfið við spænsku stórstjörnuna Rosaliu, náttúruverndina, tónleikaferðalögin og baráttu sína gegn sjókvíaeldi. Aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur eru séra Bjarni Jónsson (1961), Kristján Sveinsson augnlæknir (1975), frú Vigdís Finnbogadóttir (2010), Erró (Guðmundur Guðmundsson, 2012), Yoko Ono (2013), Friðrik Ólafsson stórmeistari (2015) og Þorgerður Ingólfsdóttir tónlistarkennari og kórstjóri (2018). Síðasti borgarráðsfundur Dags Dagur B. Eggertsson hættir sem borgarstjóri í næstu viku og birti færslu síðdegis í dag þar sem hann fjallar um fund borgarráðs í dag. Það er hans síðasti sem borgarstjóri en hann tekur við sem formaður borgarráðs þegar Einar Þorsteinsson tekur við sem borgarstjóri. „Ég hef sem sagt setið þá marga en þetta var með þeim allra bestu og árangursríkustu,“ segir Dagur í færslunni sem má lesa hér að neðan. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Björk Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 31. janúar 2018 16:45 Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Borgarstjóri útnefndi Friðrik Ólafsson sjötta heiðursborgara Reykjavíkur í dag. Hann er einnig heiðursfélagi í FIDE. 28. janúar 2015 19:27 Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák fagnar áttatíu ára afmæli í dag. 26. janúar 2015 19:30 Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag. 9. október 2013 16:15 Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1. september 2012 17:05 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að á fundi borgarráðs hafi verið samþykkt að í stað hefðbundinnar athafnar, eins og þegar heiðursborgarar eru útnefndir, yrði Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona fengin til að gera Bjarkar-styttu. Gabríela mun vinna verkið og gera áætlun um kostnað og tillögu að staðsetningu í samráði við Listasafn Reykjavíkur. Staðsetningin kemur til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Tíma- og fjárhagsáætlun verður lögð fyrir borgarráð þegar hún liggur fyrir. Tónlistarkona á heimsmælikvarða Um Björk segir í tilkynningu borgarinnar að hún sé „tónlistarkona á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð. Hún hefur verið áberandi í íslensku og alþjóðlegu lista- og menningarlífi um fjögurra áratuga skeið, sem söngkona, tónskáld, plötuútgefandi og leikkona en einnig frumkvöðull og baráttukona á ýmsum sviðum. Hún er sá íslenski listamaður sem náð hefur mestri frægð utan landsteinanna en hún er ekki bara þekkt fyrir hæfileika sína og list, heldur einnig einstakan persónuleika sem skín í gegnum öll hennar verk. Fáir ef nokkrir hafa lyft nafni Reykjavíkur meira en Björk.“ Þá er einnig farið yfir feril hennar og ævi en hún fæddist og ólst upp í Reykjavík. Björk hefur á löngum ferli sínum starfað sem söngkona ýmissa hljómsveita og svo sóló. Auk þess hefur hún leikir í nokkrum kvikmyndum. Nánar er fjallað um Björk á vef borgarinnar en hún var í viðtali við Vísi í haust sem hægt er að lesa hér að neðan. Þar ræddi hún samstarfið við spænsku stórstjörnuna Rosaliu, náttúruverndina, tónleikaferðalögin og baráttu sína gegn sjókvíaeldi. Aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur eru séra Bjarni Jónsson (1961), Kristján Sveinsson augnlæknir (1975), frú Vigdís Finnbogadóttir (2010), Erró (Guðmundur Guðmundsson, 2012), Yoko Ono (2013), Friðrik Ólafsson stórmeistari (2015) og Þorgerður Ingólfsdóttir tónlistarkennari og kórstjóri (2018). Síðasti borgarráðsfundur Dags Dagur B. Eggertsson hættir sem borgarstjóri í næstu viku og birti færslu síðdegis í dag þar sem hann fjallar um fund borgarráðs í dag. Það er hans síðasti sem borgarstjóri en hann tekur við sem formaður borgarráðs þegar Einar Þorsteinsson tekur við sem borgarstjóri. „Ég hef sem sagt setið þá marga en þetta var með þeim allra bestu og árangursríkustu,“ segir Dagur í færslunni sem má lesa hér að neðan.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Björk Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 31. janúar 2018 16:45 Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Borgarstjóri útnefndi Friðrik Ólafsson sjötta heiðursborgara Reykjavíkur í dag. Hann er einnig heiðursfélagi í FIDE. 28. janúar 2015 19:27 Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák fagnar áttatíu ára afmæli í dag. 26. janúar 2015 19:30 Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag. 9. október 2013 16:15 Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1. september 2012 17:05 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 31. janúar 2018 16:45
Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Borgarstjóri útnefndi Friðrik Ólafsson sjötta heiðursborgara Reykjavíkur í dag. Hann er einnig heiðursfélagi í FIDE. 28. janúar 2015 19:27
Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák fagnar áttatíu ára afmæli í dag. 26. janúar 2015 19:30
Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag. 9. október 2013 16:15
Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1. september 2012 17:05