Ákæra á hendur manninum var birt í Lögbirtingarblaðinu í dag en svo virðist sem tekist hafi að birta félaga hans ákæru með hefðbundnum hætti.
Mönnunum er gefið að sök að hafa slegið mann í andlitið og tekið síma hans og bíllykla, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á andlitsbeini, bólgu, mar og þreifieymsli yfir kinnbeini og gagnauga og blæðingu við vinstra auga.
Í ákæru segir að ránið hafi verið framið fyrir utan sumarbústað við Svignaskarð í Borgarbyggð í desember árið 2021.