Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk Arnardóttir var handtekin og framseld til Noregs vegna þess að norska lögreglan ályktaði sem svo að hún ætlaði ekki að mæta fyrir dóm. Hún hafði gert ferðaplön fyrir dóm í Noregi en áður en til þess kom var handtökuskipun gefin út. Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. Þetta kemur fram í dómnum yfir Eddu Björk sem hlaut í dag tuttugu mánaða refsingu fyrir að flytja syni sína þrjá á brott frá Noregi í einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Ályktuðu að Edda ætlaði ekki að mæta Gefin var út handtökuskipun á Eddu Björk í Noregi í júlí 2023 vegna þess að hún hafði ekki svarað stefnu norsku lögreglunnar. Gerðu norsk yfirvöld þannig ráð fyrir að hún ætlaði ekki að mæta í aðalmeðferð málsins í ágúst. Edda Björk hefur alltaf haldið því fram að hún hafi ætlað að mæta en handtökuskipun hafi verið gefin út áður en þinghaldið átti að fara fram. „Síðastliðið sumar var gefin út handtökubeiðni á mig í Noregi. Forsendur hennar eru sagðar þær að ég hafi ekki brugðist við fyrirkalli til að mæta í réttarhöld yfir mér þann 9. og 10. ágúst síðastliðinn. Þann 28. júlí eða 12 dögum FYRIR áætlaða aðalmeðferð var óskað eftir því að ég yrði handtekin og framseld,“ sagði Edda Björk í yfirlýsingu á Facebook í sumar. „Ekkert í gögnum frá Noregi sýnir að ég hafi ekki ætlað að mæta fyrir dóm, þvert á móti var lögmaður minn í Noregi búinn að staðfesta þessar dagsetningar við réttinn.“ Ekki tilbúin að fara út í óvissu Edda Björk, sem þá fór huldu höfði á Íslandi, sagðist ekki tilbúin að láta handtaka sig og láta færa sig til Noregs án þess að dagsetning væri komin á ný réttarhöld. Svo fór að íslensk yfirvöld samþykktu framsalsbeiðni Norðmanna, leit var gerð að Eddu Björk og sonum hennar og hún handtekin og framseld til Noregs í desember. Þar hefur hún sætt gæsluvarðhaldi. Í dómi þingréttarins í Þelamörk viðurkennir saksóknari að hann geti ekki litið hjá því að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, svo sem með afhendingu með stafrænum leiðum eða fyrirspurnum til verjanda Eddu Bjarkar. Aðalmeðferðinni sem hafði verið dagsett í ágúst var frestað þar sem lögreglan taldi Eddu ekki hafa brugðist. Eddu hefði hins vegar verið kunnugt um dagsetningu réttarhaldanna í gegnum lögmann sinn og hafði gert ferðaplön til Noregs vegna þeirra. Því taldi dómurinn ljóst að frestunin væri ekki Eddu að kenna og málið hefði vel getað farið fram í ágúst. Afpláni á Íslandi Taldi dómurinn rétt að gefa 15 prósenta frádrátt á refsingun vegna þess að málið hafi tekið óþarflega mikinn tíma. Var refsingin að þeim frádrætti meðtöldum ákveðin tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður sem gætir hagsmuna Eddu Bjarkar, segir Eddu enn í gæsluvarðhaldi ytra eftir dómsuppkvaðninguna. Unnið sé hörðum höndum að fá hana heim til Íslands. Það hafi verið eina skilyrði ríkissaksóknara fyrir framsalinu að Edda Björk fengi að afplána dóminn á Íslandi. Nú þurfi að athuga hvort ríkissaksóknari gangi ekki eftir því að staðið verði við það skilyrði. Þá sé til skoðunar hvort Edda Björk geti afplánað dóminn með samfélagsþjónustu. Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Þetta kemur fram í dómnum yfir Eddu Björk sem hlaut í dag tuttugu mánaða refsingu fyrir að flytja syni sína þrjá á brott frá Noregi í einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Ályktuðu að Edda ætlaði ekki að mæta Gefin var út handtökuskipun á Eddu Björk í Noregi í júlí 2023 vegna þess að hún hafði ekki svarað stefnu norsku lögreglunnar. Gerðu norsk yfirvöld þannig ráð fyrir að hún ætlaði ekki að mæta í aðalmeðferð málsins í ágúst. Edda Björk hefur alltaf haldið því fram að hún hafi ætlað að mæta en handtökuskipun hafi verið gefin út áður en þinghaldið átti að fara fram. „Síðastliðið sumar var gefin út handtökubeiðni á mig í Noregi. Forsendur hennar eru sagðar þær að ég hafi ekki brugðist við fyrirkalli til að mæta í réttarhöld yfir mér þann 9. og 10. ágúst síðastliðinn. Þann 28. júlí eða 12 dögum FYRIR áætlaða aðalmeðferð var óskað eftir því að ég yrði handtekin og framseld,“ sagði Edda Björk í yfirlýsingu á Facebook í sumar. „Ekkert í gögnum frá Noregi sýnir að ég hafi ekki ætlað að mæta fyrir dóm, þvert á móti var lögmaður minn í Noregi búinn að staðfesta þessar dagsetningar við réttinn.“ Ekki tilbúin að fara út í óvissu Edda Björk, sem þá fór huldu höfði á Íslandi, sagðist ekki tilbúin að láta handtaka sig og láta færa sig til Noregs án þess að dagsetning væri komin á ný réttarhöld. Svo fór að íslensk yfirvöld samþykktu framsalsbeiðni Norðmanna, leit var gerð að Eddu Björk og sonum hennar og hún handtekin og framseld til Noregs í desember. Þar hefur hún sætt gæsluvarðhaldi. Í dómi þingréttarins í Þelamörk viðurkennir saksóknari að hann geti ekki litið hjá því að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, svo sem með afhendingu með stafrænum leiðum eða fyrirspurnum til verjanda Eddu Bjarkar. Aðalmeðferðinni sem hafði verið dagsett í ágúst var frestað þar sem lögreglan taldi Eddu ekki hafa brugðist. Eddu hefði hins vegar verið kunnugt um dagsetningu réttarhaldanna í gegnum lögmann sinn og hafði gert ferðaplön til Noregs vegna þeirra. Því taldi dómurinn ljóst að frestunin væri ekki Eddu að kenna og málið hefði vel getað farið fram í ágúst. Afpláni á Íslandi Taldi dómurinn rétt að gefa 15 prósenta frádrátt á refsingun vegna þess að málið hafi tekið óþarflega mikinn tíma. Var refsingin að þeim frádrætti meðtöldum ákveðin tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður sem gætir hagsmuna Eddu Bjarkar, segir Eddu enn í gæsluvarðhaldi ytra eftir dómsuppkvaðninguna. Unnið sé hörðum höndum að fá hana heim til Íslands. Það hafi verið eina skilyrði ríkissaksóknara fyrir framsalinu að Edda Björk fengi að afplána dóminn á Íslandi. Nú þurfi að athuga hvort ríkissaksóknari gangi ekki eftir því að staðið verði við það skilyrði. Þá sé til skoðunar hvort Edda Björk geti afplánað dóminn með samfélagsþjónustu.
Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira