Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Jón Þór Stefánsson skrifar 11. janúar 2024 20:37 Edda Björk hlaut í dag tuttugu mánaða fangelsisdóm í Þingréttinum í Þelamörk. Vísir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. Þetta kemur fram í dómnum sem féll í dag, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum var notast við einkaflugvél við aðgerðina. Umrædd vél hafi verið tilbúinn til flugtaks um leið og drengirnir færu um borð. Þá segir að Edda hafi þurft að útbúa eða hafa uppi fölsuð ferðaskírteini til þess að framkvæma aðgerðina. Dómurinn fullyrðir jafnframt að brottnám drengjanna út af fyrir sig hafi verið vel undirbúið. Ljóst sé að hún hafi þurft á hjálp að minnsta kosti eins einstaklings í Noregi. Hver sá aðstoðarmaður sé er þó óljóst, en í dómnum segir að lögreglunni hafi ekki tekist að segja til um það. Þá hafi Edda ekki viljað svara spurningum um þennan aðstoðarmann. Þung byrði Þingrétturinn í Þelamörk vill meina að engin sönnunargögn hafi bent til þess að synir Eddu Bjarkar hafi óskað þess að flytja frá föður sínum í Noregi til Íslands. Dómurinn segist þó ekki draga í efa að drengirnir hafi viljað vera með móður sinni og systrum. Það fyrirkomulag sem hafi verið á hlutunum, þar sem drengirnir hittu móður sína undir eftirliti hafi verið gott að sögn dómsins. Að mati dómsins er ljóst að með því að nema drengina á brott hafi þung byrði verið sett á herðar þeirra. „Það er ljóst að fjallað hefur verið um mál sakborningsins í fjölmiðlum á Íslandi og á samfélagsmiðlum. Þar hefur hún ítrekað haldið því fram að hún hafi bjargað lífi drengjanna frá hræðilegu líferni með ofbeldisfullum manni í Noregi,“ segir í dómnum. Þar kemur einnig fram að Edda hafi játað að hluta að hafa framið brot með athæfi sínu. Við ákvörðun sína leit dómurinn þar af leiðandi til þess að Edda hefði haft ásetning í því að fremja umrædd brot. Fyrir dómi hafi hún borið fyrir sig að drengirnir vildu flytja frá föður sínum aftur til Íslands. Jafnframt hafi hún viljað meina að faðir þeirra væri ekki að sinna uppeldi drengjanna nægilega vel. Að hennar sögn hafi þeir til að mynda ekki fengið þá heilbrigðisaðstoð sem þeir þurftu á að halda. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að slíkt væri ekki rétt. Þá segir í dómnum að ásakanir Eddu um slæmt uppeldi föðurins væru tilefnislausar. Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Þetta kemur fram í dómnum sem féll í dag, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum var notast við einkaflugvél við aðgerðina. Umrædd vél hafi verið tilbúinn til flugtaks um leið og drengirnir færu um borð. Þá segir að Edda hafi þurft að útbúa eða hafa uppi fölsuð ferðaskírteini til þess að framkvæma aðgerðina. Dómurinn fullyrðir jafnframt að brottnám drengjanna út af fyrir sig hafi verið vel undirbúið. Ljóst sé að hún hafi þurft á hjálp að minnsta kosti eins einstaklings í Noregi. Hver sá aðstoðarmaður sé er þó óljóst, en í dómnum segir að lögreglunni hafi ekki tekist að segja til um það. Þá hafi Edda ekki viljað svara spurningum um þennan aðstoðarmann. Þung byrði Þingrétturinn í Þelamörk vill meina að engin sönnunargögn hafi bent til þess að synir Eddu Bjarkar hafi óskað þess að flytja frá föður sínum í Noregi til Íslands. Dómurinn segist þó ekki draga í efa að drengirnir hafi viljað vera með móður sinni og systrum. Það fyrirkomulag sem hafi verið á hlutunum, þar sem drengirnir hittu móður sína undir eftirliti hafi verið gott að sögn dómsins. Að mati dómsins er ljóst að með því að nema drengina á brott hafi þung byrði verið sett á herðar þeirra. „Það er ljóst að fjallað hefur verið um mál sakborningsins í fjölmiðlum á Íslandi og á samfélagsmiðlum. Þar hefur hún ítrekað haldið því fram að hún hafi bjargað lífi drengjanna frá hræðilegu líferni með ofbeldisfullum manni í Noregi,“ segir í dómnum. Þar kemur einnig fram að Edda hafi játað að hluta að hafa framið brot með athæfi sínu. Við ákvörðun sína leit dómurinn þar af leiðandi til þess að Edda hefði haft ásetning í því að fremja umrædd brot. Fyrir dómi hafi hún borið fyrir sig að drengirnir vildu flytja frá föður sínum aftur til Íslands. Jafnframt hafi hún viljað meina að faðir þeirra væri ekki að sinna uppeldi drengjanna nægilega vel. Að hennar sögn hafi þeir til að mynda ekki fengið þá heilbrigðisaðstoð sem þeir þurftu á að halda. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að slíkt væri ekki rétt. Þá segir í dómnum að ásakanir Eddu um slæmt uppeldi föðurins væru tilefnislausar.
Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira