Leikurinn fór fram á Ancient og ÍA stilltu sér í varnarstöður í fyrri hálfleik. Vörn þeirra reyndist þó ekki til reiðu búin fyrir sókn FH-inga sem stýrðu hverju einasta augnabliki leiksins. Blazter og Mozar7, leikmenn FH leiddu fellutöfluna í algjörri einstefnu leiksins.
ÍA fundu sína fyrstu lotu í elleftu tilraun og staðan því 1-10 og útlitið nokkuð grimmt fyrir þá gulu.
Staðan í hálfleik: ÍA 1-11 FH
ÍA sigruðu aðra lotu í upphafi seinni hálfleiks, staðan þá 2-11. ÍA fundu þó náðarhöggið snöggt og bundu enda á fyrsta leik nýrra leikmanna ÍA sem þeir munu eflaust vilja gleyma sem fyrst.
Lokatölur: ÍA 2-13 FH
FH halda í við Young Prodigies og Saga, en liðin eru með 12 stig hvert. ÍA eru enn í níunda sæti deildarinnar með átta stig.