Átta eru sagðir slasaðir og hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar verið kallaðar á vettvang.
Einnig fylgjumst við áfram með leitinni að manninum sem féll niður um sprungu á miðvikudaginn var. Leit var hætt í gærkvöldi vegna aðstæðna á slysstað en henni var fram haldið í birtingu.
Þá verður rætt við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem skorar á félagsmenn að halda aftur af verðhækkunum og taka þannig þátt í að þjóðarsátt náist milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ.
Og í íþróttapakkanum verður Evrópumótið í Handbolta fyrirferðarmest. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins er síðdegis þegar strákarnir okkar mæta Serbum.