Fólk muni koma víða að til að sjá styttu af Reykvíkingi á heimsmælikvarða Árni Sæberg skrifar 12. janúar 2024 15:28 Einar telur að listaverkið verði mikil lyftistöng fyrir Reykjavík. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson, sem tekur við embætti borgarstjóra í næstu viku, segir að Björk Guðmundsdóttir sé sá Reykvíkingur sem mest hefur gert til að koma Reykjavík á kortið á heimsvísu. Því hafi einróma ákvörðun borgarráðs um að heiðra hana með listaverki verið bæði góð og skemmtileg. Greint var frá því í gær að Björk Guðmundsdóttir hefði verið sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkur og að stytta yrði gerð henni til heiðurs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að borgarráð hafi verið einróma þegar Dagur B. Eggertsson lagði fram tillögu að því að sæma Björk nafnbótinni. Það var hans síðasta verk á borgarráðsfundi sem borgarstjóri. Þeir Einar munu hafa stólaskipti á þriðjudag og Dagur verður formaður borgarráðs en Einar borgarstjóri. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega skemmtileg ákvörðun sem borgarráð tók einróma, að heiðra Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Við förum afar sparlega með þessar útnefningar, hún er aðeins sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður. En hún er einfaldlega Reykvíkingur á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð, það er bara þannig.“ Þá segist hann hafa fengið fjölda skilaboða í gær þar sem fólk tjáði honum ánægju sína með ákvörðun borgarráðs. Það sé skemmtileg tilbreyting. Sennilega ekki hefðbundin stytta Einar segir að einungis sé búið að samþykkja að gerð verði stytta til heiðurs Björk, útlit hennar og staðsetning hafi ekki verið ákveðið. Listakonan Gabríela Friðriksdóttir hafi verið fengin til verksins að beiðni Bjarkar. Þær séu perluvinkonur og muni vinna að gerð styttunnar saman. Hann kveðst ekki búast við því að styttan verði eitthvað í líkingu við hefðbundnar styttur af merkum mönnum. Þær stöllur séu listrænari en svo. Ýmislegt sem þarf að hafa í huga Þá segir Einar að alheimsfrægð Bjarkar muni að öllum líkindum gera það að verkum að töluverður fjöldi fólks muni leggja leið sína að listaverki sem skapað er henni til heiðurs. Því sé nauðsynlegt að hafa aðgengismál í huga þegar listaverkinu er valin staðsetning. Engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum og listakonurnar tvær muni koma að slíkri ákvörðun. Þó er ljóst að fara verður eftir hinum ýmsu reglum og í tilkynningu um ákvörðun borgarráðs segir að staðsetningin komi til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Loks segir Einar að ekkert liggi fyrir um kostnað verkefnisins. Gabríela muni skila inn kostnaðaráætlun til borgarráðs, sem muni þó ekki samþykkja tugmilljóna framlag til verkefnisins. Kostnaðurinn verði ekki mikill í stóra samhenginu. Björk Reykjavík Myndlist Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Greint var frá því í gær að Björk Guðmundsdóttir hefði verið sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkur og að stytta yrði gerð henni til heiðurs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að borgarráð hafi verið einróma þegar Dagur B. Eggertsson lagði fram tillögu að því að sæma Björk nafnbótinni. Það var hans síðasta verk á borgarráðsfundi sem borgarstjóri. Þeir Einar munu hafa stólaskipti á þriðjudag og Dagur verður formaður borgarráðs en Einar borgarstjóri. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega skemmtileg ákvörðun sem borgarráð tók einróma, að heiðra Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Við förum afar sparlega með þessar útnefningar, hún er aðeins sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður. En hún er einfaldlega Reykvíkingur á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð, það er bara þannig.“ Þá segist hann hafa fengið fjölda skilaboða í gær þar sem fólk tjáði honum ánægju sína með ákvörðun borgarráðs. Það sé skemmtileg tilbreyting. Sennilega ekki hefðbundin stytta Einar segir að einungis sé búið að samþykkja að gerð verði stytta til heiðurs Björk, útlit hennar og staðsetning hafi ekki verið ákveðið. Listakonan Gabríela Friðriksdóttir hafi verið fengin til verksins að beiðni Bjarkar. Þær séu perluvinkonur og muni vinna að gerð styttunnar saman. Hann kveðst ekki búast við því að styttan verði eitthvað í líkingu við hefðbundnar styttur af merkum mönnum. Þær stöllur séu listrænari en svo. Ýmislegt sem þarf að hafa í huga Þá segir Einar að alheimsfrægð Bjarkar muni að öllum líkindum gera það að verkum að töluverður fjöldi fólks muni leggja leið sína að listaverki sem skapað er henni til heiðurs. Því sé nauðsynlegt að hafa aðgengismál í huga þegar listaverkinu er valin staðsetning. Engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum og listakonurnar tvær muni koma að slíkri ákvörðun. Þó er ljóst að fara verður eftir hinum ýmsu reglum og í tilkynningu um ákvörðun borgarráðs segir að staðsetningin komi til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Loks segir Einar að ekkert liggi fyrir um kostnað verkefnisins. Gabríela muni skila inn kostnaðaráætlun til borgarráðs, sem muni þó ekki samþykkja tugmilljóna framlag til verkefnisins. Kostnaðurinn verði ekki mikill í stóra samhenginu.
Björk Reykjavík Myndlist Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira