Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. janúar 2024 18:56 Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. „Það dregur alltaf jafnt og þétt úr og þetta er orðið, hvað eigum við að segja, einstaka strokur með kvikuslettum upp í loftið á nokkurra sekúndna fresti,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, þegar hann var inntur eftir því hvað hann teldi að gerðist næst í eldgosinu norður af Grindavík í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enn sé nokkuð hraunflæði undir eldgosinu, en allt útlit sé fyrir að gosinu fari senn að ljúka. Þegar er hætt að gjósa úr syðri gígnum, sem var Grindavíkurmegin við varnargarða á svæðinu. Þrjú hús urðu hrauni úr þeim gíg að bráð í gær. Þorvaldur segir virknina að mestu bundna við nyrðri gíginn. Enn sé hraunflæði frá honum, en hraunið renni eftir varnargörðum til vesturs. Nýjar gossprungur ólíklegar en faldar sprungur víða Þorvaldur segir ólíklegt að nýjar gossprungur opnist á svæðinu, nú þegar tekið er að draga úr virkninni. „Mér sýnist þetta ætla að fara að enda frekar. Ef það væri ennþá stöðugt flæði af kviku upp, og það væri jafnt, þá myndi virknin á yfirborði líka vera nokkuð jöfn, og ekki breytast mikið. Við höfum séð hið andstæða,“ sagði Þorvaldur. Til að ný sprunga opnaðist þyrfti að verða aukning í hraunflæðinu, en lítið bendi til þess. Þorvaldur var spurður hversu öruggt væri að vera í bænum. Hann benti á að faldar sprungur gætu leynst víða í bænum, eins og björgunarsveitarmaður fékk að kynnast í dag. „En vant fólk það fer mjög varlega. En þetta er ekki staður fyrir almenning,“ sagði Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15. janúar 2024 17:29 Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27 „Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. 15. janúar 2024 15:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Það dregur alltaf jafnt og þétt úr og þetta er orðið, hvað eigum við að segja, einstaka strokur með kvikuslettum upp í loftið á nokkurra sekúndna fresti,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, þegar hann var inntur eftir því hvað hann teldi að gerðist næst í eldgosinu norður af Grindavík í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enn sé nokkuð hraunflæði undir eldgosinu, en allt útlit sé fyrir að gosinu fari senn að ljúka. Þegar er hætt að gjósa úr syðri gígnum, sem var Grindavíkurmegin við varnargarða á svæðinu. Þrjú hús urðu hrauni úr þeim gíg að bráð í gær. Þorvaldur segir virknina að mestu bundna við nyrðri gíginn. Enn sé hraunflæði frá honum, en hraunið renni eftir varnargörðum til vesturs. Nýjar gossprungur ólíklegar en faldar sprungur víða Þorvaldur segir ólíklegt að nýjar gossprungur opnist á svæðinu, nú þegar tekið er að draga úr virkninni. „Mér sýnist þetta ætla að fara að enda frekar. Ef það væri ennþá stöðugt flæði af kviku upp, og það væri jafnt, þá myndi virknin á yfirborði líka vera nokkuð jöfn, og ekki breytast mikið. Við höfum séð hið andstæða,“ sagði Þorvaldur. Til að ný sprunga opnaðist þyrfti að verða aukning í hraunflæðinu, en lítið bendi til þess. Þorvaldur var spurður hversu öruggt væri að vera í bænum. Hann benti á að faldar sprungur gætu leynst víða í bænum, eins og björgunarsveitarmaður fékk að kynnast í dag. „En vant fólk það fer mjög varlega. En þetta er ekki staður fyrir almenning,“ sagði Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15. janúar 2024 17:29 Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27 „Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. 15. janúar 2024 15:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15. janúar 2024 17:29
Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27
„Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. 15. janúar 2024 15:40