„Það eru þarna götur og svæði sem ekki verða byggð upp aftur“ Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. janúar 2024 12:01 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Ríkisstjórnin fundaði með bæjarstjórn og bæjarstjóra Grindavíkur að loknum reglulegum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þar verður rætt vítt og breytt um málefni bæjarins vegna jarðhræringanna sem undanfarna mánuði. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur sagði fyrir fund að rætt yrði um mörg málefni, til að mynda húsnæðismálin, lagnamálin og fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. „Það verða örugglega mjög skertar útsvarstekjur og við þessar aðstæður er ekki hægt að leggja á fasteignagjöld og þetta eru tveir langstærstu tekjustofnar sveitarfélaga. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og fá stuðning við, að bæjarsjóður fái þetta bætt,“ segir Fannar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Fannar Jónasson eftir fund Það hafi verið þungt högg þegar sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna á sunnudag. Þá sé enn verið að vinna að hugmyndum um hvenær hægt verði að búa aftur í bænum. „Við erum enn að vinna með þær hugmyndir og þær aðgerðir að Grindavík verði byggð upp aftur. Hversu raunhæft er að gera mikil plön í því sambandi núna er annað mál. En við erum ekki að sjá að Grindavík og samfélagið okkar sé úr sögunni heldur ætlum við að gera okkar besta til að flytja heim. En það eru náttúran og örlögin sem stjórna þessu,“ segir Fannar. Rétt áður en fundurinn hófst í hádeginu.Vísir/Einar Hann segir mjög erfitt að átta sig á ástandinu innan bæjarins. „Það eru þarna götur og svæði sem ekki verða byggð upp aftur og við breytum því í fallega garða vonandi. En það er mjög erfitt að átta sig á þessu, það varð svo mikil kúvending við þetta eldgos þannig við verðum bara að sjá og anda rólega í bili,“ segir Fannar. Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin virkni en of snemmt að lýsa yfir goslokum Of snemmt er að lýsa yfir goslokum þrátt fyrir að engin virkni hafi verið sjáanleg í gossprungunum frá því um klukkan eitt í nótt. Enn er mikil hætta á svæðinu. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt Veðurstofu Íslands um eldgos norðan Grindavíkur. 16. janúar 2024 11:35 Heitt vatn komið á vestari hluta bæjarins: Vilja fá lykla að húsunum Búið er að koma á heitu vatn í hús vestan Víkurbrautar í Grindavík. Almannavarnir fóru í það verkefni í gærkvöldi í samstarfi við HS Veitur. Almannavarnir óska þess nú að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. 16. janúar 2024 10:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur sagði fyrir fund að rætt yrði um mörg málefni, til að mynda húsnæðismálin, lagnamálin og fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. „Það verða örugglega mjög skertar útsvarstekjur og við þessar aðstæður er ekki hægt að leggja á fasteignagjöld og þetta eru tveir langstærstu tekjustofnar sveitarfélaga. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og fá stuðning við, að bæjarsjóður fái þetta bætt,“ segir Fannar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Fannar Jónasson eftir fund Það hafi verið þungt högg þegar sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna á sunnudag. Þá sé enn verið að vinna að hugmyndum um hvenær hægt verði að búa aftur í bænum. „Við erum enn að vinna með þær hugmyndir og þær aðgerðir að Grindavík verði byggð upp aftur. Hversu raunhæft er að gera mikil plön í því sambandi núna er annað mál. En við erum ekki að sjá að Grindavík og samfélagið okkar sé úr sögunni heldur ætlum við að gera okkar besta til að flytja heim. En það eru náttúran og örlögin sem stjórna þessu,“ segir Fannar. Rétt áður en fundurinn hófst í hádeginu.Vísir/Einar Hann segir mjög erfitt að átta sig á ástandinu innan bæjarins. „Það eru þarna götur og svæði sem ekki verða byggð upp aftur og við breytum því í fallega garða vonandi. En það er mjög erfitt að átta sig á þessu, það varð svo mikil kúvending við þetta eldgos þannig við verðum bara að sjá og anda rólega í bili,“ segir Fannar.
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin virkni en of snemmt að lýsa yfir goslokum Of snemmt er að lýsa yfir goslokum þrátt fyrir að engin virkni hafi verið sjáanleg í gossprungunum frá því um klukkan eitt í nótt. Enn er mikil hætta á svæðinu. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt Veðurstofu Íslands um eldgos norðan Grindavíkur. 16. janúar 2024 11:35 Heitt vatn komið á vestari hluta bæjarins: Vilja fá lykla að húsunum Búið er að koma á heitu vatn í hús vestan Víkurbrautar í Grindavík. Almannavarnir fóru í það verkefni í gærkvöldi í samstarfi við HS Veitur. Almannavarnir óska þess nú að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. 16. janúar 2024 10:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Engin virkni en of snemmt að lýsa yfir goslokum Of snemmt er að lýsa yfir goslokum þrátt fyrir að engin virkni hafi verið sjáanleg í gossprungunum frá því um klukkan eitt í nótt. Enn er mikil hætta á svæðinu. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt Veðurstofu Íslands um eldgos norðan Grindavíkur. 16. janúar 2024 11:35
Heitt vatn komið á vestari hluta bæjarins: Vilja fá lykla að húsunum Búið er að koma á heitu vatn í hús vestan Víkurbrautar í Grindavík. Almannavarnir fóru í það verkefni í gærkvöldi í samstarfi við HS Veitur. Almannavarnir óska þess nú að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. 16. janúar 2024 10:59