Alma leigufélag segir málið á misskilningi byggt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2024 21:27 Rebekka Saidy var ekki sátt við svörin sem hún fékk fyrst frá Ölmu leigufélagi. Vísir Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir félagið gera allt sitt til að koma til móts við Grindvíkinga. Mál íbúa sem fékk þau svör að hún gæti ekki losnað undan leigusamningi með litlum fyrirvara hafi verið á misskilningi byggt. „Ég er í fríi erlendis og hef ekki kynnt mér forsögu málsins. Aftur á móti get ég fullvissað þig um að það sé byggt á misskilningi,“ segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags í skriflegu svari til Vísis. Fékk fyrst þvert nei Tilefnið er Facebook færsla Rebekku Saidy, íbúa í Grindavíkur, sem leigir íbúð af leigufélaginu. Hún lýsir því að fimm manna fjölskylda hennar hafi verið í lítilli íbúð tveggja herbergja íbúð undanfarinn mánuð. Í dag hafi henni boðist stærri eign til langtíma, þar sem muni fara betur um fjölskylduna. Hún hafi sett sig í samband við Ölmu og athugað hvort hún gæti ekki komist undan þriggja mánaða uppsagnarfresti, í ljósi aðstæðna. Svarið hafi hinsvegar verið þvert nei. Í samtali við Vísi segir Rebekka að hún hafi óvænt fengið tölvupóst frá leigufélaginu á áttunda tímanum í kvöld. Þar hafi henni verið tjáð að félaginu þætti leitt að hafa ekki skoðað málið nánar, hún gæti skilað íbúðinni þegar henni hentar. „Það marg borgar sig að hafa hátt,“ segir Rebekka. Hún segir þröngt hafa verið á þingi hjá fjölskyldunni hingað til en þrjár dætur hennar hafa gist á dýnum í einu herbergi. Alma hafi lagt sitt af mörkum „Við munum leyfa fyrrverandi íbúum Grindavíkur sem nú búa í okkar eignum utan Grindavíkur að skila af sér eignum daginn eftir að þeir tilkynna okkur um uppsögn,“ segir Ingólfur Árni, framkvæmdastjóri Ölmu, í skriflegu svari til Vísis vegna málsins. Hann segir það vera bæði ósanngjarnt og óheiðarlegt að halda því fram að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að standa með og styðja við íbúa Grindavíkur. Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, segir félagið engin svör hafa fengið frá stjórnvöldum eftir að hafa boðið sinn stuðning. „Við rukkuðum ekki leigu fyrir desember í Grindavík og endurgreiddum leigu fyrir þann hluta í nóvember sem íbúum var meinað að gista í Grindavík.“ Engin svör frá stjórnvöldum „Þeim leigjendum okkar í Grindavík sem vildu losna undan leigusamningum bauðst að losna undan þeim án nokkurs fyrirvara og reynt var eftir fremsta megni að finna aðrar eignir innan eignasafns Ölmu sem gátu hentað þeim.“ Hann segir að til viðbótar hafi Alma og tengd félög boðið opinberum aðilum yfir hundrað íbúðir til kaups eða leigu strax í nóvember. „Til að koma til móts við íbúðavanda Grindvíkinga. Allar þessar íbúðir hefði verið búið að afhenda í dag. Lítil sem engin svör fengust.“ Leigumarkaður Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira
„Ég er í fríi erlendis og hef ekki kynnt mér forsögu málsins. Aftur á móti get ég fullvissað þig um að það sé byggt á misskilningi,“ segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags í skriflegu svari til Vísis. Fékk fyrst þvert nei Tilefnið er Facebook færsla Rebekku Saidy, íbúa í Grindavíkur, sem leigir íbúð af leigufélaginu. Hún lýsir því að fimm manna fjölskylda hennar hafi verið í lítilli íbúð tveggja herbergja íbúð undanfarinn mánuð. Í dag hafi henni boðist stærri eign til langtíma, þar sem muni fara betur um fjölskylduna. Hún hafi sett sig í samband við Ölmu og athugað hvort hún gæti ekki komist undan þriggja mánaða uppsagnarfresti, í ljósi aðstæðna. Svarið hafi hinsvegar verið þvert nei. Í samtali við Vísi segir Rebekka að hún hafi óvænt fengið tölvupóst frá leigufélaginu á áttunda tímanum í kvöld. Þar hafi henni verið tjáð að félaginu þætti leitt að hafa ekki skoðað málið nánar, hún gæti skilað íbúðinni þegar henni hentar. „Það marg borgar sig að hafa hátt,“ segir Rebekka. Hún segir þröngt hafa verið á þingi hjá fjölskyldunni hingað til en þrjár dætur hennar hafa gist á dýnum í einu herbergi. Alma hafi lagt sitt af mörkum „Við munum leyfa fyrrverandi íbúum Grindavíkur sem nú búa í okkar eignum utan Grindavíkur að skila af sér eignum daginn eftir að þeir tilkynna okkur um uppsögn,“ segir Ingólfur Árni, framkvæmdastjóri Ölmu, í skriflegu svari til Vísis vegna málsins. Hann segir það vera bæði ósanngjarnt og óheiðarlegt að halda því fram að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að standa með og styðja við íbúa Grindavíkur. Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, segir félagið engin svör hafa fengið frá stjórnvöldum eftir að hafa boðið sinn stuðning. „Við rukkuðum ekki leigu fyrir desember í Grindavík og endurgreiddum leigu fyrir þann hluta í nóvember sem íbúum var meinað að gista í Grindavík.“ Engin svör frá stjórnvöldum „Þeim leigjendum okkar í Grindavík sem vildu losna undan leigusamningum bauðst að losna undan þeim án nokkurs fyrirvara og reynt var eftir fremsta megni að finna aðrar eignir innan eignasafns Ölmu sem gátu hentað þeim.“ Hann segir að til viðbótar hafi Alma og tengd félög boðið opinberum aðilum yfir hundrað íbúðir til kaups eða leigu strax í nóvember. „Til að koma til móts við íbúðavanda Grindvíkinga. Allar þessar íbúðir hefði verið búið að afhenda í dag. Lítil sem engin svör fengust.“
Leigumarkaður Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira